A A A

Valmynd

Jón, Guđjón og Íris í fyrstu 1., 2. og 3. sćtunum í Stóru upplestarkeppninni

| 07. mars 2012
Grunnskólinn á Hólmavík hefur að undanförnu undirbúið þátttöku nemenda okkar í Stóru upplestrarkeppninni í 7. bekk. Umsjón með verkefninu innan skólans hefur verið er í höndum Hrafnhildar Guðbjörnsdóttur, íslenskukennara og umsjónarkennara í 7. oog 8. bekk og Jóhönnu Ásu Einarsdóttur umsjónarkennara í 7. og 8. bekk. Skipulagning með verkefninu í heild sinni hér á svæðinu var í umsjón Drangsnesinga þetta árið og var lokahátíðin haldin þar í dag 7. mars. Markmið upplestrarkeppni er að vekja athygli og áhuga í skólum á vönduðum upplestri og framburði og að gefa kennurum tækifæri til að leggja markvissa rækt við einn þátt móðurmálsins með nemendum sínum, vandaðan upplestur og framburð, og fái alla nemendur til að lesa upp, sjálfum sér og öðrum til ánægju.

Keppendur okkar komu tímanlega á staðinn í dag, kynntu sér aðstæður og kíktu m.a. í pottana á Drangsnesi og fengu sér létta hressingu fyrir keppni í góðum félagsskap Hrafnhildar, Ásu, Ingu og Bjarna Ómars skólastjóra. Alls tóku tólf nemendur þátt í lokahátíðinni í dag frá Drangsnesi, Hólmavík og Reykhólum. Óhætt er að segja að í svona keppni séu allir sigurvegarar á einn eða annan hátt. Það er ekki einfalt mál að stíga á svið og lesa með tilþrifum fyrir fjölda manns og þeir sem ekki unnu til verðlauna áttu líka glæsilega spretti. Sérstaka viðurkenningu fyrir upplestur á ákveðnum texta fékk Daníel Elí Ingason Grunnskólanum á Drangsnesi. Það voru þrír nemendur okkar í 7. bekk sem hrepptu þrjú fyrstu sætin í keppninni en Jón Stefánsson var í 1. sæti, Guðjón Alex Flosason í 2. sæti og Íris Jóhannsdóttir í 3. sæti og fengu þau bókagjafir og vegleg peningaverðlaun. Drangsnesingar tóku vel á móti hópnum, fluttu söngatriði í hléi og buðu gestum í glæsilega kaffiveislu í félagsheimilinu Baldri að keppni lokinni. Við erum afar stolt af öllum okkar þátttakendum og óskum vinningshöfunum og kennurum þeirra hjartanlega til hamingju með þennan glæsilega árangur.

Una Gíslrún, fulltrúi Tónskólans á Nótunni 2012.

| 07. mars 2012
Una Gíslrún Kristinsdóttir Schram. Mynd úr einkasafni Unu.
Una Gíslrún Kristinsdóttir Schram. Mynd úr einkasafni Unu.

Laugardaginn 10. mars mun Una Gíslrún Kristinsdóttir Schram vera fulltrúi Tónskólans á Hólmavík á Nótunni - uppskeruhátíð tónlistarskóla fyrir Vesturland, Vestfirði og V-Húnavatnssýslu. Hátíðin er nú haldin í þriðja sinn en í fyrsta sinn var svæðishátíðin haldin hér á Hólmavík. Uppskeruhátíðin er hugsuð sem ný vídd í starfsemi tónlistarskóla og er markmiðið að auka sýnileika og styrkja tengsl tónlistarskóla við umhverfi sitt. Uppskeruhátíðin er þrískipt og skipulögð þannig að þátttakendur frá öllu landinu, á öllum aldri, búa til efnisdagskrá sem endurspeglar ólík viðfangsefni tónlistarnemenda á öllum stigum tónlistarnáms. Una Gíslrún mun fara á Nótuna ásamt fjölskyldu sinni en í ár er hátíðin haldin í Tónlistarskólanum á Akranesi. Una, sem er nemandi hjá Borgari Þórarinssyni tónlistarkennara við skólann, ætlar að flytja lagið Someone like you eftir söngkonuna Adele en Una syngur og spilar sjálf undir á píanó. Við erum afar stolt af okkar fulltrúa á hátíðinni og óskum Unu og fjölskyldu góðrar ferðar á Nótuna.

 

Til hamingju međ 3. sćtiđ Gógópíur!

| 07. mars 2012
Gógópíurnar flytja lagiđ sitt á Samfestingnum - skjáskot af ruv.is.
Gógópíurnar flytja lagiđ sitt á Samfestingnum - skjáskot af ruv.is.
Félagsmiðstöðin Ozon gerði góða ferð til Reykjavíkur um helgina, en þar fór fram Samfestingurinn - ball og söngkeppni á vegum Samfés, samtaka félagsmiðstöðva á Íslandi. Alls fóru 28 krakkar frá Hólmavík og Drangsnesi á viðburðinn undir stjórn Arnars S. Jónssonar tómstundafulltrúa Strandabyggðar. Ferðin fór í alla staði vel fram, en meðal þess sem var gert til skemmtunar um helgina var rennerí á skautum, lasertag, bíóferð, keila og gokart.

Hápunktur ferðarinnar var án efa Söngkeppni Samfés, en þar gerðu fulltrúar félagsmiðstöðvarinnar sér lítið fyrir og náðu þriðja sæti eftir frábæran flutning á laginu Lýstu skært. Hópurinn, sem kallar sig Gógópíurnar, samanstendur af söngkonunum Brynju Karen Daníelsdóttur, Gunni Arndísi Halldórsdóttur, Söru Jóhannsdóttur, Margréti Veru Mánadóttur og trommukassalemjaranum Fannari Frey Snorrasyni. Þau voru örugg og yfirveguð í öllum flutningi og fasi, bæði á sviði og baksviðs. Fjölmargir einstaklingar lögðu hönd á plóginn í kringum söngatriðið og ferð Félagsmiðstöðvarinnar Ozon til höfuðborgarinnar.


Við óskum Félagsmiðstöðinni, þátttakendum í starfi hennar og Gógópíunum innilega til hamingju með frábæran árangur!

Skemmtiferđ Ozon og Söngkeppni Samfés í dag.

| 03. mars 2012
GóGó-píurnar í undankeppninni á Hólmavík. Ljósm: Strandir.is
GóGó-píurnar í undankeppninni á Hólmavík. Ljósm: Strandir.is
Krakkarnir í félagsmiðstöðinni Ozon eru í sannkallaðri skemmtiferð í höfuðborginni um helgina. Í gær héldu tæplega þrjátíu hressir krakkar af stað undir leiðsögn Arnars S. Jónssonar tómstundafulltrúa Strandabyggðar, Alfreð Gests Símonarsonar bílstjóra og Bjarna Ómars Haraldssonar gæslumanns. Fyrsti áfangastaður var Stjörnutorg í Kringlunni þar sem fyllt var á orkuna fyrir hið eina sanna Samfésball þar sem Páll Óskar, Emmsé Gauti, Jón Jónsson og DJ Sindri BM komu fram. Að sögn Arnars gekk allt eins og í sögu og voru krakkarnir okkar algjörlega til fyrirmyndar og skemmtu sér vel.

Í dag er það svo Söngkeppni Samfés þar sem okkar flytjendur, GóGó-píurnar, munu stíga síðastar af þrjátíu atriðum á svið í Laugardalshöllinni. GóGó-píurnar, þau Brynja Karen Daníelsdóttir, Fannar Freyr Snorrason, Gunnur Arndís Halldórsdóttir, Margrét Vera Mánadóttir og Sara Jóhannsdóttir sigruðu Vestfjarðariðilinn í Súðavík í febrúar með flutningi á laginu Do Lord með íslenskum texta eftir Arnar Jónsson. Hér má sjá og heyra glæsilegan flutning lagsins Ó dýrið (Do Lord) hjá þeim í Súðavík. Söngkeppnin verður sýnd beint í Sjónvarpinu RÚV og hefst kl. 13:00 í dag. Undirbúningur hófst kl. 8 í morgun þar sem dömurnar fengu förðun, hárgreiðslu og aðstoð við undirbúninginn en þær koma fram í kjólum sem Stella Guðrún Jóhannsdóttir nemandi í 10. bekk saumaði með aðstoð móður sinnar Guðrúnar Guðfinnsdóttur.

Eftir söngkeppnina heldur fjörið áfram þar sem hópurinn fer á skauta, í Laser-Tag, pizzuveislu og í bíó í kvöld. Á morgun ætla þau svo í diskókeilu, leiktæki, GoKart og borða saman áður en þau halda af stað aftur til Hólmavíkur.

Furđulegur hárdagur!

| 02. mars 2012
Eyrún Björt (Argintćta) á furđulegum hárdegi í fyrra.
Eyrún Björt (Argintćta) á furđulegum hárdegi í fyrra.
Í dag var furðulegur hárdagur í skólanum okkar. Starfsfólk og nemendur mættu með hinar ýmsu furðugreiðslur og erfitt var að þekkja suma. Furðulegur hárdegur er hluti af öðruvísi föstudögum fram að páskafrí en þá kryddum við skólastarfið með skemmtilegum viðfangsefnum. Í síðustu viku grilluðu allir nemendur samlokur í setustofunni sem vakti mikla lukku og á næsta föstudag er sparifatadagur.

Dansnámskeiđ hefst á mánudag

| 02. mars 2012
Vikuna 5.-9. mars verður dansnámskeið á Hólmavík. Eins og fyrra kennir Jón Pétur Úlfljótsson frá hinum virta Dansskóla Jóns Péturs og Köru. Að þessu sinni verður kennt Íþróttamiðstöðinni á Hólmavík frá mánudegi til föstudags eins og hér segir:

Kl. 13:10-14:00 (7.-10. bekkur)
Kl. 14:10-15:00 (1.-3. bekkur)
Kl. 15:10-16:00 (4.-6. bekkur)

Námskeiðin enda með danssýningu á föstudeginum. Verð er 4.200 kr. á nemanda (5 skipti) en 3.700 kr. fyrir systkini. Nánari upplýsingar veitir Hildur aðstoðarskólastjóri í s. 661-2010 eða í gegnum netfangið hildur@holmavik.is

Tónlist fyrir alla

| 27. febrúar 2012
Í dag 27. febrúar munu tónlistarmennirnir Páll Eyjólfsson gítarleikari og Laufey Sigurðardóttir fiðluleikari flytja efnisskrá í tengslum við verkefnið Tónlist fyrir alla. Þau leika fyrir nemendur í Grunnkólanum á Hólmavík, Grunnskólanum á Drangsnesi og Finnbogastaðaskóla. Dagskráin fer fram í Hólmavíkurkirkju og hefst klukkan 11:10.

Upphaf skólatónleika á Íslandi - Tónlist fyrir alla má rekja aftur til ársins 1994, þegar íslensku þjóðinni barst peningagjöf frá Norðmönnum í tilefni af lýðveldisafmæli Íslands arið 1994 og skyldu þessir fjármunir notaðir til að efla tónlistar- og menningarstarf í grunnskólum á Íslandi. Allt frá árinu 1995 hefur verði staðið fyrir tónleikum á grunnskólum landsins þar sem boðið er upp á vandaða skólatónleika fyrir börn þar sem skemmtun og menntun haldast í hendur.

Leitast er við að bjóða upp á fjölbreytta tónlist í hæsta gæðaflokki í flutningi atvinnutónlistarfólks. Upplifun barnanna af tónleikunum er lykilatriði og áhersla er lögð á að hún verði sem allra best.

Skólatónleikar á Íslandi - Tónlist fyrir alla er sjálfstætt starfandi stofnun en rekin á vegum Mennta- og menningarmálaráðuneytisins.

Samspilsvika í Tónskólanum hefst 27. febrúar.

| 26. febrúar 2012
Samspilsvika verður í Tónskólanum vikuna 27. febrúar til 2. mars. Samspilsdagar eru fastur liður í starfsemi skólans og byggir framkvæmdin á aðalnámskrá tónlistarskóla þar sem hvatt er til þess að nemendur eigi kost á samspili af ýmsum toga. Á mánudag verður nemendum afhent skipulag þar sem fram kemur hópskipting og sá tími sem hverjum hóp er ætlaður í vikunni. Þá verður skipulag og hópskipting einnig sent til forráðamanna á Mentor. Athugið að tónfræði fellur niður þessa viku og nemendur mæta eingöngu í samspilstíma sem þeim eru ætlaðir.

 

Gó! Gógó -píur.

| 26. febrúar 2012
Pennarnir ţćr Gunnur Arndís, Sara og Stella Guđrún. Mynd úr einkasafni Söru Jóhannsdóttur.
Pennarnir ţćr Gunnur Arndís, Sara og Stella Guđrún. Mynd úr einkasafni Söru Jóhannsdóttur.
Laugardaginn 3. mars munu Gógó píurnar keppa á Samfés fyrir hönd félagsmiðstöðvarinnar Ozon á Hólmavík. Keppnin verður sýnd í beinni  á RÚV og hefst kl 13:00. Þau Gunnur Arndís, Brynja Karen, Margrét Vera, Sara og Fannar Freyr ætla að flytja lagið Lýstu skært, en upprunalega nafn lagsins er Way beound the blue. Það er Viðar Guðmundsson sem á heiðurinn af lagavalinu. Fleiri munu koma að atriðinu því Gógó píurnar hafa fjölmennt lið á bak við sig. Stella Guðrún, umboðsmaður Gógó píanna hefur tekið að sé að sauma kjóla á stelpurnar.

Unnur Ingimundardóttir ætlar að farða þær fyrir stóru keppnina og Kristín Lilja Sverrisdóttir sér um hárgreiðslurnar. Arnar Snæberg og Hildur Guðjónsdóttir hafa einnig staðið vel við bakið á stelpunum og haldið utan um atriðið. Laugardaginn 18. febrúar heimsóttu krakkarnir Heiðu Ólafs í útvarpshúsið þar sem hún hjálpaði þeim með atriðið og sviðsframkomu.

Gógó píurnar hafa fjöldann allan af stuðningsmönnum því 30 krakkar úr félagsmiðstöðinni Ozon fara í ferðina. Utan söngkeppninnar er fjölbreytt dagskrá. Farið verður í gokart, lazertag, bíó, skauta  og keilu auk þess sem farið verður á stóra samfés ballið sem haldið verður í Laugardalshöllinni.

Höfundar: Gunnur Arndís, Sara og Stella Guðrún

Íslenskunemar í 10. bekk skólans skrifa nú fréttir, undir leiðsögn Hrafnhildar Guðbjörnsdóttur íslenskukennara, sem munu birtast á næstunni hér á vef skólans og á www.strandir.is. Hlökkum til að fylgjast með því. Frábært framtak, vel skrifaðar og vandaðar fréttir hjá þeim!

Öskudagsball

| 21. febrúar 2012
Foreldrafélag Grunnskólans á Hólmavík heldur upp á gamlar hefðir og býður öllum börnum í Strandabyggð og nágrannasveitum að taka þátt í Öskudagsballi fyrir börnin miðvikudaginn 22. febúar, klukkan 17:00 í Félagsheimilinu á Hólmavík. Húsið fyllist af kátum krökkum, héðan og þaðan, og ef að líkum lætur skemmta allir sér konunglega. Foreldrar er hvattir til að koma með krakkana sína og fara í þrautakóng og slá köttinn úr tunnunni. Verðlaun verða veitt fyrir frumlegasta furðufatabúninginn.
Eldri fćrslur

Bekkjavefir

Atburđadagatal

« September 2025 »
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nćstu atburđir