Jón, Guđjón og Íris í fyrstu 1., 2. og 3. sćtunum í Stóru upplestarkeppninni
Keppendur okkar komu tímanlega á staðinn í dag, kynntu sér aðstæður og kíktu m.a. í pottana á Drangsnesi og fengu sér létta hressingu fyrir keppni í góðum félagsskap Hrafnhildar, Ásu, Ingu og Bjarna Ómars skólastjóra. Alls tóku tólf nemendur þátt í lokahátíðinni í dag frá Drangsnesi, Hólmavík og Reykhólum. Óhætt er að segja að í svona keppni séu allir sigurvegarar á einn eða annan hátt. Það er ekki einfalt mál að stíga á svið og lesa með tilþrifum fyrir fjölda manns og þeir sem ekki unnu til verðlauna áttu líka glæsilega spretti. Sérstaka viðurkenningu fyrir upplestur á ákveðnum texta fékk Daníel Elí Ingason Grunnskólanum á Drangsnesi. Það voru þrír nemendur okkar í 7. bekk sem hrepptu þrjú fyrstu sætin í keppninni en Jón Stefánsson var í 1. sæti, Guðjón Alex Flosason í 2. sæti og Íris Jóhannsdóttir í 3. sæti og fengu þau bókagjafir og vegleg peningaverðlaun. Drangsnesingar tóku vel á móti hópnum, fluttu söngatriði í hléi og buðu gestum í glæsilega kaffiveislu í félagsheimilinu Baldri að keppni lokinni. Við erum afar stolt af öllum okkar þátttakendum og óskum vinningshöfunum og kennurum þeirra hjartanlega til hamingju með þennan glæsilega árangur.