A A A

Valmynd

Ađalfundur Foreldrafélags Grunnskólans á Hólmavík

| 27. október 2011
Hressir krakkar í 3. bekk
Hressir krakkar í 3. bekk

Áttu barn í Grunnskólanum á Hólmavík? Þá máttu ekki missa af þessu!

 

Í kvöld, fimmtudaginn 27. október kl. 18:00 verður aðalfundur Foreldrafélags Grunnskólans á Hólmavík haldinn í Félagsheimilinu á Hólmavík. Auk þess að kjósa nýja stjórn verður fjallað um hvernig efla megi samstarf foreldra, barna og skóla.

 

Á dagskrá er skemmtilegt erindi um samskipti foreldra og barna, pizzur í boði Foreldrafélagsins og almenn fundarstörf.

Kl. 18:00-18.30 Krísusögur: Arnar S. Jónsson, tómstundafulltrúi Strandabyggðar flytur fræðandi og skemmtilegt erindi um samskipti foreldra og barna.

 

Kl. 18:30-19:00 Matarhlé. Pizzur í boði Foreldrafélagsins, ókeypis fyrir fundargesti.

 

Kl. 19:00 - 20:00 Aðalfundur Foreldrafélags Grunnskólans við Hólmavík.

1. Skýrsla stjórnar

2. Reikningar síðasta starfsárs

3. Kosning stjórnar, bekkjarfulltrúa og skoðunarmanna

4. Stutt umfjöllun um samráðsfundi, bekkjarkvöld og skólaárið 2011 - 2012

5. Önnur mál

 

Sjáumst hress!

1. fundur Skólaráđs

| 26. október 2011
Skólaráð Grunnskólans á Hólmavík hélt sinn fyrsta fund á þessu skólaári fimmtudaginn 20. október s.l. Skólaráð er samráðsvettvangur skólastjóra og skólasamfélagsins um skólahald. Skólaráð tekur þátt í stefnumörkun fyrir skólann og mótun sérkenna hans. Skólaráð fjallar t.d. um skóladagatal, skólanámskrá skólans, árlega starfsáætlun og aðrar áætlanir sem gerðar eru um skólastarfið. Skólaráð fær til  umsagnar áætlanir um fyrirhugaðar meiri háttar breytingar sem kunna að verða á skólahaldi og starfsemi skólans áður en endanleg ákvörðun um þær er tekin. Skólaráð fylgist einnig almennt með öryggi, aðbúnaði og almennri velferð nemenda.

Nýjir fulltrúar í Skólaráði eru Margrét Vera Mánadóttir sem er nýr fulltrúi nemenda og tekur hún við keflinu af Arnóri Jónssyni sem útskrifaðist frá skólanum vorið 2011 og nýr fulltrúi kennara, Jóhanna Ása Einarsdóttir, kemur inn í ráðið í stað Hrafnhildar Guðbjörnsdóttur.

Á þessum fyrsta fundi sínum samþykkti Skólaráð funda- og starfsáætlun fyrir skólaárið 2011 - 2012. Á fundinum var einnig rætt um þá reynslu sem komin er á Skjatta, áformakerfið sem tekið var upp í haust og stöðu heimanáms í nýjum áherslum í skólastarfinu. Mikilvægustu málin sem lágu fyrir fundinum sneru annarsvegar að breytingum sem gerðar hafa verið til samræmingar á öllu námsmati skólans og hinsvegar að endurskrifaðri Skólanámskrá Grunnskólans, en skólastjórnendum er skylt að leggja skólanámskrá fyrir Skólaráð til umsagnar á hverju skólaári og kynna hana fyrir aðilum skólasamfélagsins. Skólanámskráin hefur verið í endurskoðun frá því nýjir skólastjórnendur tóku við skólanum haustið 2010. Skólanámskráin verður  kynnt skólasamfélaginu um leið og Skólaráð og Fræðslunefnd Strandabyggðar hafa lokið lögbundnu umsagnarferli.

Upplýsingar um Skólaráð, fundargerðir o.fl. má nálgast á heimasíðu skólans undir tenglinum Skólaráð á vefslóðinni: http://www.strandabyggd.is/skolarad/

 

Smiđjur - ţemadagar

| 20. október 2011
Ţessar dömur ćtla ađ taka ţátt í smiđjum á ţemadögum :)
Ţessar dömur ćtla ađ taka ţátt í smiđjum á ţemadögum :)
Þemadagar í Grunnskólanum á Hólmavík verða í næstu viku - á miðvikudag, fimmtudag og föstudag 26.-28. október nk.

Ákveðið hefur verið að bjóða upp á sjö smiðjur:
1. Ljósmyndarallý,
2. Prjónað af hjartans list,
3. Tónlistarsmiðju,
4. Freestyle-danssmiðju,
5. Smíðasmiðju,
6. Skrautskrift
7. Sögur, leikrit og ljóð.

Nemendur fá valblöð heim með sér í dag, fimmtudaginn 20. október, þar sem hver og einn nemandi velur sér þrjár smiðjur og fer í eina smiðju á miðvikudegi, aðra smiðju á fimmtudegi og þriðju smiðjuna á föstudegi. Vinsamlega skilið valblöðum til umsjónarkennara á morgun, föstudaginn 21. október. Á þriðjudaginn 25. október, fá nemendur upplýsingar og skipulag um alla þrjá dagana með sér heim. Í hverri smiðju eru hópstjórar (2-3 starfsmenn) sem vinna við sömu smiðju alla þrjá dagana og halda utan um nemendahópinn sem heimsækir smiðjuna hvern dag.

Með von um skemmtilega smiðju-þemadaga!

Heimsóknir frá gestum Skeljarinnar

| 19. október 2011
Skelin - lista og frćđimannadvöl Ţjóđfrćđistofu.
Skelin - lista og frćđimannadvöl Ţjóđfrćđistofu.
Við höfum verið svo heppin að hafa fengið til okkar góða gesti og listamenn að undanförnu. Það eru gestir sem hafa dvalið í Skelinni sem er lista- og fræðimannadvöl Þjóðfræðistofu.

Fyrst kom til okkar myndlistarkonan Bjargey Ólafsdóttir sem m.a. teiknaði fjögur þúsund fermetra stóran ísbjörn á Langjökul á síðasta ári. Hún sýndi okkur ljósmyndir af verkum sínum og tvær stuttmyndir sem hún hefur unnið. Verkið með ísbjörninn var hluti af alþjóðlega verkefninu 350 Earth þar sem listamenn á sautján stöðum víðs vegar um heim bjuggu til gríðarstór listaverk sem teknar voru loftmyndir af. Það má lesa meira um verkefnið hér.

Þá komu til okkar Danirnir Brian og Björn sem heimsóttu nemendur 7. og 8. bekkjar í dönsku og spjölluðu við þau um heima og geima á danskri tungu. Nemendur voru búnir að útbúa spurningar fyrir þá á dönsku og voru ánægðir með heimsóknina. Það er m.a. hægt að skoða verk Brians Berg ljósmyndara hér.

Í dag kom svo myndlistarkonan Berit Lindfeldt sem heimsótti nemendur sem voru í listgreinum og myndlistarvali. Berit kynnti verk sín, skúlptúr, hugmyndafræði og hvernig hún notar listina sem tjáningarform. Hægt er að fræðast um Berit og verk hennar hér.

Við þökkum Skelinni og starfinu þar fyrir tækifærið til þess að kynnast þessum listamönnum.

Heimilisfrćđi í Félagsheimilinu

| 19. október 2011
Hressir krakkar í heimilisfrćđi.
Hressir krakkar í heimilisfrćđi.
Í haust hefur heimilisfræðikennsla nemenda farið fram í Félagsheimilinu okkar. Í Félagsheimilinu er komið þetta fína eldhús og framreiðslusalur sem býður upp á skemmtilega möguleika í heimilisfræðinni. Kennarar skólans hafa skipulagt tímana þannig að þeir safna þeim saman á einn dag og eru því lengur í einu, u.þ.b. einu dag í mánuði. Einhverjir hafa nýtt nálægðina við Kaupfélagið og farið með nemendur sína þangað til að versla inn hráefnið. Svo hefur verið vinsælt að nýta veislusalinn til þess að bera fram matinn og snæða. Í gær voru hressir krakkar í 4., 5. og 6. bekk ásamt kennurunum Ingibjörgu og Kolbeini í heimilisfræði og tóku myndir sem sjá má hér.

Íţróttahátíđin í Bolungarvík

| 10. október 2011
Kristín Lilja, Branddís Ösp Una Gíslrún á góđri stund.
Kristín Lilja, Branddís Ösp Una Gíslrún á góđri stund.
Á föstudaginn tóku nemendur 8. - 10. bekkjar þátt í hinni árlegu íþróttahátíð í Bolungarvík.  Það voru þau Kolbeinn Skagfjörð íþróttakennari og Salbjörg Engilbertsdóttir, móðir - með meiru, sem fóru með hópinn en alls fóru níu nemendur frá okkar skóla og einn nemandi frá Drangsnesi. Krakkarnir tóku þátt í hárgreiðslu og förðun og fótbolta og stóðu sig með mikilli prýði og lentu í 3. sæti í hárgreiðslu og förðun þar sem útbúin var Öskubuska en þemað var Disney ævintýri og í 5. sæti í fótboltanum. Um kvöldið var svo haldið til Ísafjarðar í pizzuveislu og á ball um kvöldið. Að sögn Kolbeins fór hátíðin vel fram og var hópurinn okkar til fyrirmyndar í einu og öllu og skólanum okkar til mikils sóma. Við þökkum Bolvíkingum fyrir góðar móttökur og þessa skemmtilegu hátíð sem gerir nemendum af öllum Vestfjörðum keyft að hittast og skemmta sér saman.

Gullskórinn afhentur á forvarnardaginn

| 07. október 2011
Gullskórinn frćgi, hönnuđur Ingibjörg Emilsdóttir.
Gullskórinn frćgi, hönnuđur Ingibjörg Emilsdóttir.

Það var líf og fjör í skólanum okkar á forvarnardaginn þann 5. október sl. en dagurinn er haldinn árlega undir yfirskriftinni ,,taktu þátt" og er helgaður nokkrum heillaráðum sem geta forðað börnum og unglingum frá fíkniefnum, ráðum sem eiga erindi við allar fjölskyldur í landinu. Arnar Jónsson tómstundafulltrúi kom og vann verkefni með nemendum í 9. bekk til þess að fá fram sjónarmið þeirra um hin og þessi mál. Um kvöldið hélt Logi Geirsson handboltakappi fyrirlesturinn "Það fæðist enginn atvinnumaður" í Félagsheimilinu. Þann sama dag hlupu nemendur okkar í norræna skólahlaupinu á alþjóðlega ,,Göngum í skólann deginum" sem var haldinn hátíðlegur víða um heim. Um leið lauk formlega verkefninu ,,Göngum í skólann" hér á landi og hjá okkur en nemendur okkar hafa gengið í skólann síðastliðinn mánuð og safna laufblöðum á trén sín til að keppast um verlaunagripinn gullskóinn.

 

Að sögn Ingibjargar Emilsdóttur verkefnisstjóra grænfánaverkefnisins hefur verkefnið gengið einkar vel, meira að segja það vel að það var ekki hægt að gera upp á milli bekkja sem endaði með því að allir nemendur skólans hlutu gullskóinn í viðurkenningarskyni fyrir frábæra þátttöku í verkefninu. Ingibjörg er hönnuður og gefandi gullskósins sem skipar ákveðinn sess í hjarta hennar. Hér má lesa söguna af gullskónum: http://www.strandabyggd.is/ymsar_skrar/skra/289/

 

Á forvarnardaginn gæddu nemendur sér á niðurskornu grænmeti og ávöxtum sem Kaupfélag Steingrimsfjarðar gaf okkur og vatni í sjómannsbrúsa frá Arion banka. Við erum afar stolt af fólkinu okkar og þakklát KSH og Arion banka fyrir hvatninguna.

 

Til hamingju allir með frábæran forvarnardag! Myndir hér: http://www.strandabyggd.is/grunnskolinn_myndasida/100/

Norrćna skólahlaupiđ

| 06. október 2011
Ţorsteinn Jónsson í 2. bekk hljóp 2,5 km.
Ţorsteinn Jónsson í 2. bekk hljóp 2,5 km.
Í gær tóku nemendur og starfsfólk okkar þátt í norræna skólahlaupinu. Það var einkar viðeigandi að hlaupa á forvarnardaginn því með norræna skólahlaupinu er leitast við að hvetja nemendur, kennara og annað starfslið skólanna til þess að æfa hlaup og auka við hreyfingu sína. Lögð er áhersla á að kynna nauðsyn þess að hreyfa sig og reyna á líkama sinn á ýmsan hátt og stuðla þannig að betri heilsu og vellíðan. Keppt er að því fyrst og fremst að sem flestir, helst allir, verði með í hlaupinu í hverjum skóla. Boðið var upp á að hlaupa 2,5, 5 og 10 km og var það Kolbeinn Skagfjörð íþróttakennari sem hélt utan um hlaupið í samstarfi við lögregluna. Nemendur munu svo fá viðurkenningarskjöl frá Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands. Að loknu hlaupi gæddu nemendur sér á niðurskornu grænmeti og ávöxtum sem Kaupfélag Steingrimsfjarðar gaf okkur og vatni í sjómannsbrúsa frá Arion banka. Við erum afar stolt af fólkinu okkar og þakklát KSH og Arion banka fyrir hvatninguna.

Logi Geirsson heldur fyrirlestur á Forvarnardaginn

| 04. október 2011
Logi Geirs í ham - ljósm. frá Loga sjálfum
Logi Geirs í ham - ljósm. frá Loga sjálfum
Í tilefni af Forvarnardeginum miðvikudaginn 5. október býður tómstundafulltrúi Strandabyggðar og Félagsmiðstöðin Ozon í samvinnu við Strandabyggð, Kaldrananeshrepp, Reykhólahrepp, HSS, Foreldrafélag Grunnskólans á Hólmavík og Grunnskólann á Hólmavík upp á fyrirlesturinn "Það fæðist enginn atvinnumaður".

Fyrirlesturinn hefst kl. 20:00 í Félagsheimilinu á Hólmavík og er öllum opinn.

Það er enginn annar en fyrrverandi handboltakappinn Logi Geirsson sem mætir á Strandirnar til að halda fyrirlesturinn. Loga þarf vart að kynna; hann vann til fjölda verðlauna með félagsliðum sínum auk bronsverðlauna með landsliðinu á EM 2010 að ógleymdum silfurverðlaunum á Ólympíuleikunum í Peking 2008.

Logi fæddist ekki atvinnumaður frekar en nokkur annar og þurfti að leggja hart að sér til að ná þeim árangri sem hann hefur náð. Hann telur að allir geti orðið atvinnumenn, allir geta risið upp og farið fram úr eigin væntingum - allir geta náð árangri. Logi mun tala sérstaklega til ungs fólks um markmiðasetningu, þjálfun, hugarfarsþáttinn og fleira sem huga þarf að ætli menn að ná langt.

Fólk á öllum aldri úr öllum sveitarfélögum er að sjálfsögðu velkomið á atburðinn!

Námsefniskynningar

| 26. september 2011
Friđrik Heiđar og Lárus í listgreinum.
Friđrik Heiđar og Lárus í listgreinum.

Starfsfólk Grunnskólans á Hólmavík vill bjóða ykkur öll hjartanlega velkomin á námskynningar sem fara fram í skólanum í dag og á morgun. Mikilvægt er að allir forráðmenn sem koma að námi barns mæti. Að þessu sinni viljum við sérstaklega hvetja feður til að láta sig málið varða :)

Kynningarnar eru mikilvægur liður í starfi skólans þar sem upplýsingum er komið á framfæri við foreldra varðandi námið sem framundan er í vetur. Til umfjöllunar verða eftir atvikum: Námsáætlanir, námskröfur, heimanám, námsefni og annað sem skiptir foreldra miklu máli í því mikilvæga hlutverki að vinna með skólanum að auknum námsárangri og leiðbeina barni í námi. Þarna gefst gott tækifæri til að ræða ýmis hagnýt atriði og er foreldrum velkomið að opna umræðuna um brýn sameiginleg málefni.


Kynningarnar verða eins og hér segir:

Mánudagur 26. september 2011
1. og 2. bekkur, kynning kl. 18:30
3. bekkur, kynning kl. 19:30

Þriðjudagur 27. september 2011
4. - 6. bekkur, kyning kl. 18:30
7. - 8. bekkur, kynning kl. 19:30
9. og 10. bekkur, kynning kl. 20:30

Hlökkum til að sjá sem flesta :)

Eldri fćrslur

Bekkjavefir

Atburđadagatal

« Mars 2024 »
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nćstu atburđir