A A A

Valmynd

Námskeiđ fyrir foreldra grunnskóla- og leikskólabarn 21. ágúst og skólasetning 24. ágúst.

Hrafnhildur Guđbjörnsdóttir | 18. ágúst 2015

Námskeið fyrir foreldra um uppbyggingu sterkrar sjálfsmyndar hjá börnum á leikskóla og grunnskólastigi verður haldið í Félagsheimilinu föstudaginn 21. ágúst klukkan 16:00.  Anna Sigríður Jökulsdóttir sálfræðingur hjá Sálfræðisetrinu og einn aðstandenda vefsíðunnar sjalfsmynd.com flytur fræðsluerindi fyrir foreldra.  Hún fjallar um hvað einkennir sterka sjálfsmynd, hverjir eru grundvallarþættir sjálfsmyndar og hvernig má hafa áhrif á þá þætti. Einnig hvernig vinna má að því að börnin okkar virki vel í leik og starfi, líði vel í eigin skinni og meti sig og aðra í sanngjörnu ljósi. Sjálfsmynd er veigamikill þáttur í andlegri líðan og hefur áhrif á hvernig við hugsum, tölum og hegðum okkur. Sterk sjálfsmynd er eitt besta veganesti sem við getum gefið börnunum okkar út í lífið. Námskeið fyrir starfsfólk skólans verður fyrr um daginn.


Grunnskólinn á Hólmavík verður settur mánudaginn 24. ágúst 2015 klukkan 16:00 í Félagsheimilinu á Hólmavík. Nemendur hitta þar umsjónarkennara og fá afhentar stundaskrár og önnur gögn.  Að skólasetningu lokinni býður sveitarstjórn Strandabyggðar til útgáfuteitis vegna útgáfu nýrrar Skólastefnu Strandabyggðar. Skólastefnan verður kynnt og boðið verður upp á vöfflur og kaffi.


 

 

Sumarlestur - Getur ţú lesiđ á 100 stöđum?

Hrafnhildur Guđbjörnsdóttir | 09. júní 2015

Getur þú lesið á 100 stöðum?



Langir og spennandi sumardagar eru frábær tími fyrir börn. Þau uppgötva
nýja hluti og eignast nýja vini og áhugamál. Sumarið er líka frábær tími
til að kynnast nýjum bókum sem vinir spjalla um. Lestur sumarbóka styrkir
ekki aðeins orðaforða og þekkingu heldur tryggir það líka að börn tapi
ekki lestrarfærninni sem þau hafa náð í skólanum í vetur.

Talsvert margar rannsóknir sýna að börn sem lesa á sumrin koma miklu
ferskari til leiks að hausti í lestri en börn sem lesa ekkert á meðan
skólinn er í fríi.

Í sumar ætlum við að bjóða ykkur að taka þátt í skemmtilegum
sumarlestrarleik. Hægt er að nálgast formin  útprentuð
hjá bókaverði á bókasafninu. Í sumar reynir þið að fylla blaðið – þó ekki
fleiri en 3 reiti á dag því það er svo mikilvægt að reyna að lesa eitthvað
á hverjum degi. Síðustu tíu staðina má barnið velja sjálft.

Í haust á barnið að skila blaðinu til kennara síns. Ef  það hefur lesið á
70 stöðum eða fleirum fær það viðurkenningu og verðlaun frá skólanum. 

Ljósmyndasamkeppni.


Einnig ætlum við að hafa ljósmyndasamkeppni þar sem dregin verður út ein
mynd úr öllum innsendum myndum. Sérstök verðlaun verða veitt fyrir þá
mynd.

Taktu mynd af barninu þínu að lesa í sumar og merktu myndina #bokavik#(nafn nemanda) á facebook eða instagram.
Munið að merkja við að myndin sé 
opin/public. Einnig er hægt að senda myndir á netfangið bokasafn@strandabyggd.is

Gangi þér vel að lesa og gleðilegt sumar.

Skólaslit

Hrafnhildur Guđbjörnsdóttir | 03. júní 2015
Skólaslit Grunn- og Tónskólans á Hólmavík verða í Hólmavíkurkirkju fimmtudaginn 4. júní klukkan 12:00. Allir velkomnir.

Vordagur 2. júní

Hrafnhildur Guđbjörnsdóttir | 02. júní 2015
Hefðbundinn vordagur verður 2. júní klukkan 10:00 - 12:00 með spákonu, leikjum, kraftakeppni, grilluðum pylsum og góðum gestum úr Leikskólanum Lækjarbrekku. Foreldrar og aðrir sem vilja taka þátt í vordeginum eru hjartanlega velkomnir.

Skólaferđalag 1. júní

Hrafnhildur Guđbjörnsdóttir | 31. maí 2015
Allir nemendur Grunnskólans á Hólmavík fara í skólaferðalag 1. júní. Lagt verður af stað klukkan 08:30 og ekið sem leið liggur að Reykhólum. Þar verður Báta- og hlunnindasýningin heimsótt um 09:30 og eftir það verður farið í sund í Grettislaug á Reykhólum. Að því búnu verður hádegishlé og ferðalangar snæða nesti sitt í Reykhólaskóla. Klukkan 13:00 verður Norðursalt heimsótt og fræðst um saltgerð. Að því loknu verður haldið heim á leið. 
Kennarar, stuðningsfulltrúar og skólaliðar verða með í för. Minnt er á að nemendur þurfa að taka með sér gott nesti, sundföt og handklæði.

Umhverfisdagur - Grćnfáni

Hrafnhildur Guđbjörnsdóttir | 14. maí 2015
Föstudaginn 15. maí verður umhverfisdagur í skólanum. Nemendur starfa í þremur hópum sem eru plastsmiðja, ratleikur og útieldun. Sýning verður á hönnun nemenda, umhverfisljóð flutt, sungið og leikið á hljóðfæri sem nemendur hafa búið til og fleira . 

Klukkan 13:00 mæta fulltrúar Landverndar og afhenda skólanum Grænfánann í þriðja sinn. Móttökuathöfn við skólann.

Foreldrar eru eins og alltaf velkomnir í skólann, hvort heldur sem er að morgni til að taka þátt í smiðjum eða til að vera viðstaddir afhendingu Grænfánans.

Dagskráin fer að miklu leyti fram úti þannig að fólki er bent á að klæða sig í samræmi við það.

Í sjónvarpinu kl 19:55 í kvöld

Hrafnhildur Guđbjörnsdóttir | 13. maí 2015
Vildum bara minna á að þátturinn um Háskólalestina verður klukkan 19:55 á RÚV í kvöld. Þar koma krakkar af Ströndum heldur betur við sögu. 

 Hér eru allar upplýsingar um þáttinn. 

http://www.hi.is/frettir/haskolalestin_a_ruv_i_kvold 

Söngleikur í Hólmavíkurkirkju

Hrafnhildur Guđbjörnsdóttir | 12. maí 2015
Söngleikurinn "Eddi mörgæs bjargar heiminum" verður sýndur í Hólmavíkurkirkju á uppstigningardag, 14. maí, kl. 14:00.

Söngleikurinn er eftir Niki Davis og Þorkell Örn Ólason þýddi hann sérstaklega fyrir okkur svo þetta verður frumsýning á Íslandi. Leikstjóri er Sigríður Óladóttir

Uppsetningin er samstarf kirkjunnar, leikskólans Lækjarbrekku og grunnskólans á Hólmavík og börn úr leikskólanum og grunnskólanum á Drangsnesi taka einnig þátt í sýningunni.

Söngleikurinn fjallar um umhverfismál og þátttakendur eru 45.

Allir eru hjartanlega velkomnir  -  og  - aðgangur er ókeypis



Skólastefna - fundarbođ

Hrafnhildur Guđbjörnsdóttir | 04. maí 2015

Vinnuhópur um gerð skólastefnu Strandabyggðar boðar íbúa sveitarfélagsins til fundar í Félagsheimili Hólmavíkur, þriðjudaginn 5. maí 2015 kl. 17:00 – 18:30.  

 Fundarefni: Skólastefna – helstu áherslur í skólastarfi 

 Fyrir fundinum liggja drög að nýrri skólastefnu Strandabyggðar. Áhugasamir eru beðnir um að kynna sér efnið og rýna það en á fundinum verður meðal annars óskað eftir tillögum og hugmyndum frá fundarmönnum til að gera skólastefnuna að öflugu leiðarmerki fyrir skólastarf sveitarfélagsins. Með þessu móti fá enn fleiri tækifæri til að hafa áhrif á innihald skólastefnunnar og þar með skólastarf í sveitarfélaginu.  


Hlökkum til að sjá ykkur öll. 

Vinnuhópur um gerð skólastefnu Strandabyggðar 

  Guðjón Ólafsson, fræðslustjóri
  Alma Benjamínsdóttir
  Hrafnhildur Guðbjörnsdóttir
  Andrea K. Jónsdóttir


Íţróttir og útivist - hreyfing og gleđi.

Hrafnhildur Guđbjörnsdóttir | 23. apríl 2015
Föstudaginn 24. apríl ætlum við að fagna sumri með gleði og leikjum.
Dagskráin verður þannig að hefðbundin kennsla verður til klukkan 10:00 en þá förum við út og leikum okkur á sparkvellinum og við skólann. Stefnt er að því að fara í leiki eins og Hollí hú, Brennibolta og Yfir, Verpa eggjum og fleiri af þessum gömlu góðu. Gönguferð upp að vörðu verður í boði og Feluleikur í nágrenni skólans.
Klukkan 12:00 verður matarhlé en klukkan 13:00 er ráðgert að ganga úr skólanum yfir í íþróttamiðstöð og fara saman í sund og/eða leiki í salnum. Allir starfsmenn skólans taka þátt í dagskránni með börnunum.
Mikilvægt er að börnin mæti vel búin til útivistar í skólann, taki með sér sundföt og íþróttaföt. Vetur og sumar takast á þessa dagana og ef ekki viðrar vel til útiveru færum við okkur inn og förum í innileiki, spil, tafl og fleira.
Eldri fćrslur

Bekkjavefir

Atburđadagatal

« September 2025 »
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nćstu atburđir