A A A

Valmynd

SKÓLAHALD FELLUR NIÐUR Í DAG VEGNA VEÐURS OG ÓFÆRÐAR

| 05. febrúar 2016
Allt skólahald í Strandabyggð fellur niður í dag vegna veðurs og ófærðar.

Íþróttahátíð 18. janúar

Hrafnhildur Guðbjörnsdóttir | 17. janúar 2016

Íþróttahátíð 2016

-dagskrá

18:00       Innganga

18:05       3. og 4. bekkur – skólahreysti á móti foreldrum

18:20       1. og 2. bekkur – boðhlaup á móti foreldrum

18:30       1. og 2. bekkur – kasta í bolta í miðju

18:40       3. og 4. bekkur – brennó

18:50       Allir nemendur og foreldrar – skotbolti

19:00       5. – 7. bekkur – kíló

19:10       5. – 7. bekkur – brennó við foreldra

19:20       8. – 10. bekkur – dodgeball

19:30       8. – 10. bekkur – kínamúrinn á móti foreldrum

19:40       10. bekkur skorar á starfsmenn G.H. í Bandý

19:50       Val á íþróttamanni Strandabyggðar tilkynnt

 

A.T.H. Tímasetningar eru einungis til viðmiðunar og geta breyst án fyrirvara.

Gleðilegt nýtt ár 2016

Hrafnhildur Guðbjörnsdóttir | 03. janúar 2016
Mánudaginn 4. janúar er starfsdagur í Grunn- og Tónskólanum á Hólmavík en kennsla hefst samkvæmt stundaskrá þriðjudaginn 5. janúar 2016. 

Litlu jólin

Hrafnhildur Guðbjörnsdóttir | 16. desember 2015
Litlu jólin verða í Félagsheimilinu 17. desember, klukkan 13:00 - 15:00. Nemendur grunnskóla, tónskóla og elstu nemendur leikskóla sýna leik, söng og dansatriði á sviðinu. Að því loknu verður gengið í kringum jólatréð undir tónlistarflutningi hljómsveitarinnar Grunntóns sem skipuð er starfsmönnum skólanna. Jólasveinarnir láta sig ekki vanta og hafa boðað komu sína.

Allir eru hjartanlega velkomnir!

Sölutorg

Hrafnhildur Guðbjörnsdóttir | 22. október 2015
Sölutorg í lok þemadaga verður föstudaginn 23. október klukkan 13:00 - 14:00 á gangi gamla skólans. Þar selja nemendur afrakstur framleiðslu sinnar á þemadögunum. Hóflegt verð. Enginn posi. Kaffi og kökur til sölu.
Allur ágóði rennur til söfnunar fyrir leiktækjum á skólalóðinni.

Samræmd próf

Hrafnhildur Guðbjörnsdóttir | 21. september 2015
Vikuna 21. - 25. september eru samræmd könnunarpróf í 10., 7. og 4. bekk.
21. september - Íslenska 10. bekkur
22. september - Enska 10. bekkur
23. september - Stærðfræði 10. bekkur
24. september - Íslenska 4. og 7. bekkur
25. september - Stærðfræði 4. og 7. bekkur

Markmið prófanna er að kanna stöðu nemenda við upphaf ofangreindra bekkja og eru niðurstöðurnar ætlaðar grunnskólanum til úrvinnslu og til að hægt sé að bregðast við í einstökum þáttum eða einstaklingsmiðað. Ekki er tekið mið af samræmdum könnunarprófum við inntöku í framhaldsskóla.


Göngum í skólann

Hrafnhildur Guðbjörnsdóttir | 16. september 2015
Átakið Göngum í skólann er hafið. Segja má að margar flugur séu slegnar í einu höggi vegna þess að Norræna skólahlaupið er hlaupið í dag 16. september á degi náttúrunnar. Hlaupið verður um Borgirnar og um leið leystar nokkrar þrautir sem tengjast náttúrunni. Í boði er að fara 2,5 - 5 og 10 km. Engin tímataka er í gangi en hver keppir við sjálfan sig og miklu máli skiptir að svara sem flestum spurningum rétt á þrautablaðinu. Næstu daga verður sitthvað gert sem tengist hreyfingu, við fáum góða gestakennara og nemendur á hverju stigi skipuleggja hreyfingu fyrir aðra nemendur og starfsfólk.
http://www.gongumiskolann.is/

Í næstu viku höldum við áfram að ganga í skólann, hreyfa okkur og taka á móti góðum gestum en þá tekur skólinn þátt í hreyfivikunni Move Week. 
http://moveweek.eu/

Skákkennari

Hrafnhildur Guðbjörnsdóttir | 07. september 2015
Stefán Bergsson skákkennari heimsækir 3. og 4. bekk, 7. september en nemendurnir ásamt Kolbrúnu Þorsteinsdóttur umsjónarkennara taka þátt í verkefni Skáksambands Íslands - Kennari verður skákkennari. Klukkan 14:00 verður svo opin skákæfing fyrir alla nemendur skólans.
 
 

Tónlist fyrir alla

Hrafnhildur Guðbjörnsdóttir | 30. ágúst 2015
Tónlist fyrir alla verður 31. ágúst klukkan 11:00 í Hólmavíkurkirkju. Að þessu sinni eru það Sigga Eyrún og Kalli Olgeirs sem flytja gestum söngleikjadagskrá. 
Til að taka sem best á móti þeim ætlum við að reyna að læra eitt lítið erindi með ógnarlöngu orði, superkallifragilistikexpíallidósum.

Skemmtilegt starf í boði

Hrafnhildur Guðbjörnsdóttir | 19. ágúst 2015
Starfsmaður óskast í Skólaskjól sem er skipulögð frítímaþjónusta við börn í 1. - 4. bekk Grunnskólans á Hólmavík.  Áhersla er lögð á fjölbreytt, faglegt starf og þægilegt andrúmsloft sem einkennist af virðingu og leikgleði.

Daglegur vinnutími er frá klukkan 14:00 - 16:00 auk 30 mínútna við undirbúning og frágang. Starfið er undir faglegri umsjón tómstundafulltrúa Strandabyggðar í samstarfi við skólastjóra Grunnskólans á Hólmavík. 

Umsóknarfrestur er til 25. ágúst 2015. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst.

Nánari upplýsingar gefur Hrafnhildur Guðbjörnsdóttir, skólastjóri í síma 451 3430 eða skolastjori@strandabyggd.is
Eldri færslur

Bekkjavefir

Atburðadagatal

« September 2025 »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Næstu atburðir