A A A

Valmynd

Umhverfisţing

Hrafnhildur Guđbjörnsdóttir | 09. maí 2016
Sveitarfélagið Strandabyggð heldur Umhverfisþing á Hólmavík, miðvikudaginn 11. maí nk. Á þinginu kynnir Lína Björg Tryggvadóttir verkefnisstjóri hjá Fjórðungssambandi Vestfjarða umhverfisvottunarferli Earth Check sem öll sveitarfélög á Vestfjörðum taka þátt í. Stefán Gíslason, umhverfisstjórnunarfræðingur hjá UMÍS fjallar um verkefnið „Plaspokalausir Vestfirðir“ sem verið er að hleypa af stokkunum og framkvæmdastjóri Orkuseturs, Sigurður Ingi Friðleifsson talar um orkusparnað frá ýmsum hliðum....
Meira

Skólahreystiferđ

| 02. maí 2016
Í byrjun mars hélt unglingadeild skólans til Garðabæjar og keppti í Skólahreysti. Ekki komust þau á pall í þetta sinn en ferðin var skemmtileg og lærdómsrík. Hér er hægt að sjá myndir af okkar keppendum á mótinu.

Atvinna í bođi

Hrafnhildur Guđbjörnsdóttir | 15. apríl 2016

Grunnskólinn á Hólmavík

 

Lausar stöður kennara og stuðningsfulltrúa

við Grunnskólann á Hólmavík skólaárið 2016-2017

 

  • Staða íþróttakennara. Um er að ræða kennslu og þjálfun í samstarfi skólans og íþróttahreyfingarinnar á svæðinu. Meðal kennslugreina eru skólaíþróttir, sund, skólahreysti og þjálfun íþróttagreina.
  • Staða tónlistarkennara. Meðal kennslugreina er gítar, bassagítar, og trommur.
  • Staða grunnskólakennara. Meðal kennslugreina er enska, danska, stærðfræði og  náttúrugreinar.
  • Staða grunnskólakennara eða uppeldismenntaðs starfsmanns í sérkennslu. Þekking og reynsla í atferlisþjálfun og leyfisbréf á uppeldissviði er skilyrði.
  • Tvær stöður stuðningsfulltrúa. Um hlutastörf er að ræða.  Meðal þess sem felst í starfinu er vinna með nemendum í nánu samstarfi við umsjónarkennara og sérkennsluteymi.

 

Umsækjendur um kennarastarf þurfa að hafa leyfisbréf. Leitað er eftir einstaklingum með góða skipulagshæfileika og mikla hæfni í mannlegum samskiptum. Reynsla af teymisvinnu, samkennslu og áhugi á þróunarstarfi eru mikilvægir eiginleikar. Umsækjendur skulu hafa hreint sakavottorð.

Laun eru samkvæmt kjarasamningum LN og KÍ en samkvæmt kjarasamningum á almennum vinnumarkaði vegna stöðu stuðningsfulltrúa.

 

Umsóknarfrestur er til 30. apríl 2015.

 

 

Nánari upplýsingar veitir

Hrafnhildur Guðbjörnsdóttir, skólastjóri, sími 451 3430

 

Umsóknum með starfsferilsskrá og afrit prófskírteina þar sem við á ásamt upplýsingum um meðmælendur sendist Hrafnhildi Guðbjörnsdóttur á skolastjori@strandabyggd.is eða Grunnskólinn á Hólmavík, Skólabraut 20-22, 510 Hólmavík

 

Grunnskólinn á Hólmavík er samrekinn grunn- og tónskóli með um 60 nemendum í 1. – 10. bekk þar sem lögð er áhersla á einstaklingsmiðað nám og samvinnu.  Skólinn er  Grænfánaskóli og áhersla er lögð á umhverfismennt. Hefð er fyrir leiklist og tónlist í skólastarfinu og samvinnu við samfélagið. Við skólann starfar 20 manna samhentur hópur. Félagsmiðstöð ungmenna hefur aðstöðu í skólanum.

Í Strandabyggð búa tæplega 470 manns þar af 340 manns í þéttbýliskjarnanum Hólmavík. Á staðnum er öll almenn þjónusta, góður leikskóli og glæsileg íþróttamiðstöð ásamt sundlaug með aðstöðu fyrir alla aldurshópa. Fjölbreyttir útivistarmöguleikar eru til staðar og mikil náttúrufegurð. 

 

Lífiđ er blátt á mismunandi hátt

Hrafnhildur Guđbjörnsdóttir | 31. mars 2016

Klæðumst bláu á BLÁA DAGINN föstudaginn 1. apríl

Föstudaginn 1.apríl ætla nemendur og starfsfólk Grunnskólans á Hólmavík að klæðast bláu og vekja þannig athygli á málefnum einhverfra barna en blái liturinn hefur fest sig í sessi sem litur einhverfunnar um heim allan.

Hægt er að setja myndir á instagram og facebook og merkja þær með myllumerkinu #blarapril
Stöndum saman og fögnum fjölbreytileikanum.

Páskafrí og ball á Bessastöđum

Hrafnhildur Guđbjörnsdóttir | 18. mars 2016
Að loknum skóladegi í dag halda nemendur Grunn- og Tónskólans í páskafrí.
Síðustu daga hafa nemendur tekið virkan þátt í Barnamenningarhátíð, bæði staðið fyrir viðburðum og tekið þátt í því sem í boði er. Ekki er þó allt búið enn og Grunnskólinn á Hólmavík og Leikfélag Hólmavíkur frumsýna leikritið Ballið á Bessastöðum í Félagsheimilinu á Hólmavík 18. mars klukkan 20:00. Höfundur leikverks er Gerður Kristný og tónlistin er eftir Braga Valdimar Skúlason.
Önnur sýning verður klukkan 14:00 sunnudaginn 20. mars.
Þá koma nemendur Tónskólans fram laugardaginn 19. mars klukkan 12:00 í Félagsheimilinu ásamt Jóni Víðis töframanni og fleiri atriðum á Festivali Húllumhæ.
Kennsla hefst aftur eftir páska þriðjudag 29. apríl.

Bára Örk í 3.-4. sćti

Hrafnhildur Guđbjörnsdóttir | 15. mars 2016
Laugardaginn 12. mars 2016 voru afhent verðlaun og viðurkenningar þeim nemendum sem náðu bestum árangri í Stærðfræðikeppni grunnskólanna á Vesturlandi en hún var haldin 26. febrúar síðastliðinn.
Veður var með versta móti en þrátt fyrir það var mæting keppenda og aðstandenda þeirra góð.
Peningaverðlaun voru fyrir efstu þrjú sætin í hverjum bekk en 10 efstu fengu sérstök viðurkenningarskjöl....
Meira

Skólahreysti

| 08. mars 2016
Á morgun, miðvikudaginn 9. mars, munu 6 nemendur Grunnskólans á Hólmavík úr 8. - 10. bekk keppa í Skólahreysti í Mýrinni í Garðabæ kl. 13:00. Sigurgeir Guðbrandson og Harpa Dögg Halldórsdóttir munu keppa í hraðabraut, Ingibjörg Jónsdóttir og Guðbjartur Þór Elíasson keppa í einstaklingsgreinum, Alma Ágústsdóttir og Vilhjálmur John Gray eru varamenn. Við hvetjum alla þá sem geta að mæta á svæðið og hvetja keppendur okkar til dáða.

Kynning á dreifnámi FNV

Hrafnhildur Guđbjörnsdóttir | 08. mars 2016
Kynning fyrir foreldra, nemendur í 8. - 10. bekk og aðra sem áhuga hafa verður í setustofu Grunnskólans á Hólmavíkfimmtudaginn 10. mars klukkan 11:00. Á fundinn mæta Þorkell V. Þorsteinsson aðstoðarskólameistari, Margrét Helga Hallsdóttir námsráðgjafi, Eiríkur Valdimarsson umsjónarmaður dreifnáms á Hólmavík auk fulltrúa nemendafélagsins. 

Stóra upplestrarkeppnin

Hrafnhildur Guđbjörnsdóttir | 02. mars 2016
Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar á Ströndum og í Reykhólasveit verður miðvikudaginn 2. mars klukkan 17:00 í Félagsheimilinu á Hólmavík.
Nemendur í 7. bekk úr Grunnskólanum á Drangsnesi, Reykhólaskóla og Grunnskólanum á Hólmavík lesa upp fyrir gesti og keppa um leið að veglegum verðlaunum. Dómnefnd skipa fulltrúi Radda, samtaka um vandaðan upplestur og framsögn og einstaklingar úr héraði. Nemendur úr unglingadeild Grunnskólans á Hólmavík flytja tónlist  og kaffi og meðlæti er í boði foreldra í 7. bekk.
Allir velkomnir! 

Enginn skólaakstur í dag 16. febrúar

Hrafnhildur Guđbjörnsdóttir | 16. febrúar 2016
Athugið að skólahald verður í Grunnskólanum á Hólmavík í dag en foreldrar beðnir að tilkynna í síma 451 3430 kjósi þeir að hafa börnin heima.

Skólaakstur úr Kollafirði og Tungusveit og af Langadalsströnd fellur niður í dag vegna veðurs.  
Eldri fćrslur

Bekkjavefir

Atburđadagatal

« September 2025 »
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nćstu atburđir