Umhverfisţing
Meira
Grunnskólinn á Hólmavík
Lausar stöður kennara og stuðningsfulltrúa
við Grunnskólann á Hólmavík skólaárið 2016-2017
Umsækjendur um kennarastarf þurfa að hafa leyfisbréf. Leitað er eftir einstaklingum með góða skipulagshæfileika og mikla hæfni í mannlegum samskiptum. Reynsla af teymisvinnu, samkennslu og áhugi á þróunarstarfi eru mikilvægir eiginleikar. Umsækjendur skulu hafa hreint sakavottorð.
Laun eru samkvæmt kjarasamningum LN og KÍ en samkvæmt kjarasamningum á almennum vinnumarkaði vegna stöðu stuðningsfulltrúa.
Umsóknarfrestur er til 30. apríl 2015.
Nánari upplýsingar veitir
Hrafnhildur Guðbjörnsdóttir, skólastjóri, sími 451 3430
Umsóknum með starfsferilsskrá og afrit prófskírteina þar sem við á ásamt upplýsingum um meðmælendur sendist Hrafnhildi Guðbjörnsdóttur á skolastjori@strandabyggd.is eða Grunnskólinn á Hólmavík, Skólabraut 20-22, 510 Hólmavík
Grunnskólinn á Hólmavík er samrekinn grunn- og tónskóli með um 60 nemendum í 1. – 10. bekk þar sem lögð er áhersla á einstaklingsmiðað nám og samvinnu. Skólinn er Grænfánaskóli og áhersla er lögð á umhverfismennt. Hefð er fyrir leiklist og tónlist í skólastarfinu og samvinnu við samfélagið. Við skólann starfar 20 manna samhentur hópur. Félagsmiðstöð ungmenna hefur aðstöðu í skólanum.
Í Strandabyggð búa tæplega 470 manns þar af 340 manns í þéttbýliskjarnanum Hólmavík. Á staðnum er öll almenn þjónusta, góður leikskóli og glæsileg íþróttamiðstöð ásamt sundlaug með aðstöðu fyrir alla aldurshópa. Fjölbreyttir útivistarmöguleikar eru til staðar og mikil náttúrufegurð.
Klæðumst bláu á BLÁA DAGINN föstudaginn 1. apríl
Föstudaginn 1.apríl ætla nemendur og starfsfólk Grunnskólans á Hólmavík að klæðast bláu og vekja þannig athygli á málefnum einhverfra barna en blái liturinn hefur fest sig í sessi sem litur einhverfunnar um heim allan.
Hægt er að setja myndir á instagram og facebook og merkja þær með myllumerkinu #blarapril
Stöndum saman og fögnum fjölbreytileikanum.