A A A

Valmynd

Atvinna í bođi

Hrafnhildur Guđbjörnsdóttir | 15. apríl 2016

Grunnskólinn á Hólmavík

 

Lausar stöður kennara og stuðningsfulltrúa

við Grunnskólann á Hólmavík skólaárið 2016-2017

 

  • Staða íþróttakennara. Um er að ræða kennslu og þjálfun í samstarfi skólans og íþróttahreyfingarinnar á svæðinu. Meðal kennslugreina eru skólaíþróttir, sund, skólahreysti og þjálfun íþróttagreina.
  • Staða tónlistarkennara. Meðal kennslugreina er gítar, bassagítar, og trommur.
  • Staða grunnskólakennara. Meðal kennslugreina er enska, danska, stærðfræði og  náttúrugreinar.
  • Staða grunnskólakennara eða uppeldismenntaðs starfsmanns í sérkennslu. Þekking og reynsla í atferlisþjálfun og leyfisbréf á uppeldissviði er skilyrði.
  • Tvær stöður stuðningsfulltrúa. Um hlutastörf er að ræða.  Meðal þess sem felst í starfinu er vinna með nemendum í nánu samstarfi við umsjónarkennara og sérkennsluteymi.

 

Umsækjendur um kennarastarf þurfa að hafa leyfisbréf. Leitað er eftir einstaklingum með góða skipulagshæfileika og mikla hæfni í mannlegum samskiptum. Reynsla af teymisvinnu, samkennslu og áhugi á þróunarstarfi eru mikilvægir eiginleikar. Umsækjendur skulu hafa hreint sakavottorð.

Laun eru samkvæmt kjarasamningum LN og KÍ en samkvæmt kjarasamningum á almennum vinnumarkaði vegna stöðu stuðningsfulltrúa.

 

Umsóknarfrestur er til 30. apríl 2015.

 

 

Nánari upplýsingar veitir

Hrafnhildur Guðbjörnsdóttir, skólastjóri, sími 451 3430

 

Umsóknum með starfsferilsskrá og afrit prófskírteina þar sem við á ásamt upplýsingum um meðmælendur sendist Hrafnhildi Guðbjörnsdóttur á skolastjori@strandabyggd.is eða Grunnskólinn á Hólmavík, Skólabraut 20-22, 510 Hólmavík

 

Grunnskólinn á Hólmavík er samrekinn grunn- og tónskóli með um 60 nemendum í 1. – 10. bekk þar sem lögð er áhersla á einstaklingsmiðað nám og samvinnu.  Skólinn er  Grænfánaskóli og áhersla er lögð á umhverfismennt. Hefð er fyrir leiklist og tónlist í skólastarfinu og samvinnu við samfélagið. Við skólann starfar 20 manna samhentur hópur. Félagsmiðstöð ungmenna hefur aðstöðu í skólanum.

Í Strandabyggð búa tæplega 470 manns þar af 340 manns í þéttbýliskjarnanum Hólmavík. Á staðnum er öll almenn þjónusta, góður leikskóli og glæsileg íþróttamiðstöð ásamt sundlaug með aðstöðu fyrir alla aldurshópa. Fjölbreyttir útivistarmöguleikar eru til staðar og mikil náttúrufegurð. 

 

Bekkjavefir

Atburđadagatal

« Apríl 2024 »
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nćstu atburđir