A A A

Valmynd

TABÚ á Drangsnesi

Hrafnhildur Guđbjörnsdóttir | 24. október 2016

Föstudaginn 28. október heimsækja þær Freyja Haraldsdóttir og Embla Guðrúnardóttir Ágústsdóttir Grunnskólann á Drangsnesi og ætla að fræða nemendur, kennara og aðra áhugasama um fötlunarfordóma og mannréttindi í Félagsheimili
Grunnskólanum á Hólmavík hefur verið boðið að taka þátt í TABÚ deginum og stefnt er að því að allir fari með skólabíl á Drangsnes.
Klukkan 10:30 - 12:00 er fræðsla fyrir 11 ára og yngri
Klukkan 13:00 - 14:30 er fræðsla fyrir 12 ára og eldri. Á sama tíma býðst starfsfólki, foreldrum og öðrum áhugasömum að mæta.
Nánari upplýsingar um tilhögun ferða frá Hólmavík verða sendar foreldrum í tölvupósti.
Hægt er að kynna sér TABÚ á www.tabu.is


Fjármálavit

Hrafnhildur Guđbjörnsdóttir | 13. október 2016
Samtökin  fjármálafyrirtækja hafa undanfarin tvö ár staðið fyrir skólaheimsóknum í 10. bekki með námsefni um fjármál - FjármálavitNámsefnið er þróað í samstarfi við kennaranema og er ætlað að mæta þörfinni á samræmdu kennsluefni í fjármálafræðslu í grunnskólum.
Fjármálavit heimsótti nemendur Grunnskólanna á Hólmavík og Reykhólum í Hnyðju 13. október

Foreldrafundur - Heimsókn Menntamálastofnunar

Hrafnhildur Guđbjörnsdóttir | 28. september 2016
Foreldrafundur með lestrarráðgjöfum Menntamálastofnunar verður klukkan 17:00 í Grunnskólanum á Hólmavík.

Vegna fundar Menntamálastofnunar með kennurum Grunnskólans á Hólmavík fellur öll kennsla niður klukkan 14:00-16:00. Skólabíll fer frá skólanum klukkan 14:00.

Norrćna skólahlaupiđ og Göngum í skólann

Hrafnhildur Guđbjörnsdóttir | 28. september 2016
Norræna skólahlaupið verður 28. september klukkan 13:20. Hlaupið verður í Borgunum og hægt að fara mismunandi vegalengdir 2,5 - 5 eða 10 km. Að hlaupi loknu halda nemendur heim.
29. september hefst svo átakið Göngum í skólann. Það stendur yfir í eina viku og lýkur fimmtudaginn 6. október. Á sama tíma eru allir hvattir til að ganga í skóla og ganga til vinnu sé þess einhver kostur. Skólabíll stöðvar við Félagsheimili og nemendur ganga þaðan. 

Ađalfundur foreldrafélagsins

Hrafnhildur Guđbjörnsdóttir | 07. september 2016
Aðalfundur foreldrafélags Grunnskólans á Hólmavík verður haldinn í Hnyðju miðvikudaginn 14. september klukkan 20:30.
Dagskrá:
1. Skýrsla formanns
2. Ársreikningur
3. Val á nýjum stjórnarmönnum
4. Val á bekkjarfulltrúum
5. Val á fulltrúa í Grænfánanefnd
6. Önnur mál
Foreldrafélagið er skemmtilegur og uppbyggilegur vettvangur fyrir þá sem vilja láta gott af sér leiða í skólaumhverfinu og óskum við eindregið eftir fólki til starfa bæði í stjórn og sem bekkjafulltrúar
Stjórnin

Heimili og skóli - Kynning fyrir foreldra

Hrafnhildur Guđbjörnsdóttir | 05. september 2016
Kynning fyrir foreldra á Læsissáttmála Heimilis og skóla verður í Félagsheimilinu á Hólmavík fimmtudaginn 8. september klukkan 18:00.
Vonumst til að sjá ykkur öll.

Heimili og skóli 
Landssamtök foreldra

Skólasetning Grunnskólans á Hólmavík

Hrafnhildur Guđbjörnsdóttir | 18. ágúst 2016
Grunnskólinn á Hólmavík verður settur mánudaginn 22. ágúst klukkan 12:00 í Hólmavíkurkirkju. Að setningu lokinni verður gengið í skólann þar sem nemendur hitta umsjónarkennara sína í kennslustofu bekkjarins.
Starfsfólk Grunnskólans á Hólmavík hlakkar til samstarfsins skólaárið 2016-2017. 

Skólasetning 22. ágúst - ritfangapakki.

Hrafnhildur Guđbjörnsdóttir | 07. ágúst 2016
Nú líður að því að skólaárið 2016 - 2017 hefjist en starfsfólk Grunnskólans á Hólmavík mætir til undirbúningsvinnu mánudaginn 15. ágúst nk. Skólasetning verður mánudaginn 22. ágúst klukkan 12:00 og skólastarfið hefst samkvæmt stundaskrá daginn eftir.
Líkt og síðastliðið haust býðst foreldrum að kaupa ritfangapakka á hagstæðu verði fyrir nemendur í skólanum.
Nánari upplýsingar þegar nær dregur. Njótum sumardaganna og leikum okkur sem mest.



 

Skólaslit

Hrafnhildur Guđbjörnsdóttir | 01. júní 2016
Skólaslit Grunn- og Tónskólans á Hólmavík verða föstudaginn 3. júní klukkan 12:00 í Hólmavíkurkirkju.
Allir velkomnir

Tónleikar

Hrafnhildur Guđbjörnsdóttir | 12. maí 2016
Vortónleikar Tónskólans á Hólmavík verða haldnir miðvikudaginn 18. maí klukkan 19:30 í Hólmavíkurkirkju. Nemendur flytja fjölbreytta tónlist eins og þeim einum er lagið. Stjórnendur eru Vera Ósk Steinsen og Gunnur Arndís Halldórsdóttir.

Allir velkomnir
Eldri fćrslur

Bekkjavefir

Atburđadagatal

« September 2025 »
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nćstu atburđir