Sumarfrí.

Leikskólinn Lækjarbrekka | 21. júní 2013
Leikskólinn lokar vegna sumarleyfa frá deginum í dag og opnar aftur kl 12.00 þann 29. Júlí næstkomandi.Við óskum öllum gleðið og gamans í sumarfríinu og hittumst hress að því loknu.

Afmælisstelpa

Leikskólinn Lækjarbrekka | 21. júní 2013
Hrafnhildur Sara verður 4ára þann 22.júní.  Í dag sungum við fyrir hana afmælissöngin og hún fékk fína kórónu.Innilega til hamingju með afmælið elsku Hrafnhildur Sara.

Útskrift og Grilldagur.

Leikskólinn Lækjarbrekka | 14. júní 2013
« 1 af 3 »
Í dag var útskrift 5ára nema og grillhátíð hér í leikskólanum.Veðrið lék við okkur og allir skemmtu sér vel og fóru héðan saddir og sælir.

Hreinsunardagur

Salbjörg Engilbertsdóttir | 12. júní 2013

Laugardaginn 15. júní verður haldinn hreinsunardagur á Hólmavík.  Þá er kjörið tækifæri fyrir íbúa kauptúnsins að hreinsa í kringum hús sín og á opnum svæðum í hverfum sínum og sjá til þess að bærinn verði skínandi hreinn og fínn. 

 Forsvarsmenn fyrirtækja í bænum eru ennfremur hvattir til að hreinsa og fegra umhverfi sitt eins og mögulegt er. 

Tökum á móti sumri með hreinum og snyrtilegum bæ.

 

Starfsmenn Áhaldahúss munu fara um bæinn á laugardaginn og hirða garðaúrgang og rusl á eftirfarandi tímum:

-14:00 Bláa hverfið

-15:00 Appelsínugula hverfið

-16:00 Rauða hverfið

gönguferð eldri deildar 12.júní.

Leikskólinn Lækjarbrekka | 12. júní 2013
Eldri deildin skellti sér í fjöruferð í dag.  Þau æltuðu að leita að gulli sem hægt væri að nota til þess að skreyta á grilldaginn.Afraksturinn verður vonandi til sýnis þann 14. júní. í garðinum.

Gönguferð yngri deildar 11.júní

Leikskólinn Lækjarbrekka | 12. júní 2013
Nú er sumarið loksins að koma almennilega og þá skella leikskólabörnin sér í gönguferðir að líta á umhverfið.

Útskriftarferð 5ára hóps

Leikskólinn Lækjarbrekka | 12. júní 2013
Fimmtudaginn 6.júní fór 5ára hópur í útskriftarferð.  Fyrst var farið í sund í Bjarnafjörð og þaðan beint í fjöruferð.Við enduðum svo í hamborgara á Malarkaffi.Allir skemmtu sér konunglega í ferðinni.

Vordagur í Grunnskólanum.

Leikskólinn Lækjarbrekka | 12. júní 2013
« 1 af 4 »
Eldri deild leikskólans og elstu börnin af yngri deild skelltu sér í heimsókn í Grunnskólann á vordaginn.

Hjóladagur

Leikskólinn Lækjarbrekka | 12. júní 2013
Þann 4.júní síðastliðin var hjóladagur hérna hjá okkur á Lækjarbrekku.Stefán lögregluþjónn koma í heimsókn og við fegnum að heyra í sírenunum.Allir hjóluðu um planið og voru með hjálm.

Björn Sigurður 5 ára

Leikskólinn Lækjarbrekka | 06. júní 2013
Hann Björn Sigurður er fimm ára í dag. Hann fékk kórónu og við sungum fyrir hann afmælissönginn. Til hamingju með afmælið :o)
Eldri færslur
Vefumsjón