Útskrift og Grilldagur.

Leikskólinn Lækjarbrekka | 14. júní 2013
« 1 af 3 »
Í dag var útskrift 5ára nema og grillhátíð hér í leikskólanum.Veðrið lék við okkur og allir skemmtu sér vel og fóru héðan saddir og sælir.

Hreinsunardagur

Salbjörg Engilbertsdóttir | 12. júní 2013

Laugardaginn 15. júní verður haldinn hreinsunardagur á Hólmavík.  Þá er kjörið tækifæri fyrir íbúa kauptúnsins að hreinsa í kringum hús sín og á opnum svæðum í hverfum sínum og sjá til þess að bærinn verði skínandi hreinn og fínn. 

 Forsvarsmenn fyrirtækja í bænum eru ennfremur hvattir til að hreinsa og fegra umhverfi sitt eins og mögulegt er. 

Tökum á móti sumri með hreinum og snyrtilegum bæ.

 

Starfsmenn Áhaldahúss munu fara um bæinn á laugardaginn og hirða garðaúrgang og rusl á eftirfarandi tímum:

-14:00 Bláa hverfið

-15:00 Appelsínugula hverfið

-16:00 Rauða hverfið

gönguferð eldri deildar 12.júní.

Leikskólinn Lækjarbrekka | 12. júní 2013
Eldri deildin skellti sér í fjöruferð í dag.  Þau æltuðu að leita að gulli sem hægt væri að nota til þess að skreyta á grilldaginn.Afraksturinn verður vonandi til sýnis þann 14. júní. í garðinum.

Gönguferð yngri deildar 11.júní

Leikskólinn Lækjarbrekka | 12. júní 2013
Nú er sumarið loksins að koma almennilega og þá skella leikskólabörnin sér í gönguferðir að líta á umhverfið.

Útskriftarferð 5ára hóps

Leikskólinn Lækjarbrekka | 12. júní 2013
Fimmtudaginn 6.júní fór 5ára hópur í útskriftarferð.  Fyrst var farið í sund í Bjarnafjörð og þaðan beint í fjöruferð.Við enduðum svo í hamborgara á Malarkaffi.Allir skemmtu sér konunglega í ferðinni.

Vordagur í Grunnskólanum.

Leikskólinn Lækjarbrekka | 12. júní 2013
« 1 af 4 »
Eldri deild leikskólans og elstu börnin af yngri deild skelltu sér í heimsókn í Grunnskólann á vordaginn.

Hjóladagur

Leikskólinn Lækjarbrekka | 12. júní 2013
Þann 4.júní síðastliðin var hjóladagur hérna hjá okkur á Lækjarbrekku.Stefán lögregluþjónn koma í heimsókn og við fegnum að heyra í sírenunum.Allir hjóluðu um planið og voru með hjálm.

Björn Sigurður 5 ára

Leikskólinn Lækjarbrekka | 06. júní 2013
Hann Björn Sigurður er fimm ára í dag. Hann fékk kórónu og við sungum fyrir hann afmælissönginn. Til hamingju með afmælið :o)

Hjóladagur.

Leikskólinn Lækjarbrekka | 04. júní 2013
Á morgun miðvikudag, verður hjóladagur hjá okkur á Lækjarbrekku.  Börnin koma með hjólin sín og hjálma að heiman og við leikum okkur á hjólum á planinu fyrir framan Braggann.  Lögreglan kíkir líka á okkur og spjallar við börnin og kíkir á hjól og hjálma. 

Atvinnuauglýsing

Leikskólinn Lækjarbrekka | 03. júní 2013

Laus störf við Leikskólann Lækjarbrekku

Leikskólinn Lækjarbrekka auglýsir eftir leikskólakennurum eða leiðbeinendum til starfa. Við leikskólann er unnið metnaðarfullt starf þar sem barnið er í brennidepli. Leitað er eftir öflugum starfskröftum sem hafa gaman af vinnu með börnum, búa yfir góðri samskiptahæfni og hafa ríka þjónustulund. Einnig er skipulagshæfni og jákvæðni mikilvægur kostur. Starfsmenn þurfa að geta hafið störf mánudaginn 29.júlí, þegar leikskólinn hefur starfssemi sína aftur að sumarleyfi loknu.


Nánari starfslýsingar er hægt að nálgast á skrifstofu leikskólastjóra eða í síma 451 3411. Einnig er hægt að senda tölvupóst á leikskólastjóra í netfangið leikskolastjori@holmavik.is. Umsækjendur eru beðnir um að skila inn umsóknum á skrifstofu sveitarfélagsins að Höfðagötu 3 eða til leikskólastjóra, ásamt ferilskrá og meðmælendum fyrir kl. 12:00 á hádegi föstudaginn 21. júní 2013. Þeir sem eiga eldri umsóknir um störf á leikskólanum Lækjarbrekku eru beðnir um að endurnýja umsóknir sínar. Leikskólastjóri áskilur sér rétt til að hafna öllum umsóknum standist þær ekki kröfur.

Eldri færslur
Vefumsjón