Lækjarbrekka 25 ára

Leikskólinn Lækjarbrekka | 30. október 2013
Leikskólinn Lækjarbrekka verður 25 ára á morgun fimmtudaginn 31.október. Í tilefni þess verður opið hús frá kl. 8.00-11.00 þar sem börn, starfsmenn og foreldrafélagið bjóða uppá morgunverð. Allir velkomnir og við hlökkum til að sjá ykkur.

Afmælisbarn

Leikskólinn Lækjarbrekka | 23. október 2013
Hann Valdimar varð 2ja ára á mánudaginn síðastliðinn.  Í dag fékk hann fína kórónu og við sungum fyrir hann afmælissönginn
Innilega til hamingju með afmælið elsku Valdimar okkar.

Fyrirlestur og fleira skemmtilegt

Leikskólinn Lækjarbrekka | 18. október 2013
Fyrirlestur verður í félagsheimilinu á Hólmavík fimmtudaginn 24.október kl. 17.00-20.00
Þorsteinn J. Vilhjálmsson ræðir um frumkvæði og leggur út frá spurningunum :
Hvað get ég gert betur í mínum aðstæðum eins og þær eru ?
Hverju get ég breytt, hvað get ég lagt að mörkum ?
" Frumkvæði er ekki bara eitthvert orð. Það er farsæl leið til að blómstra í starfi og hafa skapandi áhrif á umhverfi sitt, hverjar sem aðstæðurnar eru " segir Þorsteinn.

Við viljum hvetja sem flesta að koma á fyrirlesturinn, sem ég veit að verður bæði áhugaverður og skemmtilegur.

Næsta vika verður Vinavika hjá okkur og eru börnin byrjuð að æfa vinalögin. Alþjóðlegi Bangsadagurinn verður n.k
föstudag 25. okt og þá mega börnin koma með bangsann sinn í leikskólann.

Ég vil svo þakka foreldrum fyrir góða mætingu í foreldraviðtölin og þakka ennfremur jákvætt viðhorf til leikskólans.

Góða helgi öll sömul og njótið helgarinnar.



Bleikur dagur og dagur skjaldbökunar.

Leikskólinn Lækjarbrekka | 10. október 2013
Á morgun föstudag 11. október er bleiki dagurinn og viljum við hvetja alla til að klæðast bleiku þann dag .
Dagur skjaldbökunar er laugardaginn 12. október og eru börnin í óða önn að útbúa listaverk sem verða synd í Hnyðju.

Harmonikkuball

Leikskólinn Lækjarbrekka | 02. október 2013
Það var mikið stuð hjá okkur í morgun þegar slegið var upp harmonikkuballi í Álfakoti.
Undanfarnar vikur höfum við verið að æfa okkur í að syngja og dansa eins og Óla skans,
tvö skref til hægri, fyrst á réttunni og fleiri lög.
Í dag kom svo Viðar hingað og við slóum upp harmonikkuballi í Álfakoti.
Allir voru mjög duglegir að syngja og dansa.
Allir fengu síðan að prufa að spila aðeins á sjá hvernig þessi harmonikka virkaði.
Þetta var hin besta skemmtun og við þökkum Viðari kærlega fyrir komuna og spiliríið.

Harmonika

Leikskólinn Lækjarbrekka | 01. október 2013
Á morgun miðvikudag 2.október fáum við kynningu á harmonikuleik.

Einnig viljum við minna á starfsdaginn á föstudaginn 4.október þá er leikskólinn lokaður.

Foreldrafundur

Leikskólinn Lækjarbrekka | 25. september 2013
Foreldrafundur verður fimmtudaginn 26. september kl. 19.30.
Kynning á skóladagatali og námsskrá barnanna n.k skólaár.
Hlökkum til að sjá ykkur öll.

Dagur náttúrunnar

Leikskólinn Lækjarbrekka | 16. september 2013
Í dag 16.september er dagur náttúrunnar.  Í tilefni dagsins var farið í gönguferð að leita að haustlitunum í náttúrunni og tína laufblöð og blóm til að nota í föndur. 

Afmælisstelpa

Leikskólinn Lækjarbrekka | 13. september 2013

Hún Jóhanna Margrét er 4ára í dag.  Í söngstund sungum við fyrir hana afmælissöngin og hún fékk fína kórónu
Innilega til hamingju með 4ára afmælið elsku Jóhanna okkar.

Afmælisstelpa

Leikskólinn Lækjarbrekka | 06. september 2013
Á morgun verður hún Sunna 5ára.  Í dag fékk hún fína kórónu og við sungum fyrir hana afmælissönginn
Innilega til hamingju með 5ára afmælið elsku Sunna okkar
Eldri færslur
Vefumsjón