Vetrarvísur

Frost er úti
Frost er úti fuglinn minn,
ég finn hvað þér er kalt.
Nærðu engu' í nefið þitt
því nú er frosið allt.
En ef þú bíður augnablik
ég ætla' að flýta mér
og biðja' hana mömmu mína
um mylsnu handa þér.Krummavísa
Krummi krunkar úti,
kallar á nafna sinn:
,,Ég fann höfuð af hrúti
hrygg og gæruskinn."
:/:Komdu nú og kroppaðu með mér,
krummi nafni minn.:/:Krummi svaf í klettagjá
(Jón Thoroddsen)
Krummi svaf í klettagjá,
kaldri vetrar nóttu á,
::verður margt að meini::
Fyrr en dagur fagur rann
freðið nefið dregur hann
::undan stórum steini::

Allt er frosið úti gor,
ekkert fæst við ströndu mor
::svengd er metti mína,::
ef að húsum heim ég fer
heimafrakkur bannar mér
::seppi úr sorpi að tína.::

 

Á sér krummi ýfði stél,
einnig brýndi gogginn vel,
::flaug úr fjallagjótum,::
lítur yfir byggð og bú,
á bæjum fyrr en vakna hjú,
::veifar vængjum skjótum.::


Sálaður á síðu lá
sauður feitur garði hjá
::fyrrum frár á velli.::
Krunk krunk, nafnar, komið hér
krunk krunk, því oss búin er
:: krás á köldu svelli. ::

Vefumsjón