Vetrarvísur

Frost er úti
Frost er úti fuglinn minn,
ég finn hvað þér er kalt.
Nærðu engu' í nefið þitt
því nú er frosið allt.
En ef þú bíður augnablik
ég ætla' að flýta mér
og biðja' hana mömmu mína
um mylsnu handa þér.



Krummavísa
Krummi krunkar úti,
kallar á nafna sinn:
,,Ég fann höfuð af hrúti
hrygg og gæruskinn."
:/:Komdu nú og kroppaðu með mér,
krummi nafni minn.:/:



Krummi svaf í klettagjá
(Jón Thoroddsen)
Krummi svaf í klettagjá,
kaldri vetrar nóttu á,
::verður margt að meini::
Fyrr en dagur fagur rann
freðið nefið dregur hann
::undan stórum steini::

Allt er frosið úti gor,
ekkert fæst við ströndu mor
::svengd er metti mína,::
ef að húsum heim ég fer
heimafrakkur bannar mér
::seppi úr sorpi að tína.::

 

Á sér krummi ýfði stél,
einnig brýndi gogginn vel,
::flaug úr fjallagjótum,::
lítur yfir byggð og bú,
á bæjum fyrr en vakna hjú,
::veifar vængjum skjótum.::


Sálaður á síðu lá
sauður feitur garði hjá
::fyrrum frár á velli.::
Krunk krunk, nafnar, komið hér
krunk krunk, því oss búin er
:: krás á köldu svelli. ::

Vefumsjón