Þróunarverkefni

 • Endurskoðun skólanámskrár. Skólanámskrá er árlega til endurskoðunar.

 • Læissverkefni klárast haustið 2017 og verður unnið áfram eftir þeim áherslum, skimunum, sem í handbókinni eru einnig verður” Lubbi finnur málbein” áfram og verður markviss þáttur í starfi skólans.

 • Starfsleikni - Steinunn

Barnaheill - Blær bangsi verkefni í forvörnum gegn einelti.

Úrbótaáætlun (úr Innra mati)

Verður unnið samhliða endurgerð skólanámskrár veturinn 2017-2018

 

Mat á skólastarfi

Verður unnið samhliða endurgerð skólanámskrár veturinn 2017-2018

Ytra mat

Verður unnið samhliða endurgerð skólanámskrár veturinn 2017-2018

 

Þörf á símenntun.

Ár hvert metur skólastjóri þörf á símenntun í samráði við starfsmenn og út frá áherslum skólans í starfsmannaviðtali. Leikskólastjóri fylgist með að símenntun sé sinnt og heldur utan um þá símenntun sem starfsmenn taka þátt í og eru á vegum skólans.


Helstu áhersluþættir skólaárið 2017-2018 eru:

 • Fræðsla til starfsfólks, nýtist í starfi.

Símenntun getur falist í:

 • Námskeiðum og starfsdögum sem eru í boðið fyrir kennara og starfsfólk.

 • Ráðstefnum og fræðslufundum.

 • Jafningjafræðslu.

 • Lestur fagbóka og fagsíðna.

 • Áhorf myndbanda á netinu.

 • Formlegt framhaldsnám.  

 

Sérstakar áherslur vetrarins 2017-2018

Vinátta - Fri for mobberi, forvarnarverkefni gegn einelti.

Markmið vináttu er að

 • Að koma í veg fyrir og minnka einelti í leikskólum og skólum.

 • Að starf skólanna, áætlanir og viðhorf tryggi börnum umhverfi þar sem einelti nær ekki að þrífast.

 • Að þróa nýjar aðferðir og verkfæri til forvarnar fyrir leikskóla og yngstu bekki grunnskóla.

 • Að stuðla að rannsóknum á einelti


Vinátta leggur áherslu á þátttöku foreldra og að hinir fullorðnu, starfsfólk og foreldrar, séu góðar fyrirmyndir barnanna. Sérstaklega er hugað að viðkvæmum börnum og minnihlutahópum og foreldrum þeirra. Vinátta byggist því á að efla styrkleika hvers einstaklings, byggja upp jákvæð samskipti og góðan skólabrag. Stríðni og einelti þekkist hjá börnum í leikskólum allt frá þriggja ára aldri “ þú mátt ekki vera með í leiknum,...ég vil ekki leiða þig…”

Mikilvægt að takast á við og fyrirbyggja slíkt og búa börnum umhverfi þar sem einelti nær ekki að þrífast.

Ábyrgðin er okkar hinna fullorðnu að jarðvegur skapist ekki fyrir einelti, tryggja í barnahópnum góðan félagsanda, skólabrag og samkennd, margbreytileikinn sé virtur og að vera góð fyrirmynd í orði og verki.

 

Umhverfisstefna

Á grænni grein. Leikskólinn Lækjarbrekka er í verkefninu „Skólar á grænni grein“, það er alþjóðlegt verkefni sem er á vegum Foundation for Enviromental Education, Landvernd er aðili að þessum samtökum og hefur umsjón og eftirlit með verkefninu hér á landi. Leikskólinn Lækjarbrekka hefur náð öðrum áfanga. Nemendur leikskólans eru að vinna í aukinni menntun og þekkingu á náttúrunni, umhverfinu og umgengni. Bætt umgengni, flokkun, moltugerð og orka eru þau atriði sem við höfum tekið fyrir enn sem komið er. Unnið verður áfram á þeirri braut ásamt því að taka inn önnur áhersluatriði hjá Landvernd.Veturinn 2017-2018 verður unnið með átthaga.

Þegar farið var í það verkefni sem grænfáninn er var samið lag fyrir leikskólann til að sýna að okkur er ekki sama hvernig gengið er um bæinn okkar, Hólmavík.

Lag Lækjarbrekku

(texti sunginn við „You are my sunshine“)

„Það er svo gaman á Lækjarbrekku

að vinna saman og flokka sorp.

Þá verður Hólmavíkin okkar

miklu betra og fallegra þorp.“

Höf.texta. Steinunn M. Eysteinsdóttir

 uppfært 29.sept.2017
Vefumsjón