Um leikskólann Lækjarbrekku

Hagnýtar upplýsingar

Heimilisfang: Brunngata 2, 510 Hólmavík.

Heimasíða skólans: http://www.strandabyggd.is/leikskolinn

Netfang skólans: skolastjori@strandabyggd.is eða Barbara@strandabyggd.is

Sími í leikskóla:  4513411

Sími á skólastjóraskrifstofu: 4513430

Skólastjóri samrekins leik- og grunnskóla: Hrafnhildur Guðbjörnsdóttir

Deildarstjóri Leikskóla: Barbara Ósk Guðbjartsdóttir



Einkunnarorð Lækjarbrekku eru: Gleði, virðing og vinátta.

  

Upplýsingar til foreldra frá leikskólanum fara með tölvupósti, skilaboðum á Karellen og einnig á upplýsingatöflum í fataklefum leikskólans. Mikilvægt er að fylgjast vel með upplýsingatöflunni.

 

Upplýsingaflæði

 

Starfsfólk leikskólans á eftir fremsta megni að hafa gott upplýsingaflæði. Heimasíða fyrir leikskólann er starfrækt á vef Strandabyggðar. Foreldrar leikskólabarna eru með foreldrahóp á Facebook þar sem þeir geta spjallað saman. Tilkynningatöflur hanga uppi  í anddyri leikskólans á báðum deildum. Tölvupóstar eru reglulega sendir út til að upplýsa foreldra um óhefðbundið leikskólastarf sem kemur til með að eiga sér stað á næstunni. Þá er nýbúið að taka upp skráningarforrit sem heitir Karellen, en þar er hægt að skrá ítarlegar upplýsingar fyrir hvert barn s.s. hvað það borðaði, hvenær það sofnaði, myndir o.fl. þær upplýsingar eru einungis aðgengilegar foreldrum barnsins.

 

Einnig er hægt að skrifa skilaboð til foreldra þar inni, hvort sem skilaboðin eru á einstakling eða alla foreldra deildarinnar.

 

Opnunartími

Leikskólinn er opinn frá kl. 7:45-16:15 og er ætlaður fyrir börn á aldrinum níu mánaða til sex ára. Börn þurfa að eiga lögheimili í Strandabyggð til að hafa rétt til dvalar. Hægt er að velja um 4, 5, 6, 7 og 8 stunda vistun. Einnig geta foreldrar/forráðamenn keypt 15 mínútna aukavistun að morgni eða síðdegis þurfi þeir á því að halda. Foreldrar eru beðnir um að virða vistunartíma barna sinna. 


Umsókn um vistun

Sækja þarf um vistun á þar til gerðum eyðublöðum sem fást á skrifstofu leikskólastjóra og á heimasíðum Lækjarbrekku og Strandabyggðar. Send er staðfesting með tölvupósti um móttöku á umsókn. Þegar ljóst er hvenær barnið fær vistun í leikskólanum er haft samband við foreldra.

Sé biðlisti til staðar við leikskólann hafa elstu börnin forgang. Séu börn á biðlista jafngömul þá ræður dagsetning umsóknar og hefur þá elsta umsókn forgang þ.e. ef að barn hefur náð níu mánaða aldri.


Leikskólagjöld

Leikskólagjöld eru á gjalddaga um miðjan mánuð fyrir líðandi mánuð og er eindagi þeirra 1. dag næsta mánaðar á eftir. Dragist greiðsla í tvo mánuði fá foreldrar viðvörun um að missa pláss frá og með næstu mánaðarmótum berist ekki greiðsla eða um hana hafi verið samið á skrifstofu Strandabyggðar.


Lækjarbrekka er tveggja deilda leikskóli í Strandabyggð. Leikskólinn er rekinn af sveitarfélaginu Strandabyggð og er jafnframt eini leikskóli sveitarfélagsins. Börnin í leikskólanum eru á aldrinum níu mánaða til sex ára. Deildirnar í skólanum heita Tröllakot og Dvergakot. Í Tröllakoti eru yngri börnin og í Dvergakoti hafa eldri börnin sinn samastað. Í Lækjarbrekku starfar samhentur hópur starfsfólks með fjölbreytta reynslu, menntun og þekkingu.

Uppsagnarfrestur og breytingar á vistunartíma

Gagnkvæmur uppsagnarfrestur er einn mánuður og miðast við 1. og 15. hvers mánaðar. Hægt er að sækja um breytingar á vistunartímanum fyrir 15. hvers mánaðar. Eyðublöð fyrir uppsögn á leikskólaplássi er á heimasíðu leikskólans. Ef um vistunarbreytingar er að ræða fást eyðublöð hjá leikskólastjóra. Ekki er hægt að tryggja að lenging á plássi taki gildi strax þar sem vinnutími starfsfólks miðast út frá vistunartíma barnanna.

Samstarf leik- og grunnskóla

Starfsáætlun um samstarf nemenda:

Nemendur fara í grunnskólann átta sinnum eftir áramót og eru með í kennslu. Þau fara einnig í íþróttir og hádegisverð með nemendum grunnskólans. Starfsmaður leikskólans fer með nemendum í þessar heimsóknir og er þeim innan handar.

Starfsáætlun um samstarf kennara og starfsfólks:

Aðstoðarleikskólastjóri og/eða kennari 5 ára hóps fara á fund með verðandi grunnskólakennara nemendanna og sérkennara skólans. Farið er yfir þær athuganir og skimanir sem börnin hafa farið í í leikskólanum. Allar upplýsingar eru gefnar til að sem auðveldast sé fyrir börnin að byrja á nýjum vettvangi.

Foreldraviðtöl:

Foreldraviðtöl eru tvisvar sinnum á ári, fyrra um miðjan september og hið síðara í mars/apríl. Í foreldraviðtölum fá foreldrar upplýsingar um það hvernig barninu þeirra gengur í daglegu starfi. Vakin er athygli á því að foreldrum er ávalt velkomið að fá viðtal oftar ef þeir vilja. Einnig óska  deildarstjórar eftir viðtali ef þeir telja þörf á.


Skólinn í tölum í september 2021

Fjöldi nemenda: 25

Dagsskipulag

Dagskipulag deildanna er sýnilegt á vefsíðu leikskólans sem og deildum leikskólans.

Fjöldi stöðugilda í kennslu er 7.7 starfsmenn

Fjöldi stöðugilda í stjórnun eru 2. skólastjóri og aðstoðarleikskólastjóri

Stöðugildi annars starfsfólks  2,0

Kynjahlutföll við leikskólann eru 13 konur og 3 karlar


Fjöldi nemenda eftir árgöngum:

5 fæddir 2016
5 fæddir 2017
3 fæddir 2018
6 fæddir 2019
6 fæddir 2020


Útivist nemenda

Nemendur fara út tvisvar á dag ef veður leyfir og oftar yfir sumartímann. Að vetri til fara yngstu nemendur leikskólans út eftir aðstæðum.

Hvíldartími nemenda

Hvíldartími í leikskólanum er frá 12:00 til 13:00. Þeir nemendur sem enn þurfa svefn yfir daginn leggja sig eftir hádegismatinn á dýnur með kodda og teppi. Yngstu nemendur leikskólans geta fengið að sofa í vagni. Miðað er við að börn sofi í vögnum í leikskólanum til 18 mánaða aldurs. Þó er tekið tillit til hversu lengi barnið sefur og hvað rýmið leyfir. Þau börn sem eru hætt að sofa fara líka í hvíld. Þau hlusta á sögur og leikrit á meðan þau hvílast. Elsti árgangur leikskólans fer ekki í hvíld nema stöku sinnum. Á þessum tíma er hann í hópastarfi sem miðar að því að brúa bilið á milli leikskóla og grunnskóla.

 

Óveður, ófærð

Skólastjóri ásamt sveitarstjóra tekur ákvörðun um hvort loka þurfi leikskólanum vegna veðurs og ófærðar.

 

Skólaakstur

Nemendur eru keyrðir í íþróttir einu sinni í viku með skólabíl. Boðið er uppá akstur í leikskólann úr sveitunum og eru tvö heimili sem nýta sér það.

 

Klæðnaður og óskilamunir

 

Mikilvægt er að klæðnaður barnanna sé þægilegur og hefti ekki leikgleði þeirra. Klæðið börnin eftir veðri, einnig er gott að hafa í huga að veður getur breyst með litlum fyrirvara og því er gott að hafa klæðnað í hólfunum sem henta flestum veðrum. Vinsamlegast merkið föt barnanna.

Kassar undir aukaföt eru í fataklefum og eru foreldrar beðnir að fylgjast vel með því hvort eitthvað vanti þar. Mikilvægt er að fylgjast með því hvort að börnin hafi föt til skiptanna því leikskólinn á ekki mikið magn aukafata.
ATH: Hægt er að geyma útiföt barnanna í hólfunum alla vikuna en á föstudögum þarf að tæma hólfin vegna þrifa.

Í leikskólanum vinnum við með margvísleg efni s.s. málningu og lím sem geta farið í föt barnanna þó svo starfsfólk leiti allra leiða til að koma í veg fyrir að slíkt gerist. Vinsamlegast takið tillit til þess.

 

 

 




uppfært 27. ágúst 2021


Vefumsjón