Mat á skólastarfi

 

Ytra mat á skólastarfi

Mennta- og menningarmálaráðuneytið og eftir atvikum, sveitarfélög, bera ábyrgð á ytra mati. Ráðuneytið gerir áætlun fyrir hverja úttekt þar sem fram kemur tilgangur, helstu viðmið og áherslur úttektar.

Menntamálastofnun hefur boðið okkur að ytra mat verði gert á leikskólanum. Matið yrði á vegum Menntamálastofnunnar. Niðurstaða þess yrði nýtt við gerð úrbótaáætlunar.

 

Innra mat á skólastarfi

Innra mat veitir upplýsingar um stöðu leikskólans í ákveðnum þáttum og er ákveðið að hausti hvað skal meta og hvernig.

Skólastjóri stefnir að því að leggja fyrir nafnlausa spurningakönnun fyrir starfsmenn veturinn 2020-2021 og nýta niðurstöður þeirrar könnunar til úrbótaáætlunar.

Skólapúlsinn leggur annað hvort ár könnun fyrir starfsmenn og hitt árið fyrir foreldra. Á síðasta starfsári var lögð nafnlaus könnun fyrir starfsmenn og verður því á þessu ári lögð nafnlaus spurningakönnun fyrir foreldra. Niðurstöður þessarar kannanar verða svo notaðar til að setja saman úrbótaáætlun.

Starfsþróunarsamtöl eru haldin einu sinni á ári.

 

Ákveðin matstæki eru notuð til að fylgjast með og meta nemendur leikskólans og eru niðurstöður þeirra notaðar til að vinna með einstaka þætti til umbóta. Niðurstöður fylgja nemendum ef þeir flytja á milli leikskóla.

Allir nemendur fara í gegnum eftirtaldar skimanir: Smábarnalistinn, Tras, Orðaskil, Gerd Strand, sænska fínhreyfimatið og Hljóm 2. Ef þurfa þykir eru fleiri skimanir lagðar fyrir og aðstoð fengin.

 

Smábarnalistinn er stöðupróf sem ætlað er að meta mál- og hreyfiþroska 15 mánaða til 38 mánaða barna með því að afla upplýsinga frá foreldrum þeirra. Foreldrar svara stöðluðum spurningum um mál- og hreyfifærni barna sinna á þeim tíma þegar listinn er fylltur út. Prófið er lagt fyrir eftir þörfum.

TRAS er skráningarlisti til notkunar fyrir leikskólakennara til að fylgjast með máltöku tveggja til fimm ára barna. Listinn er upprunalega kominn frá sérfræðingum við norskan háskóla og sérkennslustofnanir og er notkun hans nú orðin útbreidd á Norðurlöndum. Góður málþroski skiptir miklu máli fyrir andlegan þroska barna, félagslega líðan og seinni lestrartileinkun. Með TRAS skráningunni er hægt að skima eftir frávikum í mál- og félagsþroska barnanna með snemmtæka íhlutun í huga.

Orðaskil er skimunarpróf sem metur orðaforða barna á aldrinum 18 til 38 mánaða og er lagt fyrir einu sinni á ári.

 

Hljóm-2 er skimunarpróf sem lagt er fyrir elsta árgang leikskólans, að hausti. Að vori er gert endurmat á stöðu þeirra barna sem töldust í áhættuhóp við fyrstu fyrirlögn. Prófið metur hljóðkerfis- og málvitund barna í því skyni að greina þau börn sem eru í áhættu fyrir lestrarerfiðleika síðar.

 

 

 

 

 

 

 

Mat á skólastarfi

Vefumsjón