Almenn leikskólalög

Lækjarbrekka
Við erum krakkar á Lækjarbrekku
og keppumst öll við að vera þæg.
En stríðni og óþekkt oft liggja í leyni
og laumast oft inn í krakkasæg.


Ég róla og tralla
Ég róla og tralla og teygi mig hátt
svo táslurnar ná upp í heiðloftið blátt.
Og síðan á hlaupum í sandkassann fer
þar svolitla konungshöll reisi ég mér.

Dúkkan hennar Dóru
Dúkkan hennar Dóru var með sótt, sótt, sótt.
Hún hringdi' og sagði lækni' að koma fljótt, fljótt, fljótt.
Læknirinn kom með sína tösku' og sinn hatt,
hann bankaði' á hurðina rattatatata.
Hann skoðaði dúkkuna og hristi sinn haus,
,,hún strax skal í rúmið og ekkert raus."
Hann skrifaði' á miða hvaða pillu' hún skildi fá.
,,Ég kem aftur á morgun ef hún er enn veik þá."

Bátasmiðurinn
Ég negli og saga og smíða mér bát
og síðan á sjóinn ég sigli með gát.
Og báturinn vaggar og veltist um sæ,
ég fjörugum fiskum með færinu næ.

Ég negli og saga og smíða mér hús.
Í húsinu þar búa köttur og mús.
Ég negli og saga og smíða mér bíl
um bæinn ég keyri og keyri með stíl.


Bangsi lúrir
Bangsi lúrir, bangsi lúrir
bæli sínu í.
Hann er stundum stúrinn,
stirður eftir lúrinn. 
Að hann sofi, að hann sofi
enginn treystir því.


Tilfinningablús
Ég finn það ofan í maga o-ho
Ég finn það niður í fætur o-ho
Ég finn það fram í hendur o-ho
Ég finn það upp í höfuð o-ho
Ég finn það hér og hér og hér og hér 
og hér og hér og hér
hvað ég er reið (glöð/leið/þreytt/hress o.s.frv.)
Hér inni í mér.


Það var einu sinni api

Það var einu sinni api
í ofsa góðu skapi,
hann þoldi ekki sultu,
og fékk sér banana.

Banananana,
Banananana,
Banananana, banananana, banananana.


Í örkinni hans Nóa
öll dýrin fóru að róa.
Köttur, hundur, hæna
og líka krókódíll.

Kró, kó, kó, díll,
kró, kó, kó, díll,
kró, kó, kó, díll.Upp á fjall…
Upp, upp, upp á fjall,
upp á fjallsins brún,
niður, niður, niður, niður
alveg niður á tún.


Upp á grænum…

Upp á grænum, grænum himinháum hól
sá ég hérahjónin ganga.
Hann með trommu
- bomm, bomm, bombarombommbomm!
Hún með fiðlu sér við vanga.

Þá læddist að þeim ljótur byssukarl
sem miðaði í hvelli!
En hann hitti bara trommuna sem small
og þau hlupu og héldu velli.Við klöppum öll í einu
Við klöppum öll í einu,
við klöppum öll í einu,
við klöppum öll í einu,
það líkar okkur vel.
(stöppum, hoppum, grátum,
hlæjum, sofum, hvíslum, smellum o.s.frv.)Vögguvísa
Dvel ég í draumahöll
og dagana lofa.
Litlar mýs um löndin öll,
liggja nú og sofa.
Sígur ró á djúp og dal,
dýr til hvílu ganga.
Einnig sofna skolli skal
með skottið undir vanga."Nafnalög" í samverustund
____ og ____, þau fóru í ferð,
í ferð, í ferð, í kaupstaðarferð.

____ labbar í fjörunni
og kastar stórum steini,
____ labbar í fjörunni
og kastar stórum steini.

____dansar á pallinum
og ____ skellihlær.
____ er á sokkunum
og ____ datt í gær.
____ keyrir bíl með ____ í
og ____ kastar bolta til ____.
(Nöfn barnanna sett í eyðurnar)Nú skal syngja um…
Nú skal syngja um kýrnar
sem baula hátt í kór
þær gefa okkur mjólkina
svo öll við verðum stór.
Mjólk, mjólk, mjólk, mjólk, mjólk!
Mu mu mu, mu mu mu mu mu!
Mu mu mu, mu mu mu mu mu!
Mu mu mu, mu mu mu mu mu!
Mu mu mu mu mu!

Nú skal syngja um hænsnin
sem gagga endalaust
þau gefa okkur eggin
svo öll við verðum hraust.
Egg, egg, egg, egg, egg!
Ga ga gó, ga ga ga ga gó!
Ga ga gó, ga ga ga ga gó!
Ga ga gó, ga ga ga ga gó!
Ga ga ga ga gó!


Nú skal syngja um lömbin
sem jarma sætt og blítt
þau gefa okkur ullina
svo okkur verði hlýtt.
Ull, ull, ull, ull, ull!
Me me me, me me me me me!
Me me me, me me me me me!
Me me me, me me me me me!
Me me me me me!Um landið bruna bifreiðar
Um landið bruna bifreiðar, bifreiðar, bifreiðar.
Með þeim við skulum fá oss far og ferðast hér og þar.
Ba bú ba bú tra la la la la la la
Ba bú ba bú tra la la la la.

Um loftin fljúga flugvélar, flugvélar, flugvélar.
Með þeim við skulum fá oss far og ferðast hér og þar.
Ba bú ba bú tra la la la la la la
Ba bú ba bú tra la la la la.


Um höfin sigla skúturnar, skúturnar, skúturnar.
Með þeim við skulum fá oss far og ferðast hér og þar.
Ba bú ba bú tra la la la la la la
Ba bú ba bú tra la la la la.Berta bakaríisterta
Óli fór til Bertu bakaríistertu
og bað hana að kyssa sig.
Þá sagði Berta bakaríisterta
ekki nema - þú elskir mig.


Þá sagði Óli, sem alltaf var á hjóli
ó hvað ég elska þig.
Þá sagði Berta bakaríisterta
Þá máttu kyssa mig.


Skýin
Við skýin felum ekki sólina af illgirni.
Við skýin erum bara að kíkja á leiki mannanna.
Við skýin sjáum ykkur hlaupa, úúúúps, í rokinu
klædd gulum, rauðum, grænum,
bláum regnkápum.

Eins og regnbogi meistarans,
regnbogi meistarans.
Við skýin erum bara grá, bara grá.
Á morgun kemur sólin,
hvar verðum við skýin þá?

Hvar þá, hvar þá, hvar þá, hvar þá,
hvar þá, hvar þá, hvar verðum við skýin þá?Álfadrottningin
Á álfaballi skal dansinn duna,
álfar og menn um gólfið bruna!
Já, komið nú krakkar og dansið við mig
Komið og dansið við mig


Ó, nei, ó nei, ó nei,
við gerum það ei,
dansaðu við þig sjálfa!
Því mamma og pabbi segja að
við megum ekki dansa við álfa!


Á álfaballi skal dansa lengi,
það á við bæði um stúlkur og drengi!
Já komið nú krakkar og dansið við mig,
komið og dansið við mig!


Ó, nei, ó nei, ó nei
við gerum það ei,
dansaðu við þig sjálfa!
Því mamma og pabbi segja að
við megum ekki dansa við álfa!


Æ, syngjum nú saman og dönsum,
svo allir fara frá viti og sönsum!
Já komið nú krakkar og dansið við mig,
komið og dansið við mig!


Ó, nei, ó nei, ó nei,
við gerum það ei,
dansaðu við þig sjálfa!
Því mamma og pabbi segja að
við megum ekki dansa við álfa!
- Það er hættulegt að dansa við álfa!!Uglan
(Hrafnhildur Sigurðardóttir þýddi)
Það var gömul ugla með oddhvasst nef,
tvö lítil eyru og átta litlar klær.
Hún sat uppi í tré og svo komst þú,
þá flaug hún í burtu og sagði: "ú - ú- ú."


Lítið, lasið skrímsli

Ég er lítið lasið skrímsli
og mig langar ekkert út.
Hornin mín eru völt og veik
og mig vantar snýtuklút.

Ég er orðinn upplitaður,
ég er orðinn voða sljór.
Ég held ég hringi í lækni
því að halinn er svo mjór.


Skrímsli eru eins og krakkar,
ósköp vesæl ef þau næla sér í kvef.
Hver er hræddur við skrímsli
sem er hóstandi og með stíflað nef?


Augun mín, þau standa á stilkum,
annað starir út í vegg,
og ég held að aldrei aftur
muni á mér vaxa skegg.

Ó, mamma, elsku mamma,
nú ég meðal verð að fá,
glás af iðandi ormum,
annars kemst ég ekki á stjá!


Skrímsli eru eins og krakkar ...


Ég er lítið lasið skrímsli
og mig langar ekkert út.
Hornin mín eru völt og veik
og mig vantar snýtuklút.

Ég er orðinn upplitaður
ég er orðinn voða sljór,
ég held ég hringi í lækni
því að halinn er svo mjór.


Skrímsli eru eins og krakkar ...Eldur
(Ljóð: Sveinbjörn I. Baldvinsson / Lag: Tryggvi M. Baldvinsson)
Eldurinn logar
langt niðri í jörðu
leitar að opinni slóð.
Æðir um ganga,
grefur sér leiðir,
glóandi, ólgandi blóð.

Spýtist úr gígum
með geigvænu öskri,
og grásvörtum bólstrum af reyk.
Leiftrandi steinar,
logandi hraunið,
lifandi kraftur að leik.

En handann við sortann,
háskann og mökkinn,
sem heldimmur leggst yfir ból,
dansar á himni,
dátt yfir landi,
dirfskunnar leiftrandi sól.


Litalagið
Gulur, rauður, grænn og blár
svartur, hvítur, fjólublár.
Brúnn, bleikur banani,
appelsína talandi.
Gulur, rauður, grænn og blár

svartur, hvítur, fjólublár.


Dagarnir og mánuðirnir
Sunnudagur, mánudagur, þriðjudagur,
miðvikudagur og fimmtudagur,
föstudagur og laugardagur
og þá er vikan búin.

Janúar, febrúar, mars, apríl,
maí, júní, júlí, ágúst,
september, október,
nóvember og desember.Lækjarbrekka
Við erum krakkar á Lækjarbrekku
og keppumst öll við að vera þæg.
En stríðni og óþekkt oft liggja í leyni
og laumast oft inn í krakka sæg.Karl sat undir kletti
Karl sat undir kletti
og kordur sínar sló,
hann hafði skegg svo skrítið
og skögultönn og hló,
hann hafði skegg svo skrítilegt
og skögultönn og hló.


Huldan uppí hamri
heyrði ljúfan klið,
hún læddist út úr hamri
og lagði eyrun við,
hún læddist út úr hamrinum
og lagði eyrun við.


Síðan hefur hvorugt
hér um slóðir sést.
Sá gamli var víst ekki
eins gamall og hann lést.
sá gamli var víst ekki nærri
eins gamall og hann lést.Tröllin
(Lag og texti: Soffía Vagnsdóttir)
Hérna koma nokkur risa tröll. Hó! Hó!
Þau öskra svo það bergmálar um fjöll. Hó! Hó!
Þau þramma yfir þúfurnar
svo fljúga burtu dúfurnar,
en bak við ský er sólin hlý í leyni
hún skín á tröll, þá verða þau að steini!


Hvem kan segle foruten vind

Hvem kan segle föruten vind
Hvem kan ro uten åror
Hvem ei skilles fra vennen sin
Uten at felle tårar?
Jag kan segla föruten vind?
Jag kan ro utan åror
Men ij skiljas från vännen in
Utan att falla tårar.A ramm samm samm
A ramm samm samm
A ramm samm samm
gúllí gúllí gúllí gúllí
gúllí ramm samm samm.

A ramm samm samm.
A ramm samm samm
gúllí gúllí gúllí gúllí
gúllí ramm samm samm.

Hér er ég, hér er ég
gúllí gúllí gúllí gúllí
gúllí ramm samm samm.

Hér er ég, hér er ég
gúllí gúllí gúllí gúllí
gúllí ramm samm samm.Aníkuní
:/:Aní-kúní sjá-á-ní:/:
:/:Á-á-á begga-na-a-sja-a-na:/:
:/:Í-í-já-á-ní bísí-dí:/:

 


Indíánalagið
(Lag: Einn lítill, tveir litlir, þrír litlir fingur)
Það voru einn og tveir og þrír indíánar,
fjórir og fimm og sex indíánar,
sjö og átta og níu indíánar.
Tíu indíánar í skóginum.

Allir voru með byssur og boga.
Allir voru með byssur og boga.
Allir voru svo kátir og glaðir.
Þeir ætluðu að veiða björninn.

Suss, þarna heyrðu þeir eitthvað braka,
suss, þarna heyrðu þeir fugla kvaka.
Fram kom stóri og grimmi björninn,
þá hlupu þeir allir til baka.

Þá hlupu einn og tveir og þrír indíánar,
fjórir og fimm og sex indíánar,
sjö og átta og níu indíánar.
En einn indíáninn varð eftir.

Hann var ekki hræddur við grimma björninn.
Hann kom og skaut og hitti björninn.
Svo tók hann allan haminn með sér
og hélt heim til hinna níu.

Þá komu einn og tveir og þrír indíánar,
fjórir og fimm og sex indíánar,
sjö og átta og níu indíánar.
Níu indíánar að sjá hann.Ding dong
Ding dong sagði lítill grænn froskur einn dag,
ding dong sagði lítill grænn froskur.
Ding dong sagði lítill grænn froskur einn dag
og svo líka ding dong spojojojojon.


Mm-e sagði lítil græn eðla einn dag,
mm-e sagði lítil græn eðla.
Mm-e sagði lítil græn eðla einn dag
og svo líka mm-e .......

King kong sagði stór svartur api einn dag,
king kong sagði stór svartur api.
King kong sagði stór svartur api einn dag
og svo líka king kong ohohohohohoh....

Blúbb blúbb sagði lítill blár fiskur einn dag,
blúbb blúbb sagði lítill blár fiskur.
Blúbb blúbb sagði lítill blár fiskur einn dag
og svo líka blúbb blúbb, blúbb, blúbb, blúbb...

Vefumsjón