┴Štlanir

 

 

Eineltisáætlun

Stuðst er við eineltisáætlun Grunn- og tónskóla Hólmavíkur sem hægt er að finna hér. Við sameiningu leikskólans og grunn- og tónskólans verður eineltisáætlun endurskoðuð. Allar tilkynningar um einelti skal koma til leikskólastjóra - nema ef umkvörtunarefni varði leikskólastjóra sjálfan þá skal tilkynna beint til sameiginlegs nemendaverndarráðs leik- og grunnskóla Hólmavíkur.

 

Vinátta

Vinátta er forvarnarefni Barnaheilla ætlað leikskólum og fyrstu bekkjum grunnskóla. Verkefnið er byggt á dönsku forvarnarefni Fri for moberi. Vinátta felst í því að móta góðan skólabrag, eiga góð samskipti og hafa jákvæð viðhorf til allra í hópnum. Verkefni Vináttu ná til barna, foreldra þeirra og starfsmanna. Unnið hefur verið með Vináttu verkefnið í Dvergakoti síðan 2017 og í Tröllakoti var byrjað að vinna með það á árinu 2019. Nú hafa starfsmenn á báðum deildum leikskólans hlotið réttindi til að vera með Blæstund innan sinnar deildar.

 

Forvarnir - vímuvarnaráætlun

Leikskólastjóri tekur þátt í forvarnar- og vímuvarnaráætlun Strandabyggðar sem má finna hér.

 

Öryggisáætlun

 Slasist barn í leikskólanum sinnum við því eins og ástæður gefa tilefni til. Setjum plástur eða kaldan bakstur og hringjum í foreldra sem meta hvort þeir vilja leita með barnið til læknis. Hafa ber í huga að það séu einn eða tveir sem sinni slasaða barninu, því huga þarf einnig að öðrum börnum í leikskólanum. Við víkjum ekki frá mikið slösuðu barni heldur köllum eftir hjálp. Styðjumst við fyrstu hjálp í viðlögum. Þurfi barn að komast tafarlaust undir læknishendur förum við með það upp á Heilbrigðisstofnun eða í sjúkrabíl og boðum foreldra þangað. Sérstök eyðublöð eru fyrir slysaskráningu á leikskólanum sem mikilvægt er að fylla út sem fyrst. Nauðsynlegt er að láta vita ef eitthvað vantar í sjúkrakassa. Sjúkrakassinn er yfirfarinn af starfsmanni apóteksins árlega.

 

Neyðarnúmer: 112

Eitrunarmiðstöðin: 543-2222

 

Áfallaráð og áfallaáætlun

Við sameiningu leik- grunn- og tónskóla Strandabyggðar þarf að setja saman áfallaáætlun og öryggisáætlun fyrir sameinaðan skóla. Þangað til mun leikskólastjóri skipuleggja viðbrögð við áföllum eftir bestu getu og í samstarfi við þá er málið varðar.

 

 
Uppfært 4. júní 2021
Vefumsjˇn