Vor- og sumarvísur

Vertu til er vorið kallar á þig
Vertu til er vorið kallar á þig.
Vertu til að leggja hönd á plóg.
Komdu út, því að sólskinið vill sjá þig,
sveifla haka og rækta nýjan skóg.Vorvindar glaðir
Vorvindar glaðir, glettnir og hraðir,
geysast um löndin létt eins og börn.
Lækirnir skoppa, hjala og hoppa,
hvíld er þeim nóg í sæ eða tjörn.
Hjartað mitt litla hlustaðu á,
hóar nú smalinn brúninni frá.
Fossbúinn kveður, kætir og gleður,
frjálst er í fjalladal.Sól, sól skín á mig
Sólin er risin, sumar í blænum,
Sveitirnar klæðast nú feldinum grænum.
Ómar allt lífið af ylríkum söng
Unaðsbjörtu dægrin löng.

Sól, sól skín á mig.
Ský, ský burt með þig.
Gott er í sólinni
Að gleðja sig.
Sól, sól skín á mig.

Blóm vekur skrautlega iðandi angan,
Andblærinn gælir við marglita vanga.
Ómar allt lífið af ylríkum söng
Unaðsbjörtu dægrin löng.

Sól, sól....

Vefumsjón