Starfslýsingar

 

Leikskólastjóri

Næsti yfirmaður: Leikskólafulltrúi eða framkvæmdastjóri málaflokksins.

Starfssvið: Starfar samkvæmt lögum og reglugerð um leikskóla, öðrum lögum er við eiga, aðalnámskrá leikskóla og stefnu viðkomandi sveitarfélags.

Meginverkefni

Stjórnun og skipulagning:


  • Stjórnar daglegri starfsemi leikskólans, ber ábyrgð á gerð námskrár, ársáætlunar, ársskýrslu og mati á starfsemi leikskólans og skilar til rekstraraðila.

  • Ber rekstrarlega ábyrgð á að rekstur leikskólans sé innan ramma fjárhagsáætlunar.

  • Hefur eftirlit með húsnæði, leikvelli, áhöldum og leiktækjum og ber ábyrgð á að eðlilegt viðhald og endurnýjun fari fram.

  • Ber ábyrgð á að í leikskólanum séu til staðar nauðsynleg uppeldis- og kennslugögn.

  • Ber ábyrgð á að undirbúningstímar starfsmanna séu notaðir til skipulags á leikskólastarfinu.

  • Sér um ráðningu starfsmanna, gerð ráðningarsamninga, vinnuskýrslna, skipulag vinnutíma starfsmanna og vinnutilhögun í samráði við rekstraraðila.

  • Ber ábyrgð á móttöku, þjálfun og leiðsögn nýrra starfsmanna.

  • Sér um miðlun upplýsinga til deildarstjóra og rekstraraðila.

  • Annast gerð starfsmannaáætlunar, skipuleggur og stjórnar starfsmannafundum og ber ábyrgð á að þeir séu haldnir.

  • Tekur starfsviðtöl og gerir símenntunaráætlun leikskólans.

  • Sér um innritun barna í leikskólann í samvinnu við rekstraraðila.


Uppeldi og menntun:

  • Er faglegur leiðtogi og ber að kynna sér nýjungar í starfi og miðla þekkingu til starfsmanna.

  • Ber ábyrgð á að unnið sé eftir aðalnámskrá leikskóla og skólanámskrá leikskólans, að áætlanir þar um séu gerðar og reglulegt mat fari fram.

  • Deilir verkefnum og ábyrgð til starfsmanna í samræmi við skólanámskrá.


Foreldrasamstarf:

  • Boðar foreldra/forráðamenn nýrra barna í viðtal þar sem veittar eru upplýsingar um starfsemina og fær nauðsynlegar upplýsingar um barnið.

  • Ber ábyrgð á samstarfi við foreldra/forráðamenn barnanna og að þeir fái upplýsingar um starfsemi leikskólans.

  • Skipuleggur og stjórnar foreldrafundum og ber ábyrgð á að þeir séu haldnir.


Annað:

  • Tekur þátt í samráðsfundum með rekstraraðilum og öðrum leikskólastjórum.

  • Ber ábyrgð á samvinnu við ýmsar stofnanir og sérfræðinga sem tengjast leikskólanum.

  • Sér til þess að leitað sé aðstoðar sérfræðinga og ber ábyrgð á því að gefinn sé skriflegur vitnisburður um stöðu og þroska barns sé þess óskað.

  • Ber að stuðla að samstarfi við viðkomandi grunnskóla.

  • Sinnir þeim verkefnum er varðar stjórnun leikskólans sem yfirmaður felur honum.


Deildarstjóri

Næsti yfirmaður: Leikskólastjóri.

Starfssvið: Starfar samkvæmt lögum og reglugerð um leikskóla, öðrum lögum er við eiga, aðalnámskrá leikskóla og stefnu viðkomandi sveitarfélags.

Megin verkefni

Stjórnun og skipulagning:


  • Tekur þátt í gerð skólanámskrár, ársáætlunar, mati á starfsemi leikskólans og þróunarverkefnum undir stjórn leikskólastjóra.

  • Ber ábyrgð á stjórnun, skipulagningu, framkvæmd og mati starfsins á deildinni

  • Annast daglega verkstjórn á deildinni og ber ábyrgð á að miðla upplýsingum innan deildarinnar, milli deilda leikskólans og milli leikskólastjóra og deildarinnar.

  • Ber ábyrgð á og stýrir deildarfundum og skipuleggur undirbúningstíma starfsfólks deildarinnar.

  • Hefur umsjón með móttöku, þjálfun og leiðsögn nýrra starfsmanna deildarinnar.

  • Fylgist með að deildin sé búin nauðsynlegum uppeldis- og kennslugögnum í samvinnu við leikskólastjóra.

Uppeldi og menntun:

  • Ber ábyrgð á að unnið sé eftir skólanámskrá og ársáætlun leikskólans á deildinni.

  • Tryggir að sérhvert barn á deildinni fái kennslu, leiðsögn, umönnun og/eða sérkennslu eftir þörfum.

  • Ber ábyrgð á að meðferðaráætlunum sérfræðinga vegna einstakra barna sé framfylgt.

Foreldrasamvinna:

  • Skipuleggur samvinnu við foreldra/forráðamenn barnanna á deildinni s.s. aðlögun, dagleg samskipti og foreldraviðtöl.

  • Ber ábyrgð á að foreldrar/forráðamenn fái upplýsingar um þroska og líðan barnsins og þá starfsemi er fram fer á deildinni og ekki varðar trúnað gagnvart öðrum börnum og foreldrum/forráðamönnum þeirra.

  • Situr foreldrafundi, sem haldnir eru á vegum leikskólans.

  • Ber ábyrgð á að leitað sé samþykkis foreldra/forráðamanna barns, áður en leitað er aðstoðar annarra sérfræðinga.

Annað:

  • Skipuleggur samvinnu við ýmsar stofnanir og sérfræðinga sem tengjast leikskólanum í samráði við leikskólastjóra.

  • Situr starfsmannafundi, deildarstjórafundi og aðra fundi er yfirmaður segir til um og varðar starfsemi leikskólans.

  • Sinnir þeim verkefnum er varðar uppeldi og menntun barnanna og stjórnun deildarinnar sem yfirmaður felur honum.


Leikskólaleiðbeinandi

Næsti yfirmaður: Deildarstjóri

Starfssvið: starfar samkvæmt lögum og reglugerðum um leikskóla, öðrum lögum er við eiga, aðalnámskrá leikskóla og stefnu viðkomandi sveitarfélags.

Leiðbeinandi annast börn á forskólaaldri undir stjórn leikskólakennara, sinnir andlegum og líkamlegum þörfum þeirra og leitast við að veita þeim öryggi:


  • Starfar samkvæmt ákveðinni dagskrá leikskóla sem felur í sér matar- og hvíldartíma, útiveru, ýmsa leiki og skapandi verkefni fyrir börnin undir leiðsögn leikskólakennara eða annarra starfsmanna.

  • Leitast við að vera börnunum góð fyrirmynd, t.d. hvað varðar málfar, hegðun og klæðaburð.

  • Kennir börnunum mikilvæga þætti í samskiptum við aðrar manneskjur, s.s. að taka tillit til annarra, bera virðingu fyrir öðrum, skiptast á og skilja ekki útundan

  • Leiðbeinir börnum við leiki og önnur verkefni

  • Sinnir líkamlegum þörfum barnanna, s.s. með því að skipta á bleium og setja á kopp eða klósett, sjá um að þau þvoi sér um andlit og hendur, gefa að borða, mata eftir þörfum og hvetja til sjálfshjálpar eftir því sem unnt er

  • Fylgist með börnum í útiveru, á leiksvæði eða í gönguferðum um umhverfið; gætir þess að þau séu klædd eftir veðri og þjálfar þau í að hjálpa sér sjálf

  • Leitast við að skapa börnunum öryggi með því að sýna þeim ástúð og hafa reglu á hlutunum

  • heldur athafnasvæðum barnanna hreinum, þ.e. sópar gólf, þurrkar af borðum og gengur frá leikföngum og kennir börnunum að gera slíkt hið sama

  • Leitast við að kynna börnunum umhverfi sitt bæði nær og fjær með því að fara með stærri eða smærri hópa barna í ýmsar vettvangsferðir, s.s. í fjöruferð, berjamó, kirkju og sveitarferð

  • Veitir foreldrum upplýsingar um barnið í lok dagsins og svarar spurningum þeirra, t.d. um svefn og matartíma

  • Lærir í sumum tilvikum og notar samskiptaform fatlaðs barns, s.s. táknmál

  • Tekur þátt í samráðsfundum starfsfólks þar sem uppeldisstarfið er skipulagt, svo og starfsdögum, starfsmannafundum og námskeiðsdögum

  • Tekur þátt í deildarfundum þar sem deildarstjóri miðlar upplýsingum, s.s. um hvað sé fram undan í starfinu og þegar rætt er um málefni barnanna á viðkomandi deild.


Sérkennslustjóri

  • Næsti yfirmaður sérkennslustjóra er skólastjóri

  • Starfsvið sérkennslustjóra: Hann starfar samkvæmt lögum og reglugerðum um leikskóla, lögum um málefni fatlaðra sem og öðrum lögum er við eiga aðalnámskrá leikskóla og stefnu viðkomandi sveitarfélags.

  • Verkefni sérkennslustjóra : Sérkennslustjóri ber ábyrgð á skipulagningu, framkvæmd og endurmati sérkennslunnar í leikskólanum ásamt deildarstjóra

  • Hann er faglegur umsjónarmaður sérkennslu í leikskólum.

  • Ber ábyrgð á miðlun upplýsinga milli annarra sérfræðinga sem að barninu koma og starfsmanna leikskólans. Einnig ber hann ábyrgð á upplýsingargjöf milli gunnskóla og leikskóla.

  • Ber ábyrgð á  að börnum sem njóta sérkennslu í leikskólanum sé boðið upp á þroskavænleg verkefni sem henta þörfum hvers barns í leik og starfi .

  • Hefur yfirumsjón með gerð verkefna og áætlana fyrir börn sem njóta sérkennslu.

  • Hefur yfirumsjón með að meðferðar- og kennsluáætlunum annarra sérfræðinga sé framfylgt og að skýrslur séu gerðar í kjölfarið. Hvers konar skýrslur ??


Foreldrasamstarf:

  • Vinnur í nánu samstarfi við foreldra/forráðamenn barna sem njóta sérkennslu í leikskólanum og situr teymisfundi og tekur viðtöl m.a. til að afla bakgrunnsupplýsinga með  þeim.

  • Veitir foreldrum barna sem njóta sérkennslu stuðning, fræðslu og ráðgjöf.

  • Situr foreldrafundi sem haldnir eru á vegum leikskólans.

  • Ber að hafa náið samstarf við skólaþjónustu vegna sérkennslu og sérfræðinga sem tengjast leikskólanum vegna barna sem njóta sérkennslu. Situr fundi þar sem fjallað er um málefni barna sem þurfa sérfræðiaðstoð eða sérkennslu í leikskólum samkvæmt boðun yfirmanns eða hlutaðeigandi aðila.

  • Situr starfsmannafundi og aðra fundi er yfirmaður segir til um og varða starfsemi leikskólans.

  • Sinnir þeim verkefnum er varða sérkennslu sem yfirmaður felur honum.


Matráður/ræstitæknir í leikskóla

Stofnun: Leikskólinn Lækjarbrekka á Hólmavík.

Næsti yfirmaður: Leikskólastjóri.

Ábyrgðarsvið:

Matráður/ræstitæknir er starfsmaður Strandabyggðar og starfar undir stjórn viðkomandi leikskólastjóra, í umboði fræðslunefndar og sveitarstjórnar.   Matráður/ræstitæknir skal gegna starfinu samkvæmt reglugerðum, starfslýsingu, kjarasamningum og starfsmannastefnu Strandabyggðar eftir því sem við á. Hann er þátttakandi í uppeldisstarfi leikskóla. Hann skal hafa góða hæfni í mannlegum samskiptum, hafa reglur í heiðri og reglugerð þar að lútandi. Hann sýnir nemendum leikskóla gott fordæmi, er jákvæður, traustur og samkvæmur sjálfum sér.

Leikskólastjóri, og/eða matráður/ræstitæknir geta óskað endurskoðunar á starfslýsingu þessari ef aðstæður breytast eða þurfa þykir af einhverjum ástæðum.


Helstu verkefni:

·         Aðstoðar nemendur í leik og starfi og leiðbeinir þeim í samskiptum þeirra við aðra nemendur og starfsfólk skólans.  Aðastoðar nemendur við þeirra nám eftir því sem þörf og tök eru á.

·         Eftirlit með húsnæði og búnaði.

·         Veitir fyrstu hjálp ef slys eða óhöpp ber að höndum.

·         Sér um daglega ræstingu á skólahúsnæði og heldur húsnæði skólans hreinu skv. vinnuskipulagi/starfsáætlun skólans.

·         Aðstoðar  á skrifstofu skólans, við uppröðun og tilfærslu á húsgögnum, tækjum o.fl.

·         Útbýr/eldar morgunverð og hefur til  miðdegishressingu og afgreiðir inn á deildir.

·         Sér um brauðbakstur fyrir miðdegishressingu.

·         Sækir hádegismat á café Riis og afgreiðir hann inn á deildir og sér um þrif í eldhúsi og frágang mötuneytis.

·         Þvær þvott, þurrkar hann og gengur frá.

·         Flokkar rusl sem fellur til í leikskólanum.

·         Tekur við forfallatilkynningum.

·         Svara í símann þegar við á.

·         Pantar aðföng í mötuneyti.

·         Pantar inn ræstingarvörur og hefur yfirsýn yfir hreinlætisvörur.

·         Matráður/ræstitæknir sinnir einnig öðrum þeim verkefnum sem skólastjóri felur honum enda samræmist það verksviði hans.



Nánari verklýsing á þrifum og tiltekt á skólahúsnæði:

·         Sjá um ræstingu á salerni; fylla á pappír og sápu, þvo gólf, klósett og vaska daglega.Einnig skal sótthreinsa salerni a.m.k. einu sinni í viku.

·         Lofta út úr herbergjum eftir því sem við verður komið.  Einnig skal blettahreinsa hurðir, veggi, spegla, gler og tölvuskjái.

·         Tæma og þrífa ruslafötur.

·         Sjá um að halda inngöngum og skóhillum í skólahúsnæði snyrtilegum.

·         Ræsta snertifleti/álagsbletti svo sem rofa, húna og aðra fleti sem snertir eru daglega.

·         Ræsta aðgengilega lárétta fleti á borðum, vinnubekkjum og gluggakistum án þess að færa hluti.

·         Fjarlægja óhreinindi og bletti af skólahúsgögnum eftir þörfum.

·         Gólfræsting:  Fjarlægja ryk, laus óhreinindi og augljósa óhreina bletti af gólfum.  Allur gólfflötur sem lagður er flísum eða dúk skal yfirfarinn daglega með moppum eða blautskúrað.  Teppalögð gólf og mottur eru ryksugaðar eftir þörfum.

·         Ræsta skal eldhús og kaffistofu í lok dags.  s.s. að vaska upp og þurrka af borðum.

·         Sérstök álagssvæði s.s. gangar og salerni skulu blautþvegin eftir þörfum.

·           Athugasemdum varðandi umgengni skal komið á framfæri við skólastjóra.


Í starfi  Matráðs/ræstitæknisfelst einnig:

·         Hafa náið samstarf við aðra starfsmenn leikskóla  um umgengnisreglur og hegðun nemenda.

·         Hefur náið samstarf við starfsmenn Cafe Riis vegna hádegisverðar.

·         Aðstoða við ýmis störf eftir óskum skólastjórnenda s.s. aðstoð við tilfærslu á húsgögnum, tækjum o.fl.

·         Funda reglulega með leikskólastjóra og öðrum starfsmönnum um starfið.


Ræsting á starfsdögum og þegar laus tími gefst til:

·         Þurrka af og þrífa tölvur, prentara, myndvarpa, ljósritunarvélar og önnur skrifstofutæki.

·         Þrífa ræstikompu.

·         Taka niður skreytingar eftir því sem við á.

·         Þvo alla fleti á hreinlætistækjum ásamt speglum, hillum, ljósum, skápum, sápuskömmturum, handþurrkukössum og aðliggjandi veggjum.

·         Ræsta alla fleti á innanstokksmunum s.s. borðum, skápum, myndum, bekkjum og fatahengjum.  Einnig alla fleti á hurðum, körmum, gluggapóstum. gluggakistum., listum, ofnum, handriðum o.fl.

·         Þvo og sótthreinsa alla fleti á hreinlætistækjum og veggi og gólf salerna.  Þvo sjáanlegar lagnir og tengingar við hreinlætistæki.

·         Blautþvo alla gólffleti skólans.

·         Þrif á ísskápum.

·         Þrif á útihurðum.

·         Blettahreinsun á veggjum.

·         Þrif á gluggum skólahúsnæðis.


Matráður/ræstitæknir skal gæta fyllsta trúnaðar um þau einkamál sem hann fær vitneskju um í starfi og sýnir tillitssemi í samskiptum við annað starfsfólk og nemendur. Þagnarskylda helst þótt látið sé af starfi.

Matráður/ræstitæknir sinnir einnig öðrum þeim verkefnum sem skólastjóri kann að fela honum, enda samrýmist þau verksviði hans.


Um laun og launakjör:

Matráður fær greitt samkvæmt starfsmati sem hér segir:

Matráður II 344 stig

Starfar í matstofum/kaffistofum, sinnir lítilsháttar matseld, t.d.pasta og grænmetisréttir. Tekur til

léttar veitingar/smurbrauð, skipuleggur matseðil og/eða innkaup allt að viku fram í tímann, þrif o.fl.

Ræsting 253 stig

Starfar við ræstingu og þrif ýmiss konar í stofnunum, skrifstofum og e.t.v. víðar.

 

Reiknað er með að hvort starf um sig sé um 50% og því 344+253/2=299 stig eða launaflokkur 118

Starfstími og orlof:

Matráður/ræstitæknir tekur sumarfrí við lokun leikskóla og aðrir dagar sem út af standa eru umsemjanlegir við leikskólastjóra.  Daglegur vinnutími er frá 8.00 til 16:00 eða 100% stöðuhlutfall.


Stuðningsaðilar

Mikilvægt er að mæta þörfum barna sem eiga við hverskonar þroskafrávik, raskanir eða hegðunartengda erfiðleika að etja. Með því að koma strax til móts við barnið og vinna með barninu að styrkleikum þess, öðlast barnið meira sjálfstæði og meiri færni til að takast á við daglegar athafnir. Stuðningur getur verið í formi einstaklingskennslu eða inni á deild í daglegu starfi barnsins, í öllum aðstæðum eða ákveðnum einstökum aðstæðum, allt eftir þörfum barns.

Til að mæta þörfum barnsins þarf barnið oft á tíðum að fylgja einstaklingsnámsskrá þar sem markvisst er unnið eftir. Einstaklingsnámskrá þarf að endurskoða reglulega

Þagnarskylda leikskólastarfsmanna

Samkvæmt lögum um leikskóla nr. 90/2008 kemur fram að starfsfólk leikskóla skal gæta ýtrustu þagmælsku um hagi barnanna og foreldra/forsjáraðila þeirra, sem starfsfólkið fær vitneskju um í starfi sínu innan leikskólans, og utan vistunartíma barnanna. Starfsfólk leikskólans Lækjarbrekku undirritar samning um að halda fullum trúnaði og virða þagnaskyldu. Þagnarskylda helst þótt starfsmaður láti af störfum.


Þagnarskylda nær þó ekki til atvika sem starfsmaður telur að ógni hagsmunum barnsins, og ber í þeim tilvikum að tilkynna þau til viðkomandi barnaverndaryfirvalda.

Uppfært september 2018

 
Vefumsjón