SÚrfrŠ­i■jˇnusta

Sérkennslustjóri leikskólans Lækjarbrekku er Hjördís Inga Hjörleifsdóttir, iðjuþjálfi.

Sérkennslustefna leikskólans Lækjarbrekku.

 

Í lögum um leikskóla nr. 90/2008 kemur fram að sveitarfélög beri ábyrgð á starfsemi leikskóla og ber þeim að sjá til þess að börn með fötlun fái viðeigandi þjónustu í sínu sveitarfélagi. Sérfræðiþjónusta á að vera í boði í hverjum leikskóla og hlutverk sérfræðiþjónustunnar er að veita barni með sérþarfir stuðning og þjálfun ásamt því að styðja við fjölskyldu barnsins

Við í Leikskólanum Lækjarbrekku leggjum okkur fram um að sinna störfum okkar af alúð, natni og fagmennsku. Við leggjum áherslu á að skapa félagslegt og notarlegt andrúmsloft þar sem starfsmenn og nemendur fái notið sín.

Í barnasáttmála sameinuðu þjóðanna er kveðið á um að börnum skuli ekki mismunað og byggjum við í leikskólanum Lækjarbrekku því hugmyndafræði okkar á hugmyndum um skóla fyrir alla, sem og hugmyndafræðinni um snemmtæka í hlutun – þá sér í lagi fjölskyldumiðaða snemmtæka íhlutun.

Snemmtæk íhlutun miðast við að byrjað sé að vinna markvisst með barn fyrir sex ára aldur (Tryggvi Sigurðsson, e.d.) og rannsóknir sýna að mikilvægt sé að hefja íhlutun eins snemma og kostur er, eða um leið og upp kemur grunur um frávik (Tryggvi Sigurðsson, 2008).

Þegar verið er að velja íhlutunarleið er mikilvægt að fjölskyldan sé með í ráðum þar sem foreldrarnir eru þeir sem þekkja barnið best og samvinna fjölskyldu barns við fagaðila skiptir sköpum og ætti alltaf að vera í fyrirrúmi (Jóna G. Ingólfsdóttir og Rannveig Traustadóttir, 2010), það kallast fjölskyldumiðuð snemmtæk íhlutun. Ef góð samvinna er á milli foreldra og fagaðila eru meiri líkur á að jafnvægi og sátt ráði ríkjum (Hrönn Björnsdóttir, 2008). Eins er staðreynd að fjölskylduaðstæður hafa áhrif á þroska og hegðun barna og fyrir vikið er enn mikilvægara að hafa gott traust á milli foreldra og fagfólks.

 Þegar kemur að snemmtækri íhlutun í leikskóla eru tvær viðurkenndar leiðir hér á landi sem unnið er eftir. Þetta er annar vegar Skipulögð kennsla – TEACCH og hins vegar snemmtæk atferlisþjálfun (Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins, e.d.). Foreldrar eiga að koma að ákvarðanatöku varðandi þá þjálfunarleið sem valin verður fyrir barnið.

 

Starf sérkennslustjórans í leikskólanum

 • Næsti yfirmaður sérkennslustjóra er skólastjóri

 • Starfsvið sérkennslustjóra: Hann starfar samkvæmt lögum og reglugerðum um leikskóla, lögum um málefni fatlaðra sem og öðrum lögum er við eiga aðalnámskrá leikskóla og stefnu viðkomandi sveitarfélags.

 • Verkefni sérkennslustjóra : Sérkennslustjóri ber ábyrgð á skipulagningu, framkvæmd og endurmati sérkennslunnar í leikskólanum ásamt deildarstjóra

 • Hann er faglegur umsjónarmaður sérkennslu í leikskólum.

 • Ber ábyrgð á miðlun upplýsinga milli annarra sérfræðinga sem að barninu koma og starfsmanna leikskólans. Einnig ber hann ábyrgð á upplýsingargjöf milli gunnskóla og leikskóla.

 • Ber ábyrgð á  að börnum sem njóta sérkennslu í leikskólanum sé boðið upp á þroskavænleg verkefni sem henta þörfum hvers barns í leik og starfi .

 • Hefur yfirumsjón með gerð verkefna og áætlana fyrir börn sem njóta sérkennslu.

 • Hefur yfirumsjón með að meðferðar- og kennsluáætlunum annarra sérfræðinga sé framfylgt og að skýrslur séu gerðar í kjölfarið. Hvers konar skýrslur ??

Foreldrasamstarf:

 • Vinnur í nánu samstarfi við foreldra/forráðamenn barna sem njóta sérkennslu í leikskólanum og situr teymisfundi og tekur viðtöl m.a. til að afla bakgrunnsupplýsinga með  þeim.

 • Veitir foreldrum barna sem njóta sérkennslu stuðning, fræðslu og ráðgjöf.

 • Situr foreldrafundi sem haldnir eru á vegum leikskólans.

 • Ber að hafa náið samstarf við skólaþjónustu vegna sérkennslu og sérfræðinga sem tengjast leikskólanum vegna barna sem njóta sérkennslu. Situr fundi þar sem fjallað er um málefni barna sem þurfa sérfræðiaðstoð eða sérkennslu í leikskólum samkvæmt boðun yfirmanns eða hlutaðeigandi aðila.

 • Situr starfsmannafundi og aðra fundi er yfirmaður segir til um og varða starfsemi leikskólans.

 • Sinnir þeim verkefnum er varða sérkennslu sem yfirmaður felur honum.

 

Stuðningsaðilar

Mikilvægt er að mæta þörfum barna sem eiga við hverskonar þroskafrávik, raskanir eða hegðunartengda erfiðleika að etja. Með því að koma strax til móts við barnið og vinna með barninu að styrkleikum þess, öðlast barnið meira sjálfstæði og meiri færni til að takast á við daglegar athafnir. Stuðningur getur verið í formi einstaklingskennslu eða inni á deild í daglegu starfi barnsins, í öllum aðstæðum eða ákveðnum einstökum aðstæðum, allt eftir þörfum barns.

Til að mæta þörfum barnsins þarf barnið oft á tíðum að fylgja einstaklingsnámsskrá þar sem markvisst er unnið eftir. Einstaklingsnámskrá þarf að endurskoða reglulega

 

 

Verkferlar

Á Lækjarbrekku eru reglulega lagðar skimanir fyrir öll börn á aldrinum 2ja til 5 ára. Komi niðurstaða skimana illa út fyrir eitthvert barn er strax brugðist við og unnið með barninu á leikskólanum í samaráði við foreldra/forráðamenn.

Stofnað er sérstakt teymi um barnið skipað foreldrum, sérkennslustjóra og kennurum barnsins.

Komi upp grunur um alvarleg frávik er barninu vísað áfram til frekari greiningar hjá þar til gerðum sérfræðingum – í samráði við foreldra/forráðamenn.

Leikskólinn Lækjarbrekka á í góðu samstarfi við Heilbrigðisstofnun vesturlands á Hólmavík, sem vísar börnum (sé talin þörf á því) í framhaldinu inn á Þroska- og hegðunarstöð til frekari greiningar.

Allar tilvísanir til frekari greininga og aukinnar þjálfunnar eru gerðar í fullu samráði við foreldra/forráðamenn. Við leggjum mikla áherslu á að foreldrar/forráðamenn séu ávalt þeir sem taka ákvarðanir er varða hag barna þeirra og teymið í kringum barnið vinni saman að markmiðum sem sett eru með einstaklingsnámskrá.

 

Einstaklingsnámskrár

Hlutverk sérkennara er m.a. að útbúa einstaklingsnámskrá fyrir nemanda. Námskráin skal taka mið af þroska og námsþörf hvers og eins. Unnið er að ákveðnum markmiðum sem ákveðin eru í samráði við foreldra/forráðamenn. Áhersla er lögð á að einstaklingsnámskráin byggi á styrkleikum barnsins, í einstaklingsnámskrá kemur fram markmið sem stefnt er að og leiðir til að ná þeim markmiðum. Sérkennari sér um endurmat á einstaklingsnámskrá og útbýr nýja þegar þörf krefur.

Nemendaverndarráð

Leikskólastjóri situr nemendaverndarráðsfundi Grunnskólans á Hólmavík fyrir hönd leikskólans ásamt skólastjóra, fulltrúa sérkennslu, sérkennara, skólahjúkrunarfræðingi og félagsmálastjóra Stranda- og Reykhólahrepps.

Hlutverk nemendaverndarráðs er að samræma skipulag og framkvæmd þjónustu við nemendur varðandi heilsugæslu, námsráðgjöf og sérfræðiþjónustu. Einnig að vera skólastjórnendum til aðstoðar við gerð og framkvæmd áætlana um sérstaka aðstoð við nemendur.

Aðgengi að heilsugæslu  

Sérkennslustjóri getur leitað til hjúkrunarfræðings ef nemandi þarf frekari aðstoð vegna sérþjónustu eða nánari greiningar.

Með leyfi foreldra eru upplýsingar um niðurstöður, ef um frávik er að ræða, úr PEDS-spurningarlistanum og Brigance sendar í leikskólann svo að hægt sé að styrkja barnið áfram í leikskólanum hvort sem í hóp eða einstaklingslega.

Aðgengi að sérfræðiþjónustu - stoðþjónusta

Móttaka nemenda með sérþarfir

Fundað með foreldrum og reynt að fá allar upplýsingar sem liggja fyrir til að hægt sé að koma til móts við þarfir barnsins um leið og barnið kemur inn í skólann. Markmiðið er að tryggja að ekki verði afturvirkt rof á umönnun barnsins. Móttaka hvers barns er sniðin af þörfum þess og er á ábyrgð og í umsjón leikskólasjóra.

Stoðþjónusta

Leikskólinn er fyrir öll börn óháð líkamlegu og andlegu atgervi og ber leikskólanum að taka tillit til þarfa hvers einstaks barns svo það fái notið sín.

Markmið stoðþjónustu eru að:

Styðja barnið þannig að það geti notið leikskóladvalar sinnar.

Skapa aðstöðu til að barnið geti þroskast sem best á eigin forsendum.


Ef grunur leikur á að barn þarfnist sérkennslu er fylgst með því og í framhaldi af því eru gerðar ráðstafanir sem hægt er að gera innan ramma leikskólastarfsins. Ef ástæða þykir til frekari aðgerða er, í samráði við foreldra barnsins, leitað til utanaðkomandi sérfræðinga til frekari ráðgjafar.

 

Áfallaráð og áfallaáætlun

Í vinnslu veturinn 2017-2018 og verður unnið í samstarfi með grunnskólanum. Þangað til mun leikskólastjóri skipuleggja viðbrögð við áföllum eftir bestu getu og í samstarfi við þá er málið varðar.

 uppfært 29.sept.2017
 
 Vefumsjˇn