Afmćlisbarn

Leikskólinn Lćkjarbrekka | 22. nóvember 2017
Hann Ágúst Andri Barkarson varð 2 ára í gær 21. november. Hann gerði fína kórónu og við sungum fyrir hann afmælissönginn. 
Innilega til hamingju með 2 ára afmælið elsku Ágúst Andri okkar!

Afmćlisbarn

Leikskólinn Lćkjarbrekka | 16. nóvember 2017
Hún Guðrún Ösp Vignisdóttir varð 4 ára í dag 16. november. Hún gerði fína kórónu og við sungum fyrir hana afmælissönginn. 
Innilega til hamingju með 4 ára afmælið elsku Guðrún Öps okkar!

Bangsabrauđ

Leikskólinn Lćkjarbrekka | 08. nóvember 2017
« 1 af 3 »
Í dag fengu börnin bangsabrauð í kaffitímanum. Frú Stella skellti í tvö stór bangsabrauð og nokkur lítil. Öll börnin á eldri deildinni fengu lítinn brauðbangsa til að snæða og svo var einn stór í viðbót handa þeim. Börnin á yngri deildinni skiptu hins vegar á milli sín stóru bangsabrauði.
Brauðin vöktu mikla lukku og sköpuðust líflegar umræður við matarborðið.
Börnunum fanst tilvalið að óska eftir bangsabrauði í tilefni þess að Blær er mættur í hús.
Fleiri myndir eru inni á myndasíðu leikskólans.

Blćr bangsi og vináttuverkefni

Leikskólinn Lćkjarbrekka | 08. nóvember 2017
Það er okkur hér á leikskólanum Lækjarbrekku sönn ánægja að segja frá því að við erum orðin Vináttuleikskóli.
Hann Blær bangsi kom til okkar í vikunni. Hann kemur frá Ástralíu og ferðaðist með flugi alla leiðina til Keflavíkur. Hann ferðaðist svo áfram með rútu en lennti svo í hrakningum og villtist. Angantýr lögreglumaður- og fyrrum starfsmaður Lækjarbrekku fann aumingja Blæ kaldan og hræddan uppi á Selárdal og hjálpaði honum að komast á áfangastað.

Vináttuverkefni Barnaheilla á rætur að rekja til Danmerkur og heitir á frummálinu "fri from mobberi"
Vináttuverkefnið er forvarnarverkefni gegn einelti fyrir leikskóla og elstu bekki grunnskóla.

Hugmyndafræði vináttuverkefnisins byggir á fjórum gildum
-umburðarlyndi
-virðing
-umhyggja
-hugrekki

Blær bangsi er sá sem hjálpar til að innleiða gildin og stuðlar að vináttueflingu innan leikskólans.
Öll börn Dvergakots fá svo litla eftirmynd af Blæ, sem þau hafa hér í skólanum. Litli Blær er vinur þeirra og þau geta alltaf sótt í félagsskap hans og huggun ef svo ber undir.

Hér má sjá hlekk inn á vef Barnaheillar þar sem lesa má betur um þetta frábæra verkefni.

Vanessuhátíđ og bangsadagur

Leikskólinn Lćkjarbrekka | 27. október 2017
síðastliðinn föstudag var Vanessuhátíðin haldin í leikskólanum. Vanessuhátíð er haldin í tengslum við afmæli Vanessu okkar, sem er styrktarbarn leikskólans. Vanessa býr í Zimbabve og er 6 ára gömul.
á hátíðinni sungu leikskólabörnin fyrir gesti og gangandi og leikskólastarfsmenn seldu ýmsan varning sem bæði börn og starfsfólk hafði útbúið. Ágóðinn af söluvarningnum fer svo upp í árgjald fyrir Vanessu, sem tilheirir SOS barnaþorpi.
Óhætt er að segja frá því að ágóðinn af hátíðinni  fór langleiðina upp í árgjaldið. 
Myndir frá Vanessuhátíð er að finna á myndasíðunni

Á mánudag eftir vanessuhátíðina fóru börnin á Dvergakoti með ágóða sölunnar yfir í Sparisjóðinn og lögðu inn á reikning fyrir Vanessu.

í dag var svo alþjóðlegi bangsadagurinn haldinn hátíðlegur. Öll börn leikskólans tóku með sér bangsa að heiman og fékk hann að dúllast með börnunum í hefðbundnum leikskólastörfum. Börnin á eldri deildinni teiknuðu mynd af sínum bangsa.

Bleikur dagur

Leikskólinn Lćkjarbrekka | 12. október 2017
Það er bleikur dagur í leikskólanum. Af því tilefni komu flestir í einhverju bleiku í leikskólann. Maturinn okkar er búinn að vera svolítið litskrúðugur í dag. 
Í morgun fengum við bleika AB mjólk og bleika mjólk út á grautinn. Í hádeginu var bleikt vatn með matnum. Í síðdegishressingunni fengum við svo nýbakað brauð sem öllum að óvörum var fagurbleikt í miðjunni. 

Afmćlisbarn

Leikskólinn Lćkjarbrekka | 05. október 2017
Hún Kolfinna Vísa Eiríksdóttir varð 2 ára í dag 5. oktober. Hún gerði fína kórónu og við sungum fyrir hana afmælissönginn. 
Innilega til hamingju með 2 ára afmælið elsku Kolfinna Vísa okkar!

Ţakkir

Leikskólinn Lćkjarbrekka | 29. september 2017
Kæru foreldrar og nemendur
Ég vil þakka kærlega fyrir samstarfið, á síðasta starfsári, sem leikskólastjóri við leikskólann Lækjarbrekku. Þetta er búið að vera skemmtilegur, fræðandi og mjög svo fjölbreyttur tími. Nú hverf ég aftur til fyrra starfs sem deildastjóri Dvergakots.
TAKK FYRIR MIG.

Ingibjörg Alma Benjamínsdóttir kemur aftur til starfa sem leikskólastjóri núna 2.okt.2017 og bjóðum við hana velkomna aftur til starfa.

Kær kveðja
Aðalbjörg S. Sigurvaldadóttir
leikskólastjóri 

Afmćlisbarn

Leikskólinn Lćkjarbrekka | 14. september 2017
Hún Vordís Nótt Ágústsdóttir varð 2 ára í dag 14. september. Hún gerði fína kórónu og við sungum fyrir hana afmælissönginn. 
Innilega til hamingju með 2 ára afmælið elsku Vordís Nótt okkar!

Afmćlisbarn

Leikskólinn Lćkjarbrekka | 11. september 2017
Hann Benjamín Máni Guðmundsson varð 2 ára í gær 10. september. Hann gerði fína kórónu og við sungum fyrir hann afmælissönginn. 
Innilega til hamingju með 2 ára afmælið elsku Benjamín Máni okkar!
Fyrri síđa
1
234567252627Nćsta síđa
Síđa 1 af 27
Eldri fćrslur
Vefumsjón