Afmćlisbarn

Leikskólinn Lćkjarbrekka | 11. ágúst 2017
Hún Eydís Lilja Sigurðardóttir varð 2 ára í dag 11. ágúst. Hún gerði fína kórónu og við sungum fyrir hana afmælissönginn. 
Innilega til hamingju með 2 ára afmælið elsku Eydís Lilja okkar!

Afmćlisbarn

Leikskólinn Lćkjarbrekka | 19. júní 2017
Hann Torfi Hafberg Steinarsson varð 4 ára í dag 19. júní. Hann gerði fína kórónu og við sungum fyrir hann afmælissönginn. 
Innilega til hamingju með 4 ára afmælið elsku Torfi Hafberg okkar!

Afmćlisbarn

Leikskólinn Lćkjarbrekka | 16. júní 2017
Hún Heiðrún Arna Jónsdóttir varð 3 ára í dag 16. júní. Hún gerði fína kórónu og við sungum fyrir hana afmælissönginn. 
Innilega til hamingju með 3 ára afmælið elsku Heiðrún Arna okkar!

Umferđarfrćđsla

Leikskólinn Lćkjarbrekka | 07. júní 2017
í gær 6. júní kom Hannes Yfirlögregluvarðstjóri í heimsókn til okkar hér á leikskólanum og fór yfir umferðarreglurnar með börnunum og ræddi þær hættur sem ber að varast í umferðinni.
Hjóladagurinn verður á fimmtudaginn og af því tilefni sagði Hannes börnunum söguna af Lúlla lögreglubangsa sem notaði ekki hjálm þegar hann hjólaði. Lúlli lenti í slysi, varð fyrir bíl og fékk höfuðhögg og þurfti að fá umbúðir á höfuðið og á hendina.
Þá minntist hann á það að þó að börnin kunni umferðarreglurnar þá geta þær oft gleymst í hita leiksins og því þarf að brýna fyrir börnunum að muna eftir þeim alltaf, líka þegar það er gaman eða þegar maður sér einhvern hinu megin við götuna sem maður þekkir og vill hitta strax. þá þarf alltaf að muna að bíða, horfa og hlusta.
Hannes minntist einnig á mikilvægi þess að allir noti bílbelti, alltaf, því foreldrarnir eru fyrirmyndir barna sinna.
Börnin hlustuðu mjög áhugasöm á Hannes.
í vikunni ætla þau að teikna mynd af lögreglumanni eða lögreglutengdum hlut og senda  Hannesi í þakklætisskini fyrir að hafa komið og frætt þau um hættur sem leynast í umferðinni.

Hreyfivika UMFÍ

Leikskólinn Lćkjarbrekka | 01. júní 2017
fleiri myndir er ađ finna á myndasíđu leikskólans.
fleiri myndir er ađ finna á myndasíđu leikskólans.
Leikskólinn Lækjarbrekka hefur verið virkur þátttakandi í Hreyfiviku UMFÍ þessa vikuna.
Við leggjum enn frekari áherslu á hreyfingu þessa viku en ella.
Meðal þess sem við höfum gert þessa vikuna er að fara út í leiki, tekið nokkra göngutúra og haldið útidiskó í garðinum. í vikunni löbbuðu börnin einnig upp á sjúkrahús og sungu lög fyrir íbúana og starfsfólkið þar.
Starfsfólk hefur einnig verið hvatt til að mæta gangandi eða hjólandi í vinnuna.
Esther Ösp tómstundafulltrúi kom við hér í vikunni og færði öllum nemendum leikskólans "buff" merkt hreyfivikunni og börnin eru sérlega ánægð með það.
Það er svo gott að hreyfa sig!

Útskriftarferđ 2017

Leikskólinn Lćkjarbrekka | 30. maí 2017
í gær, mánudaginn 29. maí fór útskriftarhópur leikskólans í útskriftarferð ásamt Aðalbjörgu leikskólastjóra og Brynju deildarstjóra.
Svanur skólabílstjóri fór með hópnum. 
Byrjað var á því að fara á Drangsnes og fræddust börnin um "Kerlinguna" sem þar er að finna í fjörunni. Svo fóru þau og borðuðu hammara og franskar á Malarkaffi.
Eftir matinn var brunað að Laugarhóli í Bjarnarfirði og Kotbýli kukklarans skoðað. Svo var farið í sund.
Að lokum eftir góðan og vætusaman sundtúr var farið með alla í KSH Hólmavík þar sem allir fengu ís.
Stórskemmtileg ferð í alla staði.
Myndir úr útskriftarferðinni eru komnar inn í myndasafnið 

Afmćlisbarn

Leikskólinn Lćkjarbrekka | 29. maí 2017
Hún Sunna Miriam Mansari varð 4 ára á laugardaginn 27. maí. Hún gerði fína kórónu og við sungum fyrir hana afmælissönginn. 
Innilega til hamingju með 4 ára afmælið elsku Sunna Miriam okkar!

Afmćlisbarn

Leikskólinn Lćkjarbrekka | 29. maí 2017
Hann Hávarður Blær Ágústsson varð 6 ára í gær 28. maí. Hann gerði fína kórónu og við sungum fyrir hann afmælissönginn. 
Innilega til hamingju með 6 ára afmælið elsku Hávarður Blær okkar!

Útskrift 5 ára hóps.

Leikskólinn Lćkjarbrekka | 22. maí 2017
þann 19. maí fór útskrift 5 ára hóps leikskóla Lækjarbrekku fram í Hniðju.
útskriftarnemendurnir fluttu ásamt Aðalbjörgu kennara leikritið Kiðlingarnir 7  fyrir gesti og gekk það príðis vel.
nemendur leikskólans sungu svo nokkur leikskólalög.
útskriftarnemendurnir fengu skírteini og ferilmöppu afhenda við hátíðlega athöfn. 
í næstu viku er stefnt að útskriftarferð hópsins
Myndir af útskriftinni eru komnar í albúm á myndasíðunni.

Sveitaferđ ađ Klúku

Leikskólinn Lćkjarbrekka | 17. maí 2017
Síðastliðinn mánudag og þriðjudag fóru börnin ásamt starfsfólki leikskólans í tveimur hópum í sveitaferð að Klúku í Miðdal. Þar var kíkt á lömbin sem eru í óðaönn að hrannast í heiminn, kíkt á grísina Róuslind og Beikon, hænurnar og kanínurnar. Hundinum Putta var klappað en kötturinn Sölmundur var vant viðlátinn.
Mikil gleði var hjá hópunum og allir kátir með sveitaferðina.
Við þökkum Írisi, Unnsteini og Kristvini kærlega fyrir að taka svona vel á móti okkur. Það var gaman að sjá öll dýrin.
Myndir af ferðinni eru komnar inn á myndasíðu leikskólans.
Fyrri síđa
1
234567242526Nćsta síđa
Síđa 1 af 26
Eldri fćrslur
Vefumsjón