Dóra landkönnuður flytur í Tröllakot

Leikskólinn Lækjarbrekka | 08. mars 2013
Í Tröllakoti er Dóra landkönnuður smám saman að birtast á einum veggnum, börnunum til mikillar gleði. Við búum svo vel að hafa listamenn í starfsmannahópnum sem hafa tekið að sér að skreyta leikskólann okkar. Útkoman er framar vonum. :)
Kærar þakkir fyrir þetta framlag elsku Sylvía Rós og Benjamín.

Lokað vegna veðurs

Leikskólinn Lækjarbrekka | 06. mars 2013
Leikskólinn Lækjarbrekka lokar í dag 6. mars kl. 12:00 vegna veðurs.

Lífshlaupið 2013

Leikskólinn Lækjarbrekka | 01. mars 2013
Nú er vinnustaðakeppninni í Lífshlaupinu nýlokið fyrir árið 2013. Strandabyggð lenti í 4. sæti sem sveitarfélag, en innan sveitarfélagsins tóku þrír vinnustaðir þátt. Það voru Grunnskólinn á Hólmavík, Þróunarsetrið og Leikskólinn Lækjarbrekka. Innan sveitarfélagsins varð starfsfólk leikskólans í fyrsta sæti, Þróunarsetrið í öðru og Grunnskólinn á Hólmavík í því þriðja. Leikskólinn varð í 85.sæti vinnustaða með sama starfsmannafjölda af 165 sem tóku þátt.

Eyþór 2 ára

Leikskólinn Lækjarbrekka | 19. febrúar 2013
Eyþór okkar er orðinn tveggja ára. Hann fékk afmæliskórónu og var sunginn fyrir hann afmælissöngurinn. Innilega til hamingju með afmælið Eyþór!

Öskudagsgleði

Leikskólinn Lækjarbrekka | 13. febrúar 2013
« 1 af 4 »
Í dag hefur verið mikið um að vera hjá okkur á Lækjarbrekku. Börn og starfsfólk kom ýmist á náttfötum eða í grímubúningum í leikskólann. Haldið var ball og dönsuðu bæði stórir og smáir auk þess sem að kötturinn var sleginn úr tunnunni.
Einnig höfum við verið svo heppin að fá í heimsókn til okkar alls konar syngjandi furðuverur!!

Bolludagur

Leikskólinn Lækjarbrekka | 11. febrúar 2013
Í dag er bolludagur og eru bollur á borðum hjá flestum landsmönnum. Við á Lækjarbrekku tökum fullan þátt í því og höfum staðið okkur vel í bolluáti það sem af er degi. Í ávaxtastundinni fengu allir vatnsdeigsbollur með rjóma og í hádegismatinn voru fiskibollur.
Gleðilegan bolludag!!!

Guðbrandur Snær 4 ára

Leikskólinn Lækjarbrekka | 08. febrúar 2013
Hann Guðbrandur Snær á afmæli á morgun laugardaginn 9.febrúar. Í dag fékk hann kórónu og við sungum fyrir hann afmælissönginn. Til hamingju með afmælið Guðbrandur Snær :o)

Dagur leikskólans 2013

Leikskólinn Lækjarbrekka | 01. febrúar 2013
Í tilefni af degi leikskólans miðvikudaginn 6. febrúar verður opið hús í leikskólanum Lækjarbrekku frá kl. 9:00-11:00 og 14:00-16:00.
Við viljum vekja sérstaka athygli á því að frá kl. 10:00-11:00 eru börn fædd 2009 og 2010 í hreyfistund í íþróttahúsinu.
Allir sem áhuga hafa á að koma og skoða skólann okkar og starfsemina sem þar fer fram eru velkomnir í heimsókn.
Hlökkum til að sjá ykkur!

Kveðja
Börn og starfsfólk Lækjarbrekku

Nýr starfsmaður

Leikskólinn Lækjarbrekka | 28. janúar 2013
Benjamín Páll hefur verið ráðinn til starfa á Lækjarbrekku. Vinnutíminn hans er frá 8:00 til 13:00. Fyrstu vikurnar leysir hann Gunnu Möggu af í eldhúsinu en hún er farin í 5 vikna leyfi. Að þeim tíma loknum fer Benjamín að vinna í Tröllakoti.
Við bjóðum hann hjartanlega velkominn til starfa.

Þorrablót

Leikskólinn Lækjarbrekka | 25. janúar 2013
Langborð í Dvergakoti
Langborð í Dvergakoti
« 1 af 4 »
Í dag er bóndadagur og af því tilefni héldum við á Lækjarbrekku þorrablótið okkar. Börnin voru búin að skreyta hjálma sem þau settu upp og svo fengum við að bragða á alls kyns þorramat. Misjafnt var hvað hver lét ofan í sig af góðgætinu en öllum var boðið að smakka.
Marteinn Aldar og Guðný komu með dásemdar hákarl að heiman og buðu öllum að fá sér. Kærar þakkir fyrir það. :)
Eldri færslur
Vefumsjón