Matseđill og mötuneyti

Á Lækjarbrekku eru þrjár máltíðir yfir daginn; morgunmatur, hádegismatur og síðdegishressing. Auk þess er boðið upp á ávexti um miðjan morguninn.

Matráður sem starfar á Lækjarbrekku sér um að reiða fram morgunmat og síðdegishressingu. Veitingahúsið Café Riis sér um að elda hádegismatinn, en matráður Lækjarbrekku nær í hann og börnin borða í leikskólanum. Café Riis gefur út matseðil fyrir hvern mánuð sem er jafnan uppi á töflu í leikskólanum.

Í morgunmat er boðið upp á hafragraut, AB-mjólk, morgunkorn, mjólk, vatn, rúsínur og þorskalýsi.
Í síðdegishressingu er boðið upp á brauð, hrökkbrauð, bruður, rískex, mjólk, vatn og ávexti. Mismunandi er á milli daga hvaða álegg er á boðstólnum. Á föstudögum er alltaf ristað brauð, það er jafnframt eini dagur vikunnar sem sulta er á borðum. 

Í leikskólanum er síðan merkt við á sérstöku blaði hversu vel börnin borða í hvert skipti svo foreldrar geri sér grein fyrir stöðunni þegar þeir sækja barn sitt.

Smellið hér til að sjá gjaldskrá fyrir matinn á Lækjarbrekku.

 

Vefumsjón