Matseðill og mötuneyti
Matseðill maí 2022 er hér
Matseðill apríl 2022 er hér
Matseðill janúar 2022 er hér.
Á Lækjarbrekku eru þrjár máltíðir yfir daginn; morgunmatur, hádegismatur og síðdegishressing. Auk þess er boðið upp á ávexti um miðjan morguninn.
Matráður sem starfar á Lækjarbrekku sér um að reiða fram morgunmat og síðdegishressingu. Veitingahúsið Café Riis sér um að elda hádegismatinn, en matráður Lækjarbrekku nær í hann og börnin borða í leikskólanum. Café Riis gefur út matseðil fyrir hvern mánuð sem er jafnan uppi á töflu í leikskólanum.
Leikskólaeldhús
-
Morgunverður er framreiddur í leikskólanum frá kl. 8:30-9:00. Það sem boðið er upp á er cheerios, cornflakes, AB mjólk, hafragraut og þorskalýsi.
-
Ávaxtastund er daglega í leikskólanum um miðjan morgun.
-
Hádegismatur byrjar kl. 11:30. Hann er eldaður í Café Riis og sóttur af eldhússtarfsmanni leikskólans sem útdeilir honum inn á deildir. Café Riis setur saman matseðil hvers mánaðar og er hægt að sjá hann í fataklefum leikskóla og á heimasíðu.
-
Síðdegishressing er framreidd í leikskólanum og hefst hún kl. 14:30. Ýmist er boðið er upp á brauð, flatkökur, rúgbrauð, hrökkbrauð eða maískex. Einstaka sinnum er boðið upp á ristað brauð. Alla daga vikunnar eru ávextir í síðdegishressingu.
uppfært 03.01.2022
Smellið hér til að sjá gjaldskrá leikskóla