Móttaka og aðlögun

Við upphaf leikskólagöngu barnsins er aðlögun. Mikilvægt er að barnið eigi sína lykilmanneskju í leikskólanum þar sem því finnst það vera öruggt og traust ríkir. Náin tengsl á milli barns og starfsmanna leikskólans er grundvallarforsenda þess að barnið geti unað, leikið sér og lært í leikskólanum.


Dagur 1. Kl. 9.00 - 10.00

Barn skoðar leikskólann - foreldri er með barninu allan tímann.

Dagur 2. Kl.9.00 - 11.30

Barn er með í ávaxtastund og útiveru - foreldri er með barninu allan tímann.

Dagur 3. Kl.8.30 - 13.30

Barn er með í morgunverði, söngstund, ávaxtastund, útiveru, hádegisverði og hvíld. - foreldri fer frá            barninu kl.10.30

Dagur 4. Kl. 8.00 - 15.00

Barn er eins og dagur 3 + síðdegishressing - foreldri fer frá barninu kl.9.00

Dagur 5. Kl. 8.00 - 16.00

Barnið er allan daginn í leikskólanum, en sótt í fyrra fallinu.

Kannanir og skimanir:

Allir nemendur fara í gegnum eftirtaldar skimanir: Íslenski smábarnalistinn, Tras, Orðaskil, Gerd Strand og Hljóm 2. Ef þurfa þykir eru fleiri skimanir lagðar fyrir og aðstoð fengin.

Skil til foreldra á niðurstöðum skimana:

Foreldrar eru látnir vita um niðurstöður skimana og með leyfi þeirra er nánari aðstoð fengin ef þarf.

 uppfært 29.sept.2017
Vefumsjón