Dagur íslenskar tungu og Vanessuhátíð

15. nóvember 2023 | Leikskólinn Lækjarbrekka
Góðan og blessaðan dag.

Á morgun 16. nóvember er dagur íslenskrar tungu.
Við í leikskólanum ætlum að leggja áherslu á íslenskt mál og heiðra Lubba sem aðstoðar okkur við að kenna börnunum íslensku málhljóðin.

Á föstudaginn 17. nóvember er Vanessuhátíð í leikskólanum. Hátíðin er haldin til heiðurs Vanessu, Sólblómabarninu okkar sem býr í SOS barnaþorpi í Zimbabwe. Það verður opið hús í leikskólanum milli kl 14:30 og 16:00. Öll velkomin að koma og kíkja á okkur. í boði verður ýmis varningur til sýnis og sölu til styrktar Vanessu og rennur allur ágóði sölunnar í ársgjald fyrir Vanessu.

Sérstakur húsnæðisstuðningur til foreldra eða forsjáraðila 15-17 ára barna

31. ágúst 2023 | Soffía Guðrún Guðmundsdóttir

 

Félagsþjónusta Stranda og Reykhólahrepps minnir á að foreldrar/forsjáraðilar 15-17 ára barna sem eru í framhaldsskólum fjarri lögheimili eiga rétt á sérstökum húsnæðisstuðningi. Sjá reglur hér http://www.strandabyggd.is/stjornsysla/tilkynningar/skra/2557/.

Umsóknir berist til Soffíu Guðmundsdóttur félagsmálastjóra á tölvupóstfangið felagsmalastjori@strandabyggd.is, fylla þarf út umsóknareyðublað http://www.strandabyggd.is/stjornsysla/umsoknir/skra/2591/, senda með afrit af húsaleigusamningi ásamt staðfestingu á skólavist.

Jöfnunarstyrkur vegna náms í framhaldsskóla

31. ágúst 2023 | Soffía Guðrún Guðmundsdóttir

Minnt er á möguleika framhaldsskólanema sem stunda nám fjarri heimili til jöfnunarstyrks frá Menntasjóði námsmanna

 

https://menntasjodur.is/jofnunarstyrkur/


Hverjir geta fengið jöfnunarstyrk?

Nemendur á framhaldsskólastigi sem stunda nám fjarri lögheimili og fjölskyldu sinni geta átt rétt á jöfnunarstyrk.

  • Nemandi telst stunda reglubundið nám sé hann skráður í og gengið til prófs í a.m.k. 20 FEIN-einingum á önn.
  • Námsmenn í starfsnámi/iðnnámi og aðfaranámi geta átt rétt á bæði námslánum og jöfnunarstyrk. Námsmaður getur þó ekki fengið bæði jöfnunarstyrk og námslán á sömu önn.
  • Nemendur í launuðu starfsnámi eiga ekki rétt á jöfnunarstyrk.
  • Háskólanemar eiga ekki rétt á jöfnunarstyrk.
Vefumsjón