Afmćlisbarn

16. nóvember 2017 | Leikskólinn Lćkjarbrekka
Hún Guðrún Ösp Vignisdóttir varð 4 ára í dag 16. november. Hún gerði fína kórónu og við sungum fyrir hana afmælissönginn. 
Innilega til hamingju með 4 ára afmælið elsku Guðrún Öps okkar!

Bangsabrauđ

08. nóvember 2017 | Leikskólinn Lćkjarbrekka
« 1 af 3 »
Í dag fengu börnin bangsabrauð í kaffitímanum. Frú Stella skellti í tvö stór bangsabrauð og nokkur lítil. Öll börnin á eldri deildinni fengu lítinn brauðbangsa til að snæða og svo var einn stór í viðbót handa þeim. Börnin á yngri deildinni skiptu hins vegar á milli sín stóru bangsabrauði.
Brauðin vöktu mikla lukku og sköpuðust líflegar umræður við matarborðið.
Börnunum fanst tilvalið að óska eftir bangsabrauði í tilefni þess að Blær er mættur í hús.
Fleiri myndir eru inni á myndasíðu leikskólans.

Blćr bangsi og vináttuverkefni

08. nóvember 2017 | Leikskólinn Lćkjarbrekka
Það er okkur hér á leikskólanum Lækjarbrekku sönn ánægja að segja frá því að við erum orðin Vináttuleikskóli.
Hann Blær bangsi kom til okkar í vikunni. Hann kemur frá Ástralíu og ferðaðist með flugi alla leiðina til Keflavíkur. Hann ferðaðist svo áfram með rútu en lennti svo í hrakningum og villtist. Angantýr lögreglumaður- og fyrrum starfsmaður Lækjarbrekku fann aumingja Blæ kaldan og hræddan uppi á Selárdal og hjálpaði honum að komast á áfangastað.

Vináttuverkefni Barnaheilla á rætur að rekja til Danmerkur og heitir á frummálinu "fri from mobberi"
Vináttuverkefnið er forvarnarverkefni gegn einelti fyrir leikskóla og elstu bekki grunnskóla.

Hugmyndafræði vináttuverkefnisins byggir á fjórum gildum
-umburðarlyndi
-virðing
-umhyggja
-hugrekki

Blær bangsi er sá sem hjálpar til að innleiða gildin og stuðlar að vináttueflingu innan leikskólans.
Öll börn Dvergakots fá svo litla eftirmynd af Blæ, sem þau hafa hér í skólanum. Litli Blær er vinur þeirra og þau geta alltaf sótt í félagsskap hans og huggun ef svo ber undir.

Hér má sjá hlekk inn á vef Barnaheillar þar sem lesa má betur um þetta frábæra verkefni.
Vefumsjón