Leikskólastarf hefst að loknu sumarleyfi

02. ágúst 2025 | Hrafnhildur Guðbjörnsdóttir
Starfsemi leikskólans Lækjarbrekku hefst aftur að loknu sumarleyfi þriðjudag 5. ágúst klukkan 11:00. 
Mæting er í Grunnskólann eins og var fyrir sumarfrí.
Unnið er að endurgerð leikskólalóðar en tilkynnt verður síðar um flutning í húsnæði Leikskólans.

Leikskólinn opnar

05. ágúst 2024 | Hrafnhildur Guðbjörnsdóttir
Starfsemi leikskólans Lækjarbrekku hefst aftur að loknu réttu 6 vikna sumarleyfi miðvikudaginn 7. ágúst klukkan 11:00 2024. 

Leikskóladagatal 2024-2025 má finna hér.

Dagur íslenskar tungu og Vanessuhátíð

15. nóvember 2023 | Leikskólinn Lækjarbrekka
Góðan og blessaðan dag.

Á morgun 16. nóvember er dagur íslenskrar tungu.
Við í leikskólanum ætlum að leggja áherslu á íslenskt mál og heiðra Lubba sem aðstoðar okkur við að kenna börnunum íslensku málhljóðin.

Á föstudaginn 17. nóvember er Vanessuhátíð í leikskólanum. Hátíðin er haldin til heiðurs Vanessu, Sólblómabarninu okkar sem býr í SOS barnaþorpi í Zimbabwe. Það verður opið hús í leikskólanum milli kl 14:30 og 16:00. Öll velkomin að koma og kíkja á okkur. í boði verður ýmis varningur til sýnis og sölu til styrktar Vanessu og rennur allur ágóði sölunnar í ársgjald fyrir Vanessu.

Vefumsjón