Gleðilegt nýtt ár

Leikskólinn Lækjarbrekka | 02. janúar 2014
Börn, foreldrar og aðstandendur !
Við viljum þakka ykkur fyrir gamla árið og óskum ykkur öllum velfarnaðar á því nýja.
Janúarmánuður verður helgaður Heilbrigði og velferð hér á Lækjarbrekku.
Elstu börnin á Tröllakoti fara í íþróttir með þeim eldri á fimmtudögum.
Við auglýsum betur á töflunni hvernig við ætlum að útfæra næsta mánuð.

Jólaball.

Leikskólinn Lækjarbrekka | 18. desember 2013
Í dag héldum við jólaball á leikskólanum.  Viðar kom og spilaði á harmonikku og við gengum í kringum jólatréð og sungum ýmis jólalög.   Þegar við vorum að syngja þá sáum við einhverja rauðklædda karla á hlaupum í garðinum.  Þegar betur var að gáð voru þarna komnir tveir jólasveina og þeir komu inn og dönsuðu með okkur í kringum jólatréð og gáfu síðan öllum pakka.  Við enduðum svo litlu jólin okkar á því að fá okkur hangikjöt og hefðbundið meðlæti.

Afmælisdrengur

Leikskólinn Lækjarbrekka | 18. desember 2013
Hann Stefán Þór er 5ára í dag.  Hann fékk fína kórónu og við sungum ásamt jólasveinunum afmælissöngin fyrir hann.
Innilega til hamingju með 5ára afmælið elsku Stefán okkar.

Jólahúsið 2013

Leikskólinn Lækjarbrekka | 16. desember 2013
« 1 af 3 »
Í dag fór 5ára hópur sinn árlega jólaseríurúnt.  Við skoðuðum  jólaljósin á Hólmavík og sáum margt mjög fallegt.  Fimmára hópur ákvað að jólahúsið 2013 væri Snæfell.  Það sem Elfa og Úlfar voru ekki heima í dag látum við þau fá viðurkenninguna sína þegar þau koma heim.

Bíódagur á Leikskólanum.

Leikskólinn Lækjarbrekka | 16. desember 2013
« 1 af 4 »
Föstudaginn 13. Des var bíódagur hjá okkur á leikskólanum.  Þá horfum við saman á góða mynd og fáum okkur djús og snakk.  Það þótti flestum mjög gott að kúra yfir mynd, því þessa daga eru mikil veikindi á börnum og þau börn sem koma á leikskólann eru sum nýstaðin upp úr veikindum eða mjög slöpp.

Kirkjuferð og kaffihús

Leikskólinn Lækjarbrekka | 12. desember 2013
Í gær var mikið um að vera hjá okkur.  Fyriri hádegi fóru öll börnin og starfsfólkið með skólabílnum upp í krikju og hittum hana Sigríði prest.  Hún sagði okkur frá fæðingu Jesú og við sungum saman.  Krakkarnir sem eru að æfa helgileikinn sungu líka fyrir okkur. Við þökkum Sigríði kærlega fyrir þessa samverustund í kirkjunni.
Eftir hádegismatinn og hvíld örkuðum víð síðan út á cafe Riis og fengum okkur kakó og piparkökur hjá Báru og Ragnheiði.
Foreldrar komu með okkur og börnin sungu jólalög.  Allir voru ánægðir með söngin, kakóið og piparkökurnar.  Eins og oft áður þá leysti Bára hvert og eitt barn út með gjöf.  
Við þökkum kærlega fyrir okkur.  Það er alltaf mjög gott að koma í heimsókn á Riis og kærar þakkir til ykkar fyrir allar jólagjafirnar.

Föndurdagur

Leikskólinn Lækjarbrekka | 10. desember 2013
Í dag var föndurdagur á leikskólanum.  Pabbar og mömmur og afar og ömmur komu of föndruðu með börnunum sínum.  Það var mikið glimmerað og límt og skreytt.  Allir fengu sér svo piparkökur og kaffi .
Fleiri myndir eru í myndaalbúmi.

Gjafir til leikskólans

Leikskólinn Lækjarbrekka | 10. desember 2013
Í dag kom Ragnheiður Ingimundardóttir  til okkar og afhennti okkur pakka, sem kvenfélagið Glæður vildi færa leikskólanum.
Það var mikið fjör að taka við pökkunum og opna þá.  Innihaldið var alveg frábært.  Kubbalest og bóndabær á yngrideild og Playmo bóndabær á eldri deildina.  Við kunnum konunum í kvenfélaginu bestu þakkir fyrir gjöfina.

Afmælisstelpa

Leikskólinn Lækjarbrekka | 10. desember 2013
Hún Gyða varð 4ára á laugardaginn 7.des.  Á föstudaginn fékk hún fína kórónu í leikskólanum og við sungum fyrir hana afmælissöngin.  Innilega til hamingju með 4ára afmælið elsku Gyða okkar.

Desember dagskráin.

Leikskólinn Lækjarbrekka | 05. desember 2013
Eins og fram hefur komið er allt starfið á leikskólanum brotið upp í desember og sá mánuður einkennist af allskonar öðruvísidögum.  Í næstu viku hefst þetta að fullum krafti.
Á þriðjudaginn 10.des ætlum við að hafa opin leikskólann og bjóða foreldrum, ömmum og öfum að koma og föndra með börnunum sínum.  Föndrið verður frá kl. 9.00 - 11.00 og aftur kl. 13.30 - 15.30 og þeir sem foreldrar og afar og ömmur sem geta komið eru velkomin.  Börnin bjóða upp á piparkökur að maula á meðan verið er að föndra.
Á miðvikudaginn 11.des. verður kirkjuferð.  Við förum með börnin upp í krikju kl. 10.00. Þar hittum við Sigríði prest og hún talar um jólinn og við syngjum jólalög.
Á miðvikudaginn förum við líka í kaffihúsaferð. Börnin og starfsfólkið labba yfir á Riis kl. 14.30 og er foreldrum boðið að koma með okkur í kakó og piparkökur.
Á föstudaginn13.des verður svo náttfatadagur og bíódagur hjá okkur.
Eldri færslur
Vefumsjón