Starfsdagur

Leikskólinn Lækjarbrekka | 02. október 2014

Föstudaginn 3. október er leikskólinn lokaður vegna Haustþings leikskólakennara 5. deildar sem haldið verður á Hvammstanga. 

Afmælisdrengur

Leikskólinn Lækjarbrekka | 25. september 2014
Hann Jóhannes á afmæli í dag og er tveggja ára.  Hann fékk fína  kórónu og við sungum fyrir hann afmælissönginn.
Innilega til hamingju með tveggja ára afmælið elsku Jóhannes okkar.

Skólamjólkurdagurinn 24. september

Leikskólinn Lækjarbrekka | 24. september 2014
Í dag var 14. alþjóðlegi skólamjólkurdagurinn haldinn hátíðlegur víða um heim. 
Á Íslandi er haldið upp á hann undir kjörorðunum ,,holl mjólk og heilbrigðir krakkar".
Af því tilefni var börnunum boðin skólamjólk að drekka í síðdegiskaffinu. 

Dagur íslenskrar náttúru

Leikskólinn Lækjarbrekka | 19. september 2014

Í tilefni af degi íslenskrar náttúru þann 16. september fór allur hópurinn í Tröllakoti í vettvangsferð. 

Í ferðinni var margt skoðað og gleymdu börnin sér við að rannsaka það sem finna má í náttúrunni. Einnig vakti það mikla gleði þegar uppgötvuðust hænur í næsta nágrenni. 
Þegar heim var komið fengu börnin sér ávaxtabita úti. 

Skógarkubbar

Leikskólinn Lækjarbrekka | 08. september 2014
Við vorum að taka í notkun nýja kubba. Börnin komust strax upp á lag með að nota þá og þessar fínu byggingar litu dagsins ljós. Flottir krakkar. :)

Afmælisstúlka.

Leikskólinn Lækjarbrekka | 05. september 2014
Hún Elínborg Birna er 3ja ára í dag.  Hún fékk fína kórónu og við sungum fyrir hana afmælissöngin.  Innilega til hamingju með 3ja ára afmælið elsku Elínborg okkar.

Afmælisstúlka

Leikskólinn Lækjarbrekka | 02. september 2014
Hún Elma Dögg átti afmæli í gær og er orðin þriggja ára gömul.  Hún fékk fína kórónu og við sungum fyrir hana afmælissönginn.
Innilega til hamingju með 3 ára afmælið elsku Elma okkar.

Afmælisstúlka

Leikskólinn Lækjarbrekka | 14. ágúst 2014
Hún Amira Linda hélt upp á afmælið sitt í dag og er fjögurra ára gömul.  Hún fékk fína kórónu og við sungum fyrir hana afmælissönginn.
Innilega til hamingju með 4 ára afmælið elsku Amira okkar.

Starfsdagur

Leikskólinn Lækjarbrekka | 14. ágúst 2014
Starfsdagur verður 18. ágúst og verður leikskólinn því lokaður þann dag.

Afmælisstúlka

Leikskólinn Lækjarbrekka | 30. júní 2014
Hún Thelma varð tveggja ára í dag.  Við sungum fyrir hana afmælissöngin og hún fékk flotta kórónu.
Innilega til hamingju með daginn elsku Thelma okkar
Eldri færslur
Vefumsjón