Gæludýr í Lækjarbrekku

Leikskólinn Lækjarbrekka | 15. desember 2014
Börnin í Lækjarbrekku hafa fengið það spennandi verkefni að fóstra snigil sem þvældist í kaupfélagið á Hólmavík. Hann hefur líklegast komið hingað með káli frá Bretlandi. 
Snigillinn er geðgóður og þægilegur í umgengni og er dekrað við hann í alla staði. :)

Kaffihúsaferð

Leikskólinn Lækjarbrekka | 15. desember 2014
Á aðventunni fóru leikskólabörnin ásamt foreldrum og starfsfólki í kaffihúsaferð yfir á Cafe Riis. 
Börnin sungu nokkur jólalög fyrir viðstadda og á eftir var boðið upp á piparkökur og kakó. 
Í lokin voru leikskólabörnin leyst út með gjöfum frá Báru.
Kærar þakkir fyrir okkur. :)

Föndurdagur

Leikskólinn Lækjarbrekka | 15. desember 2014
Einn liður í jólaundirbúningi er að koma saman og búa til eitthvað skemmtilegt fyrir jólin. Við buðum foreldrum að koma og föndra með börnunum í leikskólanum. Mjög góð mæting var í föndrið og var útkoman frábær. Við áttum saman skemmtilega stund og jólaskrautið sem var framleitt var einstaklega fagurt. 
Takk fyrir góða samveru.

Afmæli

Leikskólinn Lækjarbrekka | 11. desember 2014
Hún Gyða er orðin fimm ára.  Hún fékk fína kórónu og við sungum fyrir hana afmælissönginn.  Innilega til hamingju með fimm ára afmælið elsku Gyða okkar.

Piparkökubakstur

Leikskólinn Lækjarbrekka | 09. desember 2014
Hér er jólaundirbúningur kominn í fullan gang enda styttist óðum í hátíðina. 
Börnin eru búin að baka piparkökurnar, skreyta þær og eru langt komin með að borða þær líka. :)

Bókavík

Leikskólinn Lækjarbrekka | 21. nóvember 2014
Í dag höfðum við opið hús og lásum ljóð.
Við umbreyttum Álfakoti í draumakot með ljúfri lýsingu og gjörning á myndvarpa.
Börnin voru mjög heilluð af gjörningnum og vilja gjarna aftur hafa svona flott í Álfakoti.
Hérna fylgja nokkrar myndir frá viðburðinum.

Dagur íslenskrar tungu

Leikskólinn Lækjarbrekka | 14. nóvember 2014
Þann 16. nóvember er dagur íslenskrar tungu. Af því tilefni komu Jón E. Alfreðsson og Aðalheiður Ragnarsdóttir í heimsókn í og lásu söguna um tröllskessuna Gilitrutt og fluttu kvæðið: Í loftillum svefnklefa Sigurður hraut. Bæði börn og starfsfók höfðu gaman af og þökkum við þeim kærlega fyrir. 

Heimsókn

Leikskólinn Lækjarbrekka | 13. nóvember 2014

Í dag fóru nemendur Dvergakots að heimsækja heimilisfólk sjúkrahússins á Hólmavík. Farið var í hífandi roki og vorum við viss um að á einhverjum tímapunkti myndum við fjúka út í loftið. 

Þegar á sjúkrahúsið var komið sungu börnin af krafti fyrir íbúana og ætluðu aldrei að vilja hætta. Það var alltaf eitt lag eftir sem þurfti líka að syngja.
Ferðin var ánægjuleg og stefnt verður á að fara aftur að mánuði liðnum.

Starfsdagur

Leikskólinn Lækjarbrekka | 02. október 2014

Föstudaginn 3. október er leikskólinn lokaður vegna Haustþings leikskólakennara 5. deildar sem haldið verður á Hvammstanga. 

Afmælisdrengur

Leikskólinn Lækjarbrekka | 25. september 2014
Hann Jóhannes á afmæli í dag og er tveggja ára.  Hann fékk fína  kórónu og við sungum fyrir hann afmælissönginn.
Innilega til hamingju með tveggja ára afmælið elsku Jóhannes okkar.
Eldri færslur
Vefumsjón