Sólmyrkvinn

Leikskólinn Lækjarbrekka | 23. mars 2015
Við létum sólmyrkvann þann 20. mars ekki framhjá okkur fara. Börnin á eldri deildinni fóru í útiveru á meðan að sólmyrkvinn stóð yfir. Þau léku sér á lóðinni og kíktu á sólina við og við til að fylgjast með breytingunum. 

Vorboði

Leikskólinn Lækjarbrekka | 17. mars 2015
Í dag léku börnin sér í glampandi sólskini í útiverunni fyrir hádegi. Það hefur ekki gerst í langan tíma. Við vorum að vonum himinsæl með okkur og sólina!!

Afmæli

Leikskólinn Lækjarbrekka | 10. mars 2015
« 1 af 2 »
Hún Sigríður Sól er orðin fimm ára.  Í dag fékk hún fína kórónu og við sungum fyrir hana afmælissönginn.  Innilega til hamingju með fimm ára afmælið elsku Sigríður Sól okkar.

Skemmtilegt og gefandi starf

Leikskólinn Lækjarbrekka | 02. mars 2015

Leikskólinn Lækjarbrekka auglýsir eftir leikskólakennara/leiðbeinanda í 87,5% starf og er vinnutíminn 9:00-16:00. Starfsmaður þarf að geta hafið störf sem fyrst.

Við leikskólann er unnið metnaðarfullt starf þar sem barnið er í brennidepli. Leitað er eftir öflugu starfsfólki sem hefur gaman af börnum, býr yfir góðri samskiptahæfni og hefur ríka þjónustulund. Einnig er skipulagshæfni og  jákvæðni mikilvægur kostur.

 

 

Nánari starfslýsingar er hægt að nálgast á skrifstofu leikskólastjóra eða í síma 451 3411. Einnig er hægt að senda tölvupóst á leikskólastjóra í netfangið: leikskolastjori@strandabyggd.is



Umsækjendur eru beðnir um að skila inn umsóknum til leikskólastjóra eða á skrifstofu sveitarfélagsins að Höfðagötu 3. Umsóknafrestur er til 9.mars 2015. Þeir sem eiga eldri umsóknir um störf á leikskólanum Lækjarbrekku eru beðnir um að endurnýja umsóknir sínar. Leikskólastjóri áskilur sér rétt til að hafna öllum umsóknum standist þær ekki kröfur. 

Afmælispiltur.

Leikskólinn Lækjarbrekka | 27. febrúar 2015
Hann Kristvin Guðni er 3ja ára í dag.  Hann fékk fína kórónu og við sungum fyrir hann afmælissöngin.
Innilega til hamingju með afmælið elsku Kristvin okkar.

Öskudagur

Leikskólinn Lækjarbrekka | 18. febrúar 2015
Í dag er Öskudagur og við héldum ball. Húsið fylltist af furðuverum sem dönsuðu ógurlega. Þegar dansinum lauk var kötturinn sleginn úr tunnunni. Upp úr hádegi fóru að streyma að fleiri furðuverur sem glöddu okkur með söng og fengu popp að launum. 
Skemmtilegur dagur með skemmtilegu fólki. :)

Afmæli

Leikskólinn Lækjarbrekka | 18. febrúar 2015
« 1 af 2 »
Hann Eyþór er orðinn fjögurra ára.  Hann fékk fína kórónu og við sungum fyrir hann afmælissönginn.  Innilega til hamingju með fjögurra ára afmælið elsku Eyþór okkar.

Dagur leikskólans

Leikskólinn Lækjarbrekka | 02. febrúar 2015

Í tilefni af degi leikskólans verður opið hús í leikskólanum Lækjarbrekku frá kl. 9:00-11:00 og 13:00-15:00.

 

Allir þeir sem hafa áhuga á að koma og skoða leikskóla Strandabyggðar og starfsemina sem þar fer fram eru velkomnir í heimsókn.

 

Hlökkum til að sjá ykkur!

Kveðja
Börn og starfsfólk Lækjarbrekku.

Snúlli Túrbó

Leikskólinn Lækjarbrekka | 30. janúar 2015
Nú er gæludýrið okkar hann Snúlli Túrbó búinn að vera í leikskólanum síðan í byrjun desember. Við erum búin að komast að því að honum finnst kál best og að perur og paprikur eru ekki í uppáhaldi. Honum finnst líka mjög hressandi að sulla smá í vatni. :)
Snúlli Túrbó á sinn samastað Í Dvergakoti en fór á dögunum í heimsókn í Tröllakot að kíkja á mannskapinn þar. Börnin voru mjög áhugasöm um hann en mismikill áhugi var samt á því að snerta snigilinn. 

Þorrablót

Leikskólinn Lækjarbrekka | 28. janúar 2015

Á Bóndadag var haldið Þorrablót í Lækjarbrekku. Börnin undirbjuggu daginn með því að mála og skreyta hjálma sem þau skörtuðu á blótinu. 

Í hádeginu var boðið upp á slátur, kartöflustöppu og rófustöppu í aðalmat. Einnig var harðfiskur, hákarl, hrútspungar og bæði súr og ný sviðasulta með á borðum. Matartíminn var skemmtilegur og var ýmist fussað yfir matnum eða kjamsað á honum, -allt eins og það á að vera! :)


Eldri færslur
Vefumsjón