Afmælisstelpa

Leikskólinn Lækjarbrekka | 27. janúar 2015
Hún Guðný Lilja varð fimm ára í gær.  Í dag fékk hún fína kórónu og við sungum fyrir hana afmælissönginn.  Innilega til hamingju með fimm ára afmælið elsku Guðný Lilja okkar.

Afmæli

Leikskólinn Lækjarbrekka | 26. janúar 2015
« 1 af 2 »
Hann Jökull Ingimundur er orðinn fjögurra ára.  Hann fékk fína kórónu og við sungum fyrir hann afmælissönginn.  Innilega til hamingju með fjögurra ára afmælið elsku Jökull okkar.

Afmæli

Leikskólinn Lækjarbrekka | 26. janúar 2015
« 1 af 2 »
Hún Álfrún Áslaug er orðin tveggja ára.  Hún fékk fína kórónu og við sungum fyrir hana afmælissönginn.  Innilega til hamingju með tveggja ára afmælið elsku Álfrún okkar.

Vasaljósadagur

Leikskólinn Lækjarbrekka | 15. janúar 2015
Í dag lékum við okkur með ljós og skugga. Allir voru með vasaljós og voru ljósin slökkt í leikskólanum. Leikskólinn tók á sig aðra mynd og það var mikil gleði í hópnum. Skriðið var í gegnum göng með ljósin og leitað að týndum hlutum. Einnig var prófað að lýsa í gegnum mismunandi litað plast til að sjá hvernig ljósið breyttist.

Afmæli

Leikskólinn Lækjarbrekka | 13. janúar 2015
Hún Jóhanna Magney er orðin tveggja ára.  Hún fékk fína kórónu og við sungum fyrir hana afmælissönginn.  Innilega til hamingju með tveggja ára afmælið elsku Jóhanna okkar.

Afmæli

Leikskólinn Lækjarbrekka | 13. janúar 2015
Hún Eva Lara er orðin fimm ára.  Hún fékk fína kórónu og við sungum fyrir hana afmælissönginn.  Innilega til hamingju með fimm ára afmælið elsku Eva okkar.

Jólaball

Leikskólinn Lækjarbrekka | 23. desember 2014
Þann 17. des var haldið jólaball í leikskólanum. Skólinn var skreyttur og tréð sett upp. Dansað var í kringum jólatréð og sungið við traustan undirleik Hlífar Hrólfsdóttur. Þegar söngurinn stóð sem hæst komu tveir jólasveinar aðvífandi og brugðu á leik í garðinum áður en þeir komu inn til okkar. Börnin voru glöð að sjá sveinana og vildu ólm dansa með þeim.
Jólasveinarnir færðu svo öllum leikskólabörnunum pakka að gjöf áður en þeir skunduðu af stað.
Í hádeginu bauð Bára upp á hangikjöt og tilheyrandi þannig að jólastemningin var hin mesta.

Við sendum okkar bestu óskir um gleðileg jól

og farsælt komandi ár héðan úr Lækjarbrekku

Kirkjuferð

Leikskólinn Lækjarbrekka | 23. desember 2014
Á aðventunni fórum við í heimsókn í kirkjuna, þar voru sungin jólalög og hlustað á sögu. Vegna ófærðar í götunni fengum við skólabílinn til að keyra okkur í kirkjuna því erfitt hefði verið að fara fótgangandi upp brekkuna.
Stundin í kirkjunni var vel heppnuð og skemmtileg og viljum við þakka séra Sigríði fyrir að taka svona vel á móti okkur.

Skemmtilegast skreytta hús Hólmavíkur

Leikskólinn Lækjarbrekka | 17. desember 2014
Nú er elsti árgangur leikskólans búinn að fara á stúfana að athuga jólaskreytingar Hólmvíkinga. Að vandlega athuguðu máli varð Cafe Riis fyrir valinu. Börnin fóru með verðlaunaskjal sem þau afhentu Ragnheiði á Cafe Riis.

Innilega til hamingju með heiðurinn starfsfólk og eigendur Cafe Riis. 

Afmæli

Leikskólinn Lækjarbrekka | 15. desember 2014
« 1 af 3 »
Hún Hafrún Magnea er orðin tveggja ára.  Hún fékk fína kórónu og við sungum fyrir hana afmælissönginn.  Innilega til hamingju með tveggja ára afmælið elsku Hafrún okkar.
Eldri færslur
Vefumsjón