Afmælisbarn

Leikskólinn Lækjarbrekka | 29. maí 2017
Hún Sunna Miriam Mansari varð 4 ára á laugardaginn 27. maí. Hún gerði fína kórónu og við sungum fyrir hana afmælissönginn. 
Innilega til hamingju með 4 ára afmælið elsku Sunna Miriam okkar!

Afmælisbarn

Leikskólinn Lækjarbrekka | 29. maí 2017
Hann Hávarður Blær Ágústsson varð 6 ára í gær 28. maí. Hann gerði fína kórónu og við sungum fyrir hann afmælissönginn. 
Innilega til hamingju með 6 ára afmælið elsku Hávarður Blær okkar!

Útskrift 5 ára hóps.

Leikskólinn Lækjarbrekka | 22. maí 2017
þann 19. maí fór útskrift 5 ára hóps leikskóla Lækjarbrekku fram í Hniðju.
útskriftarnemendurnir fluttu ásamt Aðalbjörgu kennara leikritið Kiðlingarnir 7  fyrir gesti og gekk það príðis vel.
nemendur leikskólans sungu svo nokkur leikskólalög.
útskriftarnemendurnir fengu skírteini og ferilmöppu afhenda við hátíðlega athöfn. 
í næstu viku er stefnt að útskriftarferð hópsins
Myndir af útskriftinni eru komnar í albúm á myndasíðunni.

Sveitaferð að Klúku

Leikskólinn Lækjarbrekka | 17. maí 2017
Síðastliðinn mánudag og þriðjudag fóru börnin ásamt starfsfólki leikskólans í tveimur hópum í sveitaferð að Klúku í Miðdal. Þar var kíkt á lömbin sem eru í óðaönn að hrannast í heiminn, kíkt á grísina Róuslind og Beikon, hænurnar og kanínurnar. Hundinum Putta var klappað en kötturinn Sölmundur var vant viðlátinn.
Mikil gleði var hjá hópunum og allir kátir með sveitaferðina.
Við þökkum Írisi, Unnsteini og Kristvini kærlega fyrir að taka svona vel á móti okkur. Það var gaman að sjá öll dýrin.
Myndir af ferðinni eru komnar inn á myndasíðu leikskólans.

Starfdagur

Leikskólinn Lækjarbrekka | 11. maí 2017
Minni á starfsdag á leikskólanum á morgunn föstudag 12. maí.
leikskólinn er því lokaður.
Góða og gleðilega helgi til ykkar.

Afmælisbarn

Leikskólinn Lækjarbrekka | 08. maí 2017
Hún Apríl María Birnudóttir varð 2 ára í gær 7. maí. Hún gerði fína kórónu og við sungum fyrir hana afmælissönginn. 
Innilega til hamingju með 2 ára afmælið elsku Apríl María okkar!

Dótadagur

Leikskólinn Lækjarbrekka | 05. maí 2017
Minni á dótadag mánudaginn 8. maí. :)

Af sumarfíling og framkvæmdum

Leikskólinn Lækjarbrekka | 05. maí 2017
Það er alls óhætt að segja það að veðrið hafi leikið við hvern sinn fingur þessa vikuna. Sól skín í heiði, fuglar kvaka og skordýrin hafa vaknað úr dvalanum. Við höfum nýtt blíðuna vel og verið dugleg að fara í gönguferðir og verið almennt mikið úti þessa vikuna.
Framkvæmdir standa sem endra nær yfir í nýbyggingunni og helstu sjáanlegu breytingar vikunnar eru þær að komnir eru upp milliveggir.
Sendum nokkrar myndir í vikulok :) 
Góða helgi allir sem einn.

Föstudagslummur

Leikskólinn Lækjarbrekka | 28. apríl 2017
« 1 af 10 »
Á undanförnum föstudögum höfum við gætt okkur á lummum með smjöri, sultu og osti. Það er alltaf mikil stemmning í húsinu fyrir föstudagslummunum og börnin bíða flest spennt eftir kaffitímanum.
Það er nú bara þannig að þegar sól og vor er í lofti þá verða allir svo glaðir og þar sem við erum öll í sólskinsskapi þá viljum við deila með ykkur þeirri gleði sem örlítil tilbreyting getur veitt.
Góða helgi allir sem einn.

Afmælisbarn

Leikskólinn Lækjarbrekka | 25. apríl 2017
Hún Birna Dröfn Vignisdóttir varð 6 ára í dag 25. apríl. Hún gerði fína kórónu og við sungum fyrir hana afmælissönginn. 
Innilega til hamingju með 6 ára afmælið elsku Birna okkar!
Eldri færslur
Vefumsjón