Byggingaframkvæmdir í fullum gangi

Leikskólinn Lækjarbrekka | 12. apríl 2017
Gaman er að segja frá því að hinu megin við veggi leikskólans er allt fullt af lífi og fjöri. Smíðar á nýrri viðbyggingu eru í fullum gangi og því nóg um að vera innan veggja (nýja, jafnt sem gamla) leikskólans. 
Núna er búið að einangra veggi og loft og verið er að skella múrhúð á veggina í þessum skrifuðu orðum.
Við látum meðfylgjandi myndir tala sínu máli.
Góða langa helgi og gleðilega páska :)

Lubbavísur aðgengilegar á heimasíðunni

Leikskólinn Lækjarbrekka | 12. apríl 2017
Við höfum verið að vinna töluvert með Lubba, sem finnur málbein. Krakkarnir eru búinir að læra nokkrar hljóðavísur tengdar íslensku málhljóðunum. Hér á heimasíðunni undir "söngbækur" er að finna Lubbavísurnar sem við börnin erum búin að leggja nám á. Hvert málhljóð á sitt eigið tákn og um að gera að láta krakkana kenna ykkur hvernig táknið er fyrir þau málhljoð sem þau eru búin að læra. Táknið er gert samhliða því sem hver lubbavísa er sungin.

Afmælisbarn

Leikskólinn Lækjarbrekka | 31. mars 2017
Hann Ingvar Pétursson varð 6 ára í dag 31. mars. Hann gerði fína kórónu og við sungum fyrir hann afmælissönginn. 
Innilega til hamingju með 6 ára afmælið elsku Ingvar okkar!

Leikskólabörn nema dans

Leikskólinn Lækjarbrekka | 24. mars 2017
Í vikunni 20. - 24. mars kom Jón Pétur danskennari og kenndi tveimur elstu árgöngum (2011 og 2012) leikskólans dans. Gaman er að segja frá því að allir nemendurnir tóku þátt í námskeiðinu og stóðu sig rosalega vel. Á fimmtudaginn var svo uppskera erfiðisins þar sem danssýning fór fram í íþróttamiðstöð Hólmavíkur.
Krakkarnir og leiðbeinendur skemmtu sér mjög vel. 

Lubbi finnur málbein

Leikskólinn Lækjarbrekka | 24. mars 2017
Lubbasmiðjur 1-4
Lubbasmiðjur 1-4
« 1 af 5 »

Nú 3. mars var haldið námskeið í Hnyðju tengt málörvunarefninu Lubbi finnur málbein.

Námskeiðið var haldið fyrir tilstuðlan leikskólans Lækjarbrekku. Auk starfsfólks leikskólans mættu  starfsfólk leik- og grunnskóla Drangsness og starfsfólk Reykhólaskóla – sem er samrekinn leik- og grunnskóli.  Eyrún Ísfold Gísladóttir talmeinafræðingur og annar höfunda Lubba finnur málbein, hélt námskeiðið.

Lubbi finnur málbein er málörvunarefni sem byggt er á samnotkun tákna og hljóða. Í íslensku tungumáli eru 35 málhljóð og í námsefninu er hvert og eitt einasta málhljóð bundið við bein. Lubbi fer því um allt land til að finna íslensku málbeinin, til að læra að hljóða stafina.

Námsefni Lubba samanstendur af bók með sögum um hvert málhljóð og vísur eftir Þórarinn Eldjárn, íslandskortið þar sem málbeinin hans Lubba er að finna, DVD diskur og CD diskur þar sem börn eru að flytja Lubbavísurnar og sýna börnum hvernig táknið er fyrir  hvert málhljóð. Þá eru líka fjórar sérstakar Lubbasmiðjur sem innihalda ítarefni og hugmyndir að því hvernig hægt er að vinna með Lubbaefnið.

Við lok síðasta skólaárs gaf foreldrafélag leikskólans leikskólanum Lubbasmiðju 1,  Lubbabókina, DVD og CD diska ásamt veggspjöldum með málhljóðunum og Íslandskortið.

1. mars gáfu Viðar Guðmundsson og Barbara Ósk Guðbjartsdóttir leikskólanum Lubbasmiðjur 2 og 3 og í framhaldi af námskeiðinu fjárfesti leikskólinn í Lubbasmiðju 4 og hefur leikskólinn því eignast allt námsefni Lubba.

Nú þegar er byrjað að vinna með Lubbasmiðjurnar með öllum börnum leikskólans.

Afmælisbarn

Leikskólinn Lækjarbrekka | 28. febrúar 2017
Hann Kristvin Guðni varð 5 ára í gær 27.feb. Hann gerði fína kórónu og við sungum fyrir hann afmælissönginn. 
Innilega til hamingju með 5 ára afmælið elsku Kristvin Guðni okkar!

Afmælisbarn

Leikskólinn Lækjarbrekka | 17. febrúar 2017
Hann Eyþór Jónsson varð 6 ára í dag 17.feb. Hann gerði fína kórónu og við sungum fyrir hann afmælissönginn. 
Innilega til hamingju með 6 ára afmælið elsku Eyþór okkar!

Afmælisbarn

Leikskólinn Lækjarbrekka | 06. febrúar 2017
Hún Sóley Þrá varð 3 ára 2. febrúar. Hún fékk fína kórónu og við sungum fyrir hana afmælissönginn. 
Innilega til hamingju með 3 ára afmælið elsku Sóley Þrá okkar!

Afmælisbarn

Leikskólinn Lækjarbrekka | 31. janúar 2017
Hann Victor Ingi er orðinn 5 ára . Hann fékk fína kórónu og við sungum fyrir hann afmælissönginn. 
Innilega til hamingju með 5 ára afmælið elsku Victor Ingi okkar!

Afmælisbarn

Leikskólinn Lækjarbrekka | 26. janúar 2017
Hann Jökull Ingimundur varð 6 ára í dag 26.janúar. Hann gerði fína kórónu og við sungum fyrir hann afmælissönginn. 
Innilega til hamingju með 6 ára afmælið elsku Jökull Ingimundur okkar!
Eldri færslur
Vefumsjón