Sveitaferð að Klúku

Leikskólinn Lækjarbrekka | 17. maí 2017
Síðastliðinn mánudag og þriðjudag fóru börnin ásamt starfsfólki leikskólans í tveimur hópum í sveitaferð að Klúku í Miðdal. Þar var kíkt á lömbin sem eru í óðaönn að hrannast í heiminn, kíkt á grísina Róuslind og Beikon, hænurnar og kanínurnar. Hundinum Putta var klappað en kötturinn Sölmundur var vant viðlátinn.
Mikil gleði var hjá hópunum og allir kátir með sveitaferðina.
Við þökkum Írisi, Unnsteini og Kristvini kærlega fyrir að taka svona vel á móti okkur. Það var gaman að sjá öll dýrin.
Myndir af ferðinni eru komnar inn á myndasíðu leikskólans.
Vefumsjón