Umhverfismál og lýðheilsa - fræðslufundur
Umhverfisnefnd Grunnskólans á Hólmavík stendur fyrir fræðslufundi þriðjudaginn 26. mars kl. 13:00 fyrir nemendur grunnskólans, foreldra og aðra áhugasama. Stefán Gíslason verður með fræðslu um lýðheilsu- og umhverfismál. Stefán er umhverfisstjórnunarfræðingur, maraþonhlaupari og eigandi og framkvæmdastjóri umhverfisráðgjafarfyritækisins UMÍS ehf. Environice í Borgarnesi en það er fyrirtæki sem veitir ráðgjöf um umhverfismál og sjálfbæra þróun. Stefán er einnig Strandamaður sem margir þekkja þannig að það verður gaman og gagnlegt að fá hann til að fræða okkur um eitt og annað tengt lýðheilsu og umhverfismálum.
Grunnskólanemendur, foreldrar og annað áhugafólk um lýðheilsu og umhverfismál er velkomið til fundarins sem fer fram í Félagsheimilinu á Hólmavík þriðjudaginn 26. mars kl. 13:00.
Stóra upplestrarkeppnin 7. mars
Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar í 7. bekk verður haldin 7. mars klukkan 17:00 í Reykhólaskóla. Nemendur í 7. bekkjum skólanna á Hólmavík og Reykhólum taka þátt og lesa upp sögubrot og ljóð. Allt áhugafólk um vandaðan og áheyrilegan upplestur er velkomið á hátíðina.
Jafnrétti og aðstaða flóttafólks
Sveitarstjórnarfundur 1285 í Strandabyggð
Sveitarstjórnarfundur 1285 í Strandabyggð
Fundur nr. 1285 í sveitarstjórn Strandabyggðar verður haldinn þriðjudaginn 12. febrúar 2019 kl 16:00 í Hnyðju.
Fundardagskrá er svohljóðandi:
...Meira
Slagverksnámskeið
Kynning á slagverki fyrir ungt fólk
Jón G. Breiðfjörð Álfgeirsson mun halda slagverks námskeið fyrir ungt fólk á aldrinum 8-15 ára þann 9. og 10. febrúar
Námskeiðið fer fram í Tónskólanum á Hólmavík
Kostar 10.000 á barn (15 þúsund á systkini)
Muna að taka með sér góða skapið.
Tímasetning:
9.febrúar
13:00-15:00
16:00-18:00
10. febrúar
11:00-13:00
14:00-16:00
Eldri trommarar gætu fengið námskeið að kvöldi.
Íþróttahátíð og íþróttamaður Strandabyggðar
Nemendur bjóða foreldrum og öðrum gestum til hollrar hreyfingar, leiks og skemmtunar.
Tilkynnt verður um val Íþróttamanns Strandabyggðar og veglegur verðlaunagripur afhentur.
Félagsmiðstöðin Ozon sér um samlokusölu.
Allir velkomnir.
Verðlaunaafhending Landsbyggðarvina
Verðlaun verða afhent í samkeppninni Heimabyggðin mín - framtíðin er núna!
Nemendur kynna verðlaunahugmyndir
Tónlistaratriði
Léttar veitingar
Góðir gestir
Allir velkomnir
Litlu jólin
Nemendur flytja atriði á sviði, gengið verður í kringum jólatréð og jólasveinarnir hafa lofað að mæta.
Jólahljómsveitin Grunntónn leikur undir söng. Allir velkomnir.
Grunnskólinn á Hólmavík fær Grænfána og Sorpsamlag Strandasýslu fær heimasíðu.
Nemendur í unglingadeild afhenda Sorpsamlagi Strandasýslu nýja heimasíðu sem verður opnuð og kynnt fyrir gestum..
Allir velkomnir.