A A A

Valmynd

Skólasetning 21. ágúst 2019.

Hrafnhildur Guđbjörnsdóttir | 11. ágúst 2019
Grunnskólinn á Hólmavík verður settur miðvikudaginn 21. ágúst 2019 klukkan 17:00 við skólann. Eftir skólasetningu bjóða umsjónarkennarar nemendum í kennslustofur þar sem afhentar verða stundaskrár og farið yfir skipulag vetrarins.

Nýjum nemendum og forsjáraðilum þeirra er boðið í stutta heimsókn í skólann þriðjudaginn 20. ágúst klukkan 11:00. 

Við hlökkum til samstarfsins í vetur. Verið öll velkomin.

Umsókn um tónlistarnám

Hrafnhildur Guđbjörnsdóttir | 02. júní 2019
Tónskólinn á Hólmavík hefur opnað fyrir skráningu í tónlistarnám skólaárið 2019 - 2020. Tónlistarkennarar eru Bragi Þór Valsson og Vera Ósk Steinsen. Hægt er að skrá nemendur grunnskóla og elstu nemendur leikskóla auk þess sem fullorðnir geta nú einnig skráð sig í tónlistarnám. Umsóknarform má finna hér.

Skráning í tónskólann hófst 2. júní sl. og hefur gengið mjög vel og margir hafa skráð sig. Nú líður að lokum skráningar en þeir sem eiga eftir að skrá sig eru beðnir að gera það sem allra fyrst eða ekki seinna en 21. ágúst. 

Skólaslit 2019

Hrafnhildur Guđbjörnsdóttir | 30. maí 2019
Skólaslit Grunnskólans á Hólmavík verða í Hólmavíkurkirkju, föstudaginn 31. maí klukkan 14:00. Allir velkomnir.

Tónleikar tónskólans

Hrafnhildur Guđbjörnsdóttir | 26. maí 2019
Tónleikar tónskólans verða haldnir mánudaginn 27. maí 2019, klukkan 19:30 í Hólmavíkurkirkju. Nemendur skólans koma fram og syngja og leika eins og þeim einum er lagið. Stjórnandi er Vera Ósk Steinsen. Allir eru velkomnir á tónleikana.

Nýr tónlistarkennari tekur til starfa í haust. Það er Bragi Þór Valsson sem mun setjast að á Hólmavík eftir áralanga dvöl fjarri heimahögum. 
Við komu Braga Þórs eykst fjöldi hljóðfæra sem hægt verður að læra á við Tónskólann á Hólmavík auk þess sem boðið verður upp á kennslu fyrir fullorðna.
Á næsta skólaári verður boðið upp á kennslu á blokkflautu, þverflautu, fiðlu, píanó, popp píanó, gítar, ukulele, ásláttarhljóðfæri, trommur, saxófón, klarinett, söng og einnig er stefnt á að stofna skólakór. 

Nemendur fá verđlaun

Hrafnhildur Guđbjörnsdóttir | 23. maí 2019
Nemendur í unglingadeild Grunnskólans á Hólmavík hafa í vetur tekið þátt í verkefnasamkeppni Landsbyggðarvina - Framtíðin er núna! Fyrir skömmu var tilkynnt að verkefnið: Hamingjudagar á Hólmavík hefði hlotið 1. sæti í samkeppninni ásamt verkefninu: Hjólabrettapallur sem nemendur í Tálknafjarðarskóla lögðu fram. 
Fyrr í vetur voru veittar viðurkenningar fyrir hugmyndahlutann og þá fékk einnig verkefnið Smáhýsi á Hólmavík viðurkenningu.
Verðlaunaafhending fer fram í Norræna húsinu, sunnudaginn 26. maí klukkan 17:00 og þangað er verðlaunahöfunum boðið ásamt fjölskyldum og ættingjum.

Kynning á verkefni Landsbyggđarvina

Hrafnhildur Guđbjörnsdóttir | 09. maí 2019

Fimmtudaginn 9. maí kynna nemendur í unglingadeild Grunnskólans á Hólmavík útfærslu sína á hugmyndinni um breytta Hamingjudaga fyrir dómnefnd Landsbyggðarvina. Öllum áhugasömum er boðið að hlýða á kynninguna.

Kynningin fer fram á Café Riis kl. 11:00. Að henni lokinni verður boðið upp á súpu og brauð en gestir geta keypt sér veitingarnar á 1000 kr.

Laus störf viđ Grunnskólann á Hólmavík 2019-2020

Hrafnhildur Guđbjörnsdóttir | 20. apríl 2019

Lausar stöður við Grunnskólann á Hólmavík   2019-2020

  • Staða umsjónarkennara á yngsta stigi. Um er að ræða samkennslu í 1. – 2. bekk. Allar almennar kennslugreinar. Áhersla er lögð á jákvæðan aga, samþætt þemabundin verkefni og teymisvinnu.
  •  Staða umsjónarkennara á miðstigi. Um er að ræða samkennslu í 5. – 7. bekk. Allar almennar kennslugreinar og áhersla er lögð á jákvæðan aga, samþætt þemabundin verkefni og teymisvinnu.
  •  Staða umsjónarkennara á unglingastigi. Um er að ræða samkennslu í 8. – 10. bekk. Allar almennar kennslugreinar og áhersla er lögð á jákvæðan aga, samþætt þemabundin verkefni og teymisvinnu. Starfið er auglýst til eins árs.
  • Staða íþróttakennara. Um er að ræða kennslu í skólaíþróttum og sundi og þjálfun íþróttagreina í samstarfi við íþróttafélagið Geislann á Hólmavík.
  •  Staða stuðningsfulltrúa. Um er að ræða stuðning við nemanda með sérþarfir og eftirfylgni í grunnskóla- og tómstundastarfi.

Umsækjendur um kennarastöður þurfa að hafa réttindi til kennslu í grunnskóla.  Leitað er eftir einstaklingum með góða skipulagshæfileika og mikla hæfni í mannlegum samskiptum. Reynsla af samkennslu árganga og áhugi á þróunarstarfi eru mikilvægir eiginleikar. Umsækjendur skulu hafa hreint sakavottorð. Starfshlutfall 100%.

Laun eru samkvæmt kjarasamningum Launanefndar sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands

Umsóknarfrestur er til 30. apríl 2019.

 

Nánari upplýsingar veitir:

Hrafnhildur Guðbjörnsdóttir, skólastjóri, sími 451 3430, netfang skolastjori@strandabyggd.is

 

Umsóknir með starfsferilsskrá og afriti prófskírteina ásamt upplýsingum um meðmælendur sendist á skolastjori@strandabyggd.is eða Grunnskólinn á Hólmavík, Skólabraut 20-22, 510 Hólmavík

 

 

Árshátíđ

Hrafnhildur Guđbjörnsdóttir | 11. apríl 2019
Við minnum á árshátíð Grunnskólans á Hólmavík í dag 11. apríl klukkan 17:00 í Félagsheimilinu. Á dagskránni eru skemmtiatriði nemenda, foreldrar í 10. bekk selja veitingar á vægu verði og svo verður ball fyrir alla. Skemmtuninni lýkur klukkan 19:00. Allir velkomnir.

Umhverfismál og lýđheilsa - frćđslufundur

Hrafnhildur Guđbjörnsdóttir | 22. mars 2019

Umhverfisnefnd Grunnskólans á Hólmavík stendur fyrir fræðslufundi  þriðjudaginn 26. mars kl. 13:00 fyrir nemendur grunnskólans, foreldra og aðra áhugasama. Stefán Gíslason verður með fræðslu um lýðheilsu- og umhverfismál. Stefán er umhverfisstjórnunarfræðingur, maraþonhlaupari og eigandi og framkvæmdastjóri umhverfisráðgjafarfyritækisins UMÍS ehf. Environice í Borgarnesi en það er fyrirtæki sem veitir ráðgjöf um umhverfismál og sjálfbæra þróun. Stefán er einnig Strandamaður sem margir þekkja þannig að það verður gaman og gagnlegt að fá hann til að fræða okkur um eitt og annað tengt lýðheilsu og umhverfismálum.

Grunnskólanemendur, foreldrar og annað áhugafólk um lýðheilsu og umhverfismál  er velkomið til fundarins sem fer fram í Félagsheimilinu á Hólmavík þriðjudaginn 26. mars kl. 13:00.

 

Stóra upplestrarkeppnin 7. mars

Hrafnhildur Guđbjörnsdóttir | 06. mars 2019

Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar í 7. bekk verður haldin 7. mars klukkan 17:00 í Reykhólaskóla. Nemendur í 7. bekkjum skólanna á Hólmavík og Reykhólum taka þátt og lesa upp sögubrot og ljóð. Allt áhugafólk um vandaðan og áheyrilegan upplestur er velkomið á hátíðina.

 

Eldri fćrslur

Bekkjavefir

Atburđadagatal

« Apríl 2024 »
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nćstu atburđir