A A A

Valmynd

Vönduđ frammistađa keppenda - áhorfendur á öllum aldri fylltu Félagsheimiliđ

| 30. janúar 2011
Sigurvegarinn Agnes Sólmundsdóttir frá Ţingeyri. Mynd Jón Jónsson.
Sigurvegarinn Agnes Sólmundsdóttir frá Ţingeyri. Mynd Jón Jónsson.

Vestfjarðariðill í söngkeppni Samfés var haldinn á Hólmavík á föstudagskvöldið að viðstöddu fjölmenni. Keppnin var bæði spennandi og skemmtileg en alls voru flutt 10 vönduð söngatriði. Agnes Sólmundsdóttir frá Þingeyri sigraði keppnina með glæsilegu atriði sem verður fram- lag félagsmiðstöðva á Vestfjörðum í landskeppni Samfés. Fjögur atriði voru frá félagsmiðstöðinni Ozon á Hólmavík og eiga allir þátttakendur í keppninni þakkir skyldar fyrir frábæra frammistöðu að sögn Ingibjargar Valgeirsdóttur, sveitarstjóra Strandabyggðar, sem var ánægð eftir keppnina.

,,Áhorfendur eiga líka lof skilið en það kom mér skemmtilega á óvart að sjá fólk á öllum aldri fylla Félagsheimilið á Hólmavík. Eftir 10 ára starf með ungu fólki á höfuðborgarsvæðinu rættist gamall draumur um að sjá og upplifa kynslóðabilið hverfa á viðburðum ætluðum unglingum. Hér tekur öll fjölskyldan og allir íbúar Strandabyggðar þátt í lífi og starfi unglinganna, yngri og eldri systkini, foreldrar, ömmur, afar og aðrir áhugasamir Strandamenn.  Bilið sem við höfum of oft séð myndast milli fullorðinni og unglinga á samskonar atburðum er einhvern veginn ekki til staðar hér. Það er til fyrirmyndar".

Það voru ungmenni í félagsmiðstöðinni Ozon undir stjórn Arnars Jónssonar tómstundafulltrúa, sem áttu heiðurinn af undirbúningi og framkvæmd keppninnar í samstarfi við aðrar félagsmiðstöðvar á Vestfjörðum.

Þessi frétt er fengin af vef Strandabyggðar www.strandabyggd.is
Umfjöllun og fleiri myndir frá keppninni má sjá á strandir.is

Bekkjavefir

Atburđadagatal

« Febrúar 2023 »
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28        

Nćstu atburđir