A A A

Valmynd

Krakkarnir okkar í Landanum!

| 19. september 2011
Á fleygiferđ í brautinni - ljósm. Ingimundur Pálsson
Á fleygiferđ í brautinni - ljósm. Ingimundur Pálsson
Í sjónvarpsþættinum Landanum sem sýndur var í Ríkissjónvarpinu á sunnudaginn var rætt við unga og sprellfjöruga iðkendur í Mótorkrossfélagi Geislans sem hefur aðsetur sitt á mótorkrossbrautinni rétt utan við Hólmavík. Mikil vinna hefur verið lögð í uppbyggingu brautarinnar undanfarin ár, en hún ber nafnið Skeljavíkurbraut og er lögleg 1.400 metra löng keppnis- og æfingabraut fyrir fyrir minni hjól eða fyrir hjól með allt að 85cc tvígengis- eða 125 fjórgengisvélum. 

Strandabyggð hefur stutt við uppbyggingu brautarinnar í gegnum tíðina með styrkjum, en mestöll vinna við uppbyggingu hefur verið unnin af sjálfboðaliðum.  Unga fólkið okkar kom að vanda vel fyrir í þættinum og var Ströndum til sóma.

Hægt er að horfa á umfjöllunina með því að smella hér.
 
Frétt fengin af vefnum www.strandabyggd.is

Bekkjavefir

Atburđadagatal

« Apríl 2024 »
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nćstu atburđir