A A A

Valmynd

Göngum í skólann

| 13. september 2011

Nú höfum við ákveðið að taka þátt annað árið í röð í verkefninu Göngum í skólann en meginmarkmið þess er að hvetja nemendur og foreldra á Íslandi til að ganga, hjóla eða fara á annan virkan hátt til og frá skóla. Á morgun, miðvikudaginn 14. september munum við fara af stað og verður verkefnið með mjög svipuðu sniði og síðastliðinn vetur. Nemendur ganga eða hjóla í skólann og setja laufblað á bekkjartréð sitt. Þeir sem ganga eða hjóla setja græn laufblöð á trén, þeir sem koma á bíl setja brún laufblöð á trén. Þeir sem ferðast með skólabíl verður boðið uppá það að fara út hjá gömlu sjoppunni og labba þaðan í skólann og fá þá grænt laufblað. Einnig verður hægt að ganga af sér í frímínútum. Hér má sjá frekari upplýsingar um verkefnið.

Bekkjavefir

Atburđadagatal

« Mars 2024 »
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nćstu atburđir