Afmćli

Leikskólinn Lćkjarbrekka | 15. september 2020
Hann Jón Óliver varð 2 ára sunnudaginn 13. september.
Haldið var upp á afmælið hans í leikskólanum og fékk hann kórónu, afmælissöng og ávaxtapartý.
Innilegar hamingjuóskir með afmælið þitt hjartans Jón Óliver okkar.

Afmćli

Leikskólinn Lćkjarbrekka | 10. september 2020
Hann Benjamín Máni á 5 ára afmæli í dag. Hann fékk kórónu  og allir í leikskólanum sungu fyrir hann afmælissönginn. Hann bauð upp á melónur, ananas og epli.
Innilegar hamingjuóskir með afmælisdaginn þinn elsku Benjamín Máni okkar.

Afmćli

Leikskólinn Lćkjarbrekka | 02. september 2020
« 1 af 4 »
Í sumarfríinu voru tvö börn sem áttu afmæli það voru þau Ási Þór sem varð 4 ára þann 29. júlí og Eydís Lilja sem varð 5 ára þann 11. ágúst.

Mjölnir Bjarmi varð 2 ára þann 19.ágúst og Katrín Jana varð 3 ára þann 31. ágúst.

Haldið var uppá afmæli barnanna hér í leikskólanum og fengu þau öll kórónu og kórsöng frá börnum og starfsfólki í tilefni dagsins.

Elsku hjartans Ási Þór, Eydís Lilja, Mjölnir Bjarmi og Katrín Jana okkar, Innilegar hamingjuóskir með afmælin ykkar.

4. maí 2020

Hrafnhildur Guđbjörnsdóttir | 22. apríl 2020

Takmarkanir á fjölda nemenda í leik- og grunnskólum falla alveg niður 4. maí og einnig fjöldatakmarkanir við íþróttaiðkun og æskulýðsstarf barna á leik- og grunnskólaaldri. Fjöldamörk samkomubanns hækka á sama tíma úr 20 í 50 manns.

Þetta þýðir að reglur um fjöldatakmörk og um tveggja metra nálægðarmörk munu frá 4. maí ekki eiga við um nemendur í starfi leik- og grunnskóla. Þannig verður því unnt að halda óskertri kennslu og vistun barna. 
Sundkennsla og skólaíþróttir innanhúss og utan verða heimil og 5 ára nemendur komast í kennslu í grunnskólanum samkvæmt móttökuáætlun sem verður yfirfarin og kynnt fyrir 4. maí.
Tónlistarkennsla og íþróttaæfingar hefjast og Frístund og Félagsmiðstöð opna aftur.

Fullorðnir í skólaumhverfinu, starfsfólk og foreldrar munu þurfa að gæta sín aðeins lengur og þurfa áfram að halda fjöldatakmörk (50 manns) og fjarlægðarmörk (2 metra) eins og mögulegt er.

Áform stjórnvalda um tilslakanir á takmörkunum á samkomum og skólahaldi voru kynn á fréttamannafundi 14. apríl sl. og hafa nú verið útfærð nákvæmlega.
https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2020/04/21/Breyttar-reglur-um-takmarkanir-a-samkomum-fra-4.-mai/

https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2020/04/21/Skola-fristunda-og-ithrottastarf-barna-og-ungmenna-eftir-4.-mai-/

https://www.stjornarradid.is/verkefni/menntamal/spurt-og-svarad-skolastarf-a-neydarstigi-almannavarna/Leikskólinn Lćkjarbrekka-viđbragđsáćtlun.

Hrafnhildur Guđbjörnsdóttir | 17. mars 2020

Til foreldra leikskólabarna

Samkomubann er í gildi á Íslandi frá 16. mars til og með 13. apríl 2020. Leikskólar mega halda uppi leikskólastarfi að uppfylltum þeim skilyrðum að börn séu í fámennum hópum  og aðskilin eins og kostur er. Eins þarf að þrífa og sótthreinsa leikskólabygginguna eftir hvern dag. Allar aðgerðir miða að því að hægja á útbreiðslu Covid - 19

Sérstaklega er óskað eftir því að foreldrar sem eru í þeirri aðstöðu að geta haft börn sín heima geri það. Vinsamlega hafið samband til að láta vita í netfang skolastjori@strandabyggd.is

 -Athugið að leikskólinn er opnaður eins og venjulega.Til þess að tími gefist til þrifa og sótthreinsunar lýkur starfinu klukkan 15:30 og foreldrar eru beðnir að sækja börnin þá.

 - Mælst er til þess að börn séu heima ef þau eru með hita eða einkenni sem svipar til einkenna kórónaveirunnar COVID-19. Helstu einkenni eru hiti, hósti, þreyta, vöðva-, bein-, eða höfuðverkur.

 

Þessar ráðstafanir gerum við á Lækjarbrekku:

 • Enginn samgangur er á milli barna í Dvergakoti og Tröllakoti. Lokað verður á milli deilda.
 • Enginn samgangur verður á milli starfsfólks á milli deilda, kaffi á sitt hvorum stað og tíma.
 • Álma starfsfólks er lokuð af. Skrifstofa aðstoðarskólastjóra er notuð fyrir talþjálfun.
 • Farið er í útiveru á sitt hvorum tímanum. Dvergakot 9:00-10:00 og 13:30-14:30,  Tröllakot 10:00-11:00, 15:00-16:00.
 • Börn í Dvergakoti nýta bókasafn, kubbakot og listakot.
 • Efni sem nýta þarf í Tröllakoti er fært inn á deild úr bókasafni, kubbakoti og listakoti.
 • Þjónar taka við matarvögnum í fataklefa sinnar deildar.
 • Stoðþjónusta og þjónusta talmeinafræðings fer fram á skrifstofu aðstoðarleikskólastjóra.
 • Starfsfólk tekur á móti börnum við komu við útidyr og þeim skilað við útidyr á sinni deild. Hafi fólk tök á að hringja á undan sér þegar börn eru sótt mun starfsfólk búa þau til heimferðar
 • Gestabann er í gildi. Leikskólinn er einungis opinn starfsfólki, börnum og foreldrum þeirra.
 • Þurfi starfsfólk nauðsynlega að fara á milli deilda/svæða skal það þvo sér um hendur með sápu og spritta áður en það er gert. Þetta takmarkast við ferðir aðstoðarleikskólastjóra og starfsmanns í eldhúsi.

 

Ráðstafanir er varða þrif og sótthreinsun.

 • Starfsfólk deilda sótthreinsar í lok dags öll borð, stóla, þurrkskápa, skiptiaðstöðu og leikföng eins og unnt er.
 • Dýnur, teppi og koddar verð merkt hverju barni og það geymt aðskilið.
 • Starfsmaður eldhúss sótthreinsar í lok dags borðfleti á kaffistofu auk tölvu. Einnig snertifleti í eldhúsi og matarvagna.
 • Ekki fara aðrir inn í eldhús en starfsmaður í eldhúsi.
 • Starfsmaður í skúringum sótthreinsar í lok dags alla hurðahúna og ljósrofa. Salerni eru sérstaklega sótthreinsuð.
 • Við þrif og sótthreinsun skal nota einnota hanska.

Góðar leiðbeiningar eru á

www.landlaeknir.is,

www.covid.is


Höldum ró okkar og tökum á þessu saman. Hikið ekki við að hafa samband ef eitthvað er. Sendið endilega ábendingar og/eða spurningar á netfangið: skolastjori@strandabyggd.is 
 

 

Opiđ hús í grunnskóla og leikskóla 28. febrúar.

Hrafnhildur Guđbjörnsdóttir | 26. febrúar 2020
Í tilefni af Hörmungardögum á Hólmavík verður opið hús föstudaginn 28. febrúar, klukkan 12:30-14:30 í Grunnskólanum á Hólmavík. Þar verður kynning í framhaldi af þemadögum í skólanum.
Nemendur á unglingastigi fjalla um loftslagsbreytingar, dýravelferð og ólík lífsgæði.
Á miðstigi er fjallað um flóttamenn og farandfólk og hjálparstofnanir og nemendur á yngsta stigi fjalla um börn sem búa við erfiðar aðstæður og hvað við getum gert til að hjálpa. 
Sett verður af stað söfnun til styrktar Barnahjálp sameinuðu þjóðanna, Unicef. 
Veitingar og söluvarningur á boðstólum. Við erum ekki með posa en hvetjum ykkur til að taka með ykkur klink og seðla til að styrkja gott málefni. Kynnið ykkur endilega heimasíðu unicef.is
 
Íþróttaskóli Geislans verður klukkan 13:40 og handbolti klukkan 14:45 í íþróttamiðstöðinni á Hólmavík. Æfingarnar eru öllum opnar, þær verða hörmulega erfiðar, ræður þú við álagið?

Opið hús í leikskólanum Lækjarbrekku verður klukkan 15:00-16:00. Þar verður sett upp föndurstöð og í boði verða léttar veitingar. Klukkan 15:00 verður kökubasar í KSH og allan daginn verður safnað fyrir Vanessu sem er SOS barn leikskólans og trjáplöntum til gróðursetningar og kolefnisjöfnunar.

Lćsisstefna leik- og grunnskóla í Austur Húnavatnssýslu, Húnaţingi vestra og leikskóla Strandabyggđar

Leikskólinn Lćkjarbrekka | 06. febrúar 2020

Læsisstefna leik- og grunnskóla í Austur Húnavatnssýslu, Húnaþingi vestra og leikskóla Strandabyggðar

Leik- og grunnskólar í Austur Húnavatnssýslu, Húnaþingi vestra og leikskóli Strandabyggðar hafa um nokkurt skeið unnið að læsisstefnu skólanna. Markmiðið með sameiginlegri læsisstefnu var að samræma kennsluhætti og námsmat og efla læsi. Unnin var heildstæð stefna af fulltrúum allra leik- og grunnskóla á svæðinu ásamt fræðslustjóra Austur Húnavatnssýslu. Áhersla var lögð á að allir fengju að hafa áhrif á mótun stefnunnar og hún unnin þvert á skólastig. Út frá þeirri vinnu var gerður bæklingur með helstu áherslum úr stefnunni. Bæklinginn má nú finna á heimasíðum skólanna og sveitarfélaganna.

Smelltu hér til að skoða bæklinginn http://www.strandabyggd.is/leikskolaskrar/skra/1756

Lubbi fer á barnabókasafniđ

Hrafnhildur Guđbjörnsdóttir | 02. febrúar 2020
Sérstök opnun fyrir leikskólabörn og foreldra verður á Barnabókasafni mánudaginn 3. febrúar klukkan 16:00-17:00. 
Þá fer Lubbi á bókasafnið en Lubbi er íslenskur hundur sem safnar málbeinum. 
Alma Benjamínsdóttir les Lubbasögu klukkan 16:30 og Lubbaefni verður til sýnis.

Lubbi finnur málbein er málörvunarefni sem er hannað af Eyrúnu Ísfold Gísladóttur og Þóru Másdóttur, en þær eru báðar talmeinafræðingar. 

Lestrarátak stendur nú yfir í leikskólanum og foreldrar eru hvattir til að vera duglegir að lesa fyrir börnin og með þeim.
Góða kynningu á Lubba má finna á síðunni http://www.lubbi.is/

Bókasafnið er til húsa í Grunnskólanum á Hólmavík

Afmćlisbarn

Leikskólinn Lćkjarbrekka | 04. september 2019
Katrín Jana er orðin 2 ára. Við héldum afmælisveislu, sungum afmælissönginn og hún fékk fallega kórónu í tilefni dagsins. Innilega til hamingju með 2 ára afmælið elsku Katrín Jana okkar!

Afmćlisbarn

Leikskólinn Lćkjarbrekka | 25. ágúst 2019
Mjölnir Bjarmi er orðinn 1 árs. Við héldum afmælisveislu fyrir hann, sungum afmælissönginn og hann fékk fallega kórónu í tilefni dagsins. 
Innilega til hamingju með 1 árs afmælið elsku Mjölnir Bjarmi okkar!
Eldri fćrslur
Vefumsjón