Afmćli

Leikskólinn Lćkjarbrekka | 08. janúar 2021
Þau Arna og Matthías urðu 4 ára þann 25. desember.

Á nýju ári héldu þau upp á afmælið sitt í leikskólanum. Þau fengu fína krórónu, afmælissöng og ávaxtapartý.
Innilegar hamingjuóskir með afmælin ykkar elsku Arna Eir og Matthías Þeyr okkar!

Jól í desember

Leikskólinn Lćkjarbrekka | 18. desember 2020
« 1 af 2 »
Það hefur heldur betur verið nóg að gera hjá börnunum á Lækjarbrekku núna undanfarið.

Þrátt fyrir fjöldakamarkanir þá höfum við getað gert hvers kyns uppbrot á okkar daglega starfi

Við höfum:
bakað og skreitt piparkökur
jólaföndrað og skreitt skólann
Fengum kakó og piparkökur hingað til okkar frá Riis og héldum okkar eigið kaffihús.
Farið í jólaljósabíltúr með 5 ára börnunum og skoðað fallegu Hólmavíkina okkar sem er svo jólaleg um þessar mundir.
Búið til jólagjafir fyrir foreldra
Búið til jólakort
Haldið jólaball þar sem alvöru jólasveinar komu og léku sér á leikvellinum í dágóða stund, öllum börnum til ómældrar gleði.
Þeir meir að segja fengu að kíkja aðeins inn, en voru vel sprittaðir og hanskaðir og grýmaðir. Þeir meirað segja sprittuðu á sér tærnar og hárið og skeggið!
Hlustað á vísur Jóhannesar úr Kötlum um jólasveinana
Verið með jólabókadagatal, þar sem þjónn dagsins fær að velja einn pakka. Pakkinn er opnaður og inniheldur bók sem er lesin í samverustund fyrir hádegismatinn.
Núna í þessum skrifuðu orðum eru börnin að hafa kósídag, horfa á jólamynd (Schrek the halls - á íslensku og svo jólamynd með mikka mús)
Öll eru þau að hafa það kósí á dýnum, fá vatn og smá snakk.

Framundan eru svo jólin í allri sinni dýrð.

Við starfsfólk Lækjarbrekku óskum ykkur íbúum Strandabyggðar sem og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og megi nýja árið færa okkur öllum áframhaldandi gleði og hamingju.


Afmćli

Leikskólinn Lćkjarbrekka | 20. nóvember 2020
Hann Ágúst Andri verður 5 ára gamall þann 21. nóvember. Hann hélt upp á afmælið sitt í leikskólanum. Hann fékk fína kórónu, afmælissöng og afmælisávexti. Innilega til hamingju með afmælið þitt hjartans Ágúst Andri okkar!

Afmćli

Leikskólinn Lćkjarbrekka | 20. nóvember 2020
Ástvaldur Fróði varð 1 árs þann 16. Nóvember - á degi íslenskrar tungu. Ástvaldur Fróði hélt upp á afmælið sitt í leikskólanum. Hann fékk fina kórónu, afmælissöng og ávaxtaveislu. Innilegar hamingjóskir með afmælið þitt hjartans Ástvaldur Fróði okkar

Reglur fyrir leikskóla 3. - 17. nóvember.

Hrafnhildur Guđbjörnsdóttir | 02. nóvember 2020

Reglugerð um takmörkun í skólastarfi vegna farsóttar hefur verið birt. 
https://www.stjornartidindi.is/Advert.aspx...

Í samræmi við reglugerðina förum við fram á að foreldrar beri grímu þegar þeir koma börnin í leikskólann. Spritta þarf hendur við dyr, kveðja börn í fataklefa og halda skal tveggja metra fjarlægð við starfsfólk og aðra fullorðna. Við biðjum ykkur að sýna tillitsemi og bíða ef margir mæta á sama tíma. Sækið börnin á útisvæði eins og áður, notið grímu og haldið tveggja metra fjarlægðarmörk.
Leikskólabörn eru undanþegin grímunotkun og tveggja metra reglu og þau mega vera 50 saman á svæði. Starfsfólk er ekki fleira en 10 manns í húsi á hverjum tíma en þarf að gæta að tveggja metra reglu við hvert annað og nota grímu gangi fjarlægðarmörkin ekki. 
Starfsfólk leikskólans sér um reglulega sótthreinsun og þrif og börnin eru dugleg að þvo sér. Starfsmaður í eldhúsi notar grímu og aðrir sem koma að starfinu þar á meðal skólastjóri og kennarar sameiginlegs skóla. 
Það er ekki mikil munur á reglugerðinni og því sem leikskólinn hefur verið að gera í haust. Gangi ykkur öllum vel.
 

Breytingar á skólastarfi

Hrafnhildur Guđbjörnsdóttir | 30. október 2020

Á upplýsingafundi stjórnvalda 30.10.2020 kom fram að breytingar verða á skólastarfi. Reglugerð verður unnin um helgina í samstarfi menntamálaráðherra og heilbrigðisráðherra. Nánari upplýsingar verða kynntar um leið og þær liggja fyrir.  

Reglur Covid19-október 2020

Hrafnhildur Guđbjörnsdóttir | 08. október 2020
Eftirfarandi takmarkanir v. Covid 19 eru í gildi skv. reglugerð:
Til foreldra og aðstandenda í Leikskólanum Lækjarbrekku
Að morgni.
1. Sprittið hendur í forstofu áður en þið takið í hurðarhúna og fylgja börnunum í fataklefann og kveðjið þau þar.
2. Gætið að fjarlægðarmörkum (1 metri) við aðra foreldra og starfsfólk. Bíðið ef margir koma á sama tíma
3. Gangið ekki í gegnum starfsmannaálmu og ekki í gegnum leikskólann frá fataklefa að útisvæði.
Síðdegis.
1. Sækið börn á útisvæði. Ef þau eru inni sprittið hendur í forstofu og sækið börn í fataklefa.
2. Gætið að fjarlægðarmörkum (1 metri) við aðra foreldra og starfsfólk. Bíðið ef margir koma á sama tíma.
3. Gangið ekki í gegnum starfsmannaálmu og ekki í gegnum leikskólann frá fataklefa að útisvæði.
Sendið börnin ekki í leikskólann hafi þau flensulík einkenni. Við erum öll almannavarnir.


 

 

 

Afmćli

Leikskólinn Lćkjarbrekka | 06. október 2020
Á laugardaginn 3. október átti Omar Elías 4 ára afmæli og í gær mánudaginn 5. október átti Kolfinna Vísa 5 ára afmæli.

Við héldum upp á afmæli þeirra í gær mánudag. Þau fengu  fína kórónu, afmælissöng og ávaxtaveislu.

Innilegar hamingjuóskir með afmælin ykkar  elsku Omar Elías og Kolfinna Vísa okkar!

Náttúrfrćđi

Leikskólinn Lćkjarbrekka | 15. september 2020
« 1 af 2 »
Í gær voru börnin á Dvergakoti ótrúlega heppin þegar að einn nemandinn kom með lifandi marhnút með sér í skólann. Peyinn stutti hafði fengið að veiða um morgunninn með fjölskyldu sinni og beit þessi marhnútur á agnið. Drengurinn var að sjálfsögðu ánægður með aflann og vildi sýna samnemendum sínum fiskinn. Ég er svei mér þá ekki viss hvort börnin eða starfsfólkið þótti þetta meira spennandi. En þetta var virkilega skemmtileg upplifun fyrir alla.

Afmćli

Leikskólinn Lćkjarbrekka | 15. september 2020
Hún Vordís Nótt varð 5 ára í gær 14. september. Hún hélt upp á afmælið sitt í leikskólanum og fékk fína kórónu, afmælissöng og ávaxtaveislu. Innilegar hamingjuóskir með afmælið þitt elsku Vordís Nótt okkar.
Eldri fćrslur
Vefumsjón