Matseđill september 2021

Hrafnhildur Guđbjörnsdóttir | 31. ágúst 2021
Smelltu á myndina af matseðlinum.

Afmćlisbarn

Leikskólinn Lćkjarbrekka | 31. ágúst 2021
Hún Katrín Jana okkar varð 4 ára þann 31. ágúst.

Hún hélt upp á afmælið sitt í leikskólanum og fékk afmæliskórónu, ávaxtaveislu og fínan afmælissöng frá börnum og starfsfólki.

Innilegar hamingjuóskir með 4 ára afmælið þitt elsku Katrín Jana okkar!

Afmćlisbarn

Leikskólinn Lćkjarbrekka | 19. ágúst 2021
Hann Mjölnir Bjarmi okkar varð 3 ára þann 19. ágúst.
Við héldum upp á afmælið hans í leikskólanum og fékk hann fína ávaxtaveislu, kórónu og afmælissöng frá börnum og starfsfólki.

Innilegar hamingjuóskir með 3 ára afmælið þitt elsku Mjölnir Bjarmi okkar!

Listasýning og útskrift

Hrafnhildur Guđbjörnsdóttir | 16. júní 2021
Opnun listasýningar og útskrift elstu nemenda leikskólans verður miðvikudaginn 16. júní klukkan 15:00 í Íþróttamiðstöðinni. 
Dagskráin verður þannig:

Söngur
Útskrift
Opnun sýningar
Nónhressing að hætti leikskólans
Íþróttagleði í sal

Vonandi getur allt listafólkið mætt á útskrift, sýningaropnun og íþróttagleði. Foreldrar eru hvattir til að sækja börnin í leikskólann klukkan 14:45 og mæta með þeim í Íþróttamiðstöðina eða gera aðrar ráðstafanir til þess að þau geti mætt.

Skólaţing 29. apríl 2021 - FJARFUNDUR

Hrafnhildur Guđbjörnsdóttir | 27. apríl 2021

Skólaþing í Strandabyggð fimmtudaginn 29. apríl 2021 - FJARFUNDUR 

Markmiðið með skólaþingi er að gefa nemendum, foreldrum, starfsfólki og öðrum sem áhuga hafa tækifæri til að koma á lýðræðislegan hátt á framfæri hugmyndum sínum um gott og öflugt skólastarf í Strandabyggð.

Skólaþingið verður tvískipt. Nemendur vinna að hugmyndum og tillögum um góðan skóla á skólaþingi sem haldið verður á skólatíma að morgni 29. apríl.

 

Foreldrar, starfsfólk og allir sem áhuga hafa á skólastarfi í Strandabyggð eru velkomnir á fjarfund  klukkan 16:00-18:00. 

Hlekkur á þingið er hér: https://zoom.us/j/98493763121

 

Dagskrá:

1. Setning 

2. Kynning frá skólaþingi nemenda

3. Framtíðarskólastarf á Íslandi - Kristrún Lind Birgisdóttir

4. Nafn á sameinaðan leik-, grunn- og tónskóla - hugmyndabankinn opnaður og tekið við fleiri tillögum

5. Einkunnarorð og framtíðarsýn - unnið í hópum 

6. Betri skóli - unnið í hópum

7. Samantekt og kynning

8. Þingslit

 

 Skóla- og foreldraráð sameinaðs skóla í Strandabyggð tekur við öllum gögnum, hugmyndum og tillögum þingsins og tekur til endanlegrar afgreiðslu. Allar tillögur munu birtast í fundargerð á heimasíðu skólans.

Laust starf

Hrafnhildur Guđbjörnsdóttir | 24. mars 2021

Laust starf í sameinuðum leik, grunn og tónskóla á Hólmavík

  • Kennari/leiðbeinandi í leikskóla 100%. Vinnutími 08:00-16:00.

Leitað er eftir fólki með kennaramenntun, uppeldismenntun eða fólki sem hefur áhuga á að vinna með börnum.

Áhersla er lögð á jákvæðni, sveigjanleika og mikla hæfni í mannlegum samskiptum. Áreiðanleiki og frumkvæði eru góðir kostir. Starfsreynsla æskileg.
Umsækjendur skulu hafa hreint sakavottorð.

Umsóknarfrestur er til 1. apríl 2021. Umsækjendur þurfa að geta hafið störf sem fyrst.

Nánari upplýsingar gefur Hrafnhildur Guðbjörnsdóttir, skólastjóri sími 451 3430, skolastjori@strandabyggd.is

Umsóknir ásamt starfsferilskrá og afriti prófskírteina ásamt upplýsingum um meðmælendur sendist á netfangið: skolastjori@strandabyggd.is

Afmćli

Leikskólinn Lćkjarbrekka | 08. janúar 2021
Þau Arna og Matthías urðu 4 ára þann 25. desember.

Á nýju ári héldu þau upp á afmælið sitt í leikskólanum. Þau fengu fína krórónu, afmælissöng og ávaxtapartý.
Innilegar hamingjuóskir með afmælin ykkar elsku Arna Eir og Matthías Þeyr okkar!

Jól í desember

Leikskólinn Lćkjarbrekka | 18. desember 2020
« 1 af 2 »
Það hefur heldur betur verið nóg að gera hjá börnunum á Lækjarbrekku núna undanfarið.

Þrátt fyrir fjöldakamarkanir þá höfum við getað gert hvers kyns uppbrot á okkar daglega starfi

Við höfum:
bakað og skreitt piparkökur
jólaföndrað og skreitt skólann
Fengum kakó og piparkökur hingað til okkar frá Riis og héldum okkar eigið kaffihús.
Farið í jólaljósabíltúr með 5 ára börnunum og skoðað fallegu Hólmavíkina okkar sem er svo jólaleg um þessar mundir.
Búið til jólagjafir fyrir foreldra
Búið til jólakort
Haldið jólaball þar sem alvöru jólasveinar komu og léku sér á leikvellinum í dágóða stund, öllum börnum til ómældrar gleði.
Þeir meir að segja fengu að kíkja aðeins inn, en voru vel sprittaðir og hanskaðir og grýmaðir. Þeir meirað segja sprittuðu á sér tærnar og hárið og skeggið!
Hlustað á vísur Jóhannesar úr Kötlum um jólasveinana
Verið með jólabókadagatal, þar sem þjónn dagsins fær að velja einn pakka. Pakkinn er opnaður og inniheldur bók sem er lesin í samverustund fyrir hádegismatinn.
Núna í þessum skrifuðu orðum eru börnin að hafa kósídag, horfa á jólamynd (Schrek the halls - á íslensku og svo jólamynd með mikka mús)
Öll eru þau að hafa það kósí á dýnum, fá vatn og smá snakk.

Framundan eru svo jólin í allri sinni dýrð.

Við starfsfólk Lækjarbrekku óskum ykkur íbúum Strandabyggðar sem og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og megi nýja árið færa okkur öllum áframhaldandi gleði og hamingju.


Afmćli

Leikskólinn Lćkjarbrekka | 20. nóvember 2020
Hann Ágúst Andri verður 5 ára gamall þann 21. nóvember. Hann hélt upp á afmælið sitt í leikskólanum. Hann fékk fína kórónu, afmælissöng og afmælisávexti. Innilega til hamingju með afmælið þitt hjartans Ágúst Andri okkar!

Afmćli

Leikskólinn Lćkjarbrekka | 20. nóvember 2020
Ástvaldur Fróði varð 1 árs þann 16. Nóvember - á degi íslenskrar tungu. Ástvaldur Fróði hélt upp á afmælið sitt í leikskólanum. Hann fékk fina kórónu, afmælissöng og ávaxtaveislu. Innilegar hamingjóskir með afmælið þitt hjartans Ástvaldur Fróði okkar
Eldri fćrslur
Vefumsjón