Dagur íslenskar tungu og Vanessuhátíð

Leikskólinn Lækjarbrekka | 15. nóvember 2023
Góðan og blessaðan dag.

Á morgun 16. nóvember er dagur íslenskrar tungu.
Við í leikskólanum ætlum að leggja áherslu á íslenskt mál og heiðra Lubba sem aðstoðar okkur við að kenna börnunum íslensku málhljóðin.

Á föstudaginn 17. nóvember er Vanessuhátíð í leikskólanum. Hátíðin er haldin til heiðurs Vanessu, Sólblómabarninu okkar sem býr í SOS barnaþorpi í Zimbabwe. Það verður opið hús í leikskólanum milli kl 14:30 og 16:00. Öll velkomin að koma og kíkja á okkur. í boði verður ýmis varningur til sýnis og sölu til styrktar Vanessu og rennur allur ágóði sölunnar í ársgjald fyrir Vanessu.

Sérstakur húsnæðisstuðningur til foreldra eða forsjáraðila 15-17 ára barna

Soffía Guðrún Guðmundsdóttir | 31. ágúst 2023

 

Félagsþjónusta Stranda og Reykhólahrepps minnir á að foreldrar/forsjáraðilar 15-17 ára barna sem eru í framhaldsskólum fjarri lögheimili eiga rétt á sérstökum húsnæðisstuðningi. Sjá reglur hér http://www.strandabyggd.is/stjornsysla/tilkynningar/skra/2557/.

Umsóknir berist til Soffíu Guðmundsdóttur félagsmálastjóra á tölvupóstfangið felagsmalastjori@strandabyggd.is, fylla þarf út umsóknareyðublað http://www.strandabyggd.is/stjornsysla/umsoknir/skra/2591/, senda með afrit af húsaleigusamningi ásamt staðfestingu á skólavist.

Jöfnunarstyrkur vegna náms í framhaldsskóla

Soffía Guðrún Guðmundsdóttir | 31. ágúst 2023

Minnt er á möguleika framhaldsskólanema sem stunda nám fjarri heimili til jöfnunarstyrks frá Menntasjóði námsmanna

 

https://menntasjodur.is/jofnunarstyrkur/


Hverjir geta fengið jöfnunarstyrk?

Nemendur á framhaldsskólastigi sem stunda nám fjarri lögheimili og fjölskyldu sinni geta átt rétt á jöfnunarstyrk.

  • Nemandi telst stunda reglubundið nám sé hann skráður í og gengið til prófs í a.m.k. 20 FEIN-einingum á önn.
  • Námsmenn í starfsnámi/iðnnámi og aðfaranámi geta átt rétt á bæði námslánum og jöfnunarstyrk. Námsmaður getur þó ekki fengið bæði jöfnunarstyrk og námslán á sömu önn.
  • Nemendur í launuðu starfsnámi eiga ekki rétt á jöfnunarstyrk.
  • Háskólanemar eiga ekki rétt á jöfnunarstyrk.

Jólaball í leikskólanum

Leikskólinn Lækjarbrekka | 14. desember 2022
Í morgun héldum við jólaball í leikskólanum. Börnin mættu í sínu fínasta pússi og röðuðu sér í tvo hringi kring um jólatréð og hófu upp raust sína á sama tíma og Siggi Villa sló taktinn á gítarinn. Eftir nokkra stund bárust tónar leikskólabarnanna upp í Borgir og fljótlega létu þeir Þvörusleikir og Kertasnýkir sjá sig í neðri byggðum. Þeir príluðu yfir grindverkið og léku sér í garðinum. Réttara sagt þá reyndu þeir að leika sér, þeir kunnu ekki alveg á leiktækin og stundum var eins og þeir væru frekar áhættuleikarar í hasarmynd heldur en jólasveinar af fjöllum. Börnin höfðu gaman af þessum uppátækjum og buðu þeim svo inn til sín að syngja og dansa. Þeir voru alveg til í að koma innúr frostinu og hlýja sér. Börnin voru óskaplega kurteis og sungu og léku á alls oddi með jólasveinunum. í lok ballsins laumuðust sveinarnir fram og komu inn með pokana sína og gáfu öllum leikskólabörnunum sinn pakkann hverju. Það voru því afskaplega þakklát og glöð börn sem skottuðust í hádegismat á deildinni sinni og fengu jólamat; hangikjöt, kartöflur, uppstúf, baunir, rauðkál og laufabrauð með smjöri.
Í kaffitímanum voru piparkökur sem börnin sjálf höfðu bakað og skreitt fyrr í mánuðinum og kakó sem Reimonda okkar lagaði fyrir okkur.
Svo toppaði nú daginn fyrir þeim þegar byrjaði að snjóa og jólasnjónum kingir nú niður og minnir okkur stór og smá að jólahátíðin er skammt undan.
Frábær dagur í alla staði.
Á föstudaginn verður svo náttfata og kósídagur þar sem við horfum á bíómynd og léttum okkur lundina í jólaundirbúningnum. Það verður fínt að vera með kósidag á föstudag því spáð er miklu frosti.

Símalaus sunnudagur

Hrafnhildur Guðbjörnsdóttir | 26. október 2022


Næstkomandi sunnudag 30. október nk. standa Barnaheill – Save the Children á Íslandi fyrir símalausum sunnudegi í fjórða sinn. 

Yfirskrift Símalauss Sunnudags er ,,Upplifum ævintýrin saman” og er markmiðið að vekja foreldra og annað fullorðið fólk til umhugsunar um áhrif snjalltækja á samveru og nánd innan fjölskyldna.
Snjallsímar og önnur snjalltæki eru skemmtileg og gagnleg tæki sem hafa umbylt því hvernig við eigum í samskiptum, nálgumst upplýsingar og verjum tíma okkar. Í mörgum tilvikum eru áhrif tækninnar jákvæð og sniðug en einnig hefur verið bent á skuggahliðar hennar. Óhófleg notkun á snjalltækjum getur meðal annars haft áhrif á samskipti innan fjölskyldunnar – samskiptin og nándin minnka því það er eitthvað sem stelur athyglinni.


Hægt er að skrá sig til leiks á www.simalaus.is og taka áskorun Barnaheilla. Allir þátttakendur eiga möguleika á að vinna fjölbreytta og fjölskylduvæna útdráttarvinninga og fá auk þess nokkur góð ráð send í tölvupósti laugardaginn 29. október.  Tökum þátt.

Staða leikskólakennara

Hrafnhildur Guðbjörnsdóttir | 08. september 2022


Staða leikskólakennara
Auglýst er staða leikskólakennara, almennt starf á deild. Starfshlutfall er 100% og vinnutíminn frá 8:00-16:00. Æskilegt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

Leikskólinn Lækjarbrekka tilheyrir sameinuðum leik-, grunn- og tónskóla í Strandabyggð og starfar samkvæmt lögum og reglugerðum um leikskóla. Uppeldisstefnan er jákvæður agi, skólinn er grænfánaskóli og unnið er að innleiðingu heilsueflandi skóla.

 Menntunar og hæfniskröfur:

• Kennaramenntun, leyfisbréf og hæfni til kennslu í viðeigandi skólagerð

• Góð íslenskukunnátta

• Áhugi, reynsla og hæfni í starfi með börnum

• Jákvæðni, frumkvæði og góður samstarfsvilji

• Lipurð og hæfni í mannlegum samskiptum

• Frumkvæði, sjálfstæði og sveigjanleiki í vinnubrögðum

• Reglusemi og samviskusemi

• Hreint sakavottorð

Laun eru samkvæmt samningum Sambands íslenskra sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands.

Umsóknarfrestur er til 15. september 2022.

Hrafnhildur Guðbjörnsdóttir skólastjóri gefur upplýsingar um starfið og tekur á móti umsóknum ásamt ferilskrá, afriti leyfisbréfa og upplýsingum um meðmælendur netfang skolastjori@strandabyggd.is

 
 

Staða leikskólakennara

Hrafnhildur Guðbjörnsdóttir | 08. september 2022

Staða leikskólakennara

Auglýst er staða leikskólakennara, almennt starf á deild. Starfshlutfall er 100% og vinnutíminn frá 8:00-16:00. Æskilegt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

Leikskólinn Lækjarbrekka tilheyrir sameinuðum leik-, grunn- og tónskóla í Strandabyggð og starfar samkvæmt lögum og reglugerðum um leikskóla. Uppeldisstefnan er jákvæður agi, skólinn er grænfánaskóli og unnið er að innleiðingu heilsueflandi skóla.

 Menntunar og hæfniskröfur:

• Kennaramenntun, leyfisbréf og hæfni til kennslu í viðeigandi skólagerð

• Góð íslenskukunnátta

• Áhugi, reynsla og hæfni í starfi með börnum

• Jákvæðni, frumkvæði og góður samstarfsvilji

• Lipurð og hæfni í mannlegum samskiptum

• Frumkvæði, sjálfstæði og sveigjanleiki í vinnubrögðum

• Reglusemi og samviskusemi

• Hreint sakavottorð

Laun eru samkvæmt samningum Sambands íslenskra sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands.

Umsóknarfrestur er til 15. september 2022.

Hrafnhildur Guðbjörnsdóttir skólastjóri gefur upplýsingar um starfið og tekur á móti umsóknum ásamt ferilskrá, afriti leyfisbréfa og upplýsingum um meðmælendur netfang skolastjori@strandabyggd.is

 
 

Leikskólastarf að loknu sumarleyfi

Hrafnhildur Guðbjörnsdóttir | 05. ágúst 2022

Leikskólinn Lækjarbrekka verður opnaður klukkan 11, mánudaginn 8. ágúst að loknu sumarleyfi. Vel hefur gengið að manna stöður í skólanum og starfsfólk hlakkar til að hitta börnin og hefja starfið.
Tölvupóstur með nánari upplýsingum hefur verið sendur til foreldra sem við biðjum að láta vita ef börnin verða í fríi áfram eða  einhverja daga.  
Leikskóladagatalið 2022-2023 má finna hér.

Hjóladagur í dag

Leikskólinn Lækjarbrekka | 08. júní 2022
« 1 af 2 »
Það er líf og fjör í leikskólanum þessa dagana. Sólin skín og sólarvörnin hefur verið brúkuð í nokkur skipti og það er alltaf gleðilegt.
Í dag er hjóladagur í leikskólanum og þá fá börn að koma með hverskyns farartæki á hjólum og leika sér úti í góða veðrinu. Lögreglan á svæðinu kemur og spjallar um öryggi við börnin, allir setja á sig hjálma og hjóla af stað og lögreglan sér um að loka veginum inn á svæðið á meðan.
Eldri börnin hjóla á planinu fyrir framan leikskólann og Braggann en yngri hjóla í garðinum. Öll börnin fá tækifæri til að spjalla við lögregluna og sjá ljósin á löggubilnum blikka.
Hjóladagur er alltaf sérlega skemmtilegur dagur og frábært að sjá að öll börn eiga farartæki á hjólum og hjálm til að nota.
Veðrið leikur líka við okkur í dag sem er frábært því það verður einhvernveginn allt enn betra og skemmtilegra í góðu veðri.

Skólastarf á nýju ári 2022.

Hrafnhildur Guðbjörnsdóttir | 02. janúar 2022

Skólastarf hefst í Leik- grunn- og tónskóla þriðjudaginn 4. janúar 2022. Starfsfólk skólans óskar nemendum og foreldrum gleðilegs nýs árs og þakkar fyrir samstarfið á liðnu ári. 

Núgildandi reglur um skólahald eru þannig:
  • Á öllum skólastigum miðast hámarksfjöldi barna/nemenda við 50 einstaklinga í rými.
  • Hámarksfjöldi starfsfólks í sama rými eru 20 manns og starfsfólki er heimilt að fara á milli rýma.
  • Nálægðarregla: Almennt 2 metra en sé ekki unnt að tryggja 2 metra reglu er grímuskylda. Leikskólabörn eru undanþegin nálægðarreglu.
  • Grímuskylda: Almennt er skylt að nota grímu ef ekki er hægt að virða 2 metra regluna. Börn fædd 2006 og síðar eru undanþegin grímuskyldu.
Starfsfólk og foreldrar skulu þannig viðhafa grímuskyldu í fataklefa leikskóla og grunnskóla þar sem ekki er hægt að tryggja 2 metra reglu milli fullorðinna einstaklinga.
Skipulagsdagur starfsfólks verður mánudag 3. janúar og þar verður meðal annars farið yfir sóttvarnarráðstafanir og aðgerðir, til dæmis í kennslu barna sem eru í sóttkví og einangrun og lausnir á mönnun ef starfsfólk fer í sóttkví eða einangrun. Verði vart við einkenni ætti starfsfólk að vera heima og foreldrar að halda börnum heima og panta tíma fyrir covid próf á heilsugæslu.   
Mikil aukning hefur verið í smitum á landinu og við þurfum öll að sýna sérstaka aðgát ekki síst eftir hátíðisdagana og nýleg ferðalög á milli landa og landshluta.
Fyrri síða
1
234567333435Næsta síða
Síða 1 af 35
Eldri færslur
Vefumsjón