A A A

Valmynd

vikan 1. - 5. október

| 05. október 2012

Vikan 1. - 5. október

Mánudagurinn byrjaði á fríi, sem allir voru mjög ánægðir með.

Á þriðjudag var samfélagsfræði í fyrstu tveimur tímunum, var verið að fara yfir próf sem var lagt fyrir fimmtudaginn síðasta. Í íslensku var farið yfir próf úr lotu 1 með 9. bekk. 8. bekkur var á bókasafni með Ásu að vinna að  markmiðum sínum í lotu 2. Í dönsku var unnið að markmiðum vikunnar. Í ensku var unnið að því að klára vinnubókina, þeir sem voru búnir   bjuggu til draugasögu. Í íþróttum var verið á trampolíni og í fimleikum.

Á miðvikudag var stærðfræði og upplýsingamennt fyrstu tvo tímana og síðan aftur í síðasta tíma fyrir mat og fyrsta tíma eftir mat. Var bekknum skipt upp í tvo hópa þar sem annar hópurinn vann í upplýsingamennt hjá Arnari og hinn hópurinn vann í stærðfræði hjá Ásu.    Í upplýsingamennt var haldið áfram með  verkefni í publisher. Dagurinn endaði í náttúrufræði þar sem rætt var um kafla 2.5 og sjálfspróf 2.5 var gert.

Á fimmtudag var danska í fyrsta tíma þar sem unnið var í bls. 8-15. Í  tjáningu áttu  nemendur að kynna fjölmiðlaverkefnið fyrir samnemendum sínum. Í þriðja og fjórða tíma var samfélagsfræði þar sem nemendur voru að vinna með kort af Íslandi. Í síðasta tíma fyrir mat var bekkjarfundur, þar sem rætt var um einelti og eineltisreglur skólans kynntar fyrir nemendum, skapaðist mjög skemmtileg umræða.    Eftir hádegið var íslenska þar sem nemendur unnu að markmiðum sínum  og þau enduðu daginn í íþróttum þar sem voru æfingar fyrir Íþróttahátíð í Bolungarvík.

Á föstudag var byrjað í íslensku þar sem nemendur eru að vinna að markmiðum sínum í lotu 2. Í stærðfræði eru nemendur að vinna að markmiðum sínum og nokkrir tóku próf. Í dönsku vorum við að leika okkur og að dunda okkur því það var frjáls tími. Í stærðfræði var unnið að markmiðum. Sumir voru búnir á hádegi en aðrir héldu í valfögin sín.

Takk fyrir góða viku og eigið góða helgi.

Kveðja Ása   

Vikan 24. - 28. september

| 02. október 2012

Vikan 24. – 28.  september

Mánudagurinn byrjaði á stærðfræði þar sem nemendur unnu að markmiðum vikunnar. Í þriðja og fjórða tíma var íslenska. Þar unnu nemendur að markmiðum sínum.  Í ensku voru bls. 65 - 72 lesnar og glósaðar, einnig voru verkefni í vinnubók unnin. Í náttúrufræði var unnið í sjálfsprófum 2.1, 2.2 og 2.3.

Á þriðjudag var samfélagsfræði í fyrstu tveimur tímunum, var verið að undirbúa sig fyrir próf sem er á fimmtudeginum.  Í íslensku eru allir að vinna í Skerpu á sínum hraða og vinna að markmiðum sínum. Í dönsku var unnið í vinnubók með nýju start bókinni. Nemendur voru að vinna blaðsíður 3-7. Í ensku var unnið að áætlunum vikunnar sem voru gefin á mánudegi, þeir sem voru fljótir að klára lásu í enskri frjálslestrarbók. Dagurinn endaði ííþróttum, þar sem farið var í stöðvaþjálfun.

Á miðvikudag var stærðfræði og upplýsingamennt fyrstu tvo tímana og síðan aftur í síðasta tíma fyrir mat og fyrsta tíma eftir mat. Var bekknum skipt upp í tvo hópa þar sem annar hópurinn vann í upplýsingamennt hjá Arnari og hinn hópurinn vann í stærðfræði hjá Ásu. Nokkrir tóku próf úr kafla 1 en aðrir vinna að markmiðum sínum.    Í upplýsingamennt var byrjað á verkefni í publisher. Dagurinn endaði í náttúrufræði þar sem rætt var um kafla 2.4 og sjálfspróf 2.4 var gert. Í lok tímans fengum við oddvita sveitarfélagsins í heimsókn og afhentum honum undirskriftalista frá nemendum unglingadeildar þar sem þess var farið á leit að bætt yrði úr tölvukosti skólans hið fyrsta.

Á fimmtudag var danska í fyrsta tíma þar sem unnið var í bls. 3-7 og þrjár hlustunaræfingar voru gerðar.  Síðan var tjáning þar sem nemendur fluttu ljóð.  Í þriðja og fjórða tíma var samfélagsfræði þar sem nemendur tóku próf úr þeim blaðsíðum sem þeir hafa verið að vinna í. Í síðasta tíma fyrir mat var bekkjarfundur, þar sem fjallað var um virðingu.    Eftir hádegið var íslenska þar sem nemendur unnu að markmiðum sínum  og þau enduðu daginn í íþróttum þar sem farið var í stöðvaþjálfun.

Á föstudag var frí hjá nemendum vegna starfsdags kennara.

Takk fyrir góða viku og eigið góða helgi.

Kveðja Ása   

undirskriftir

| 26. september 2012
« 1 af 2 »
Nemendur í unglingadeild fengu heimsókn frá oddvita Strandabyggðar, Jóni Gísla Jónssyni, þau notuðu tækifærið og afhentu honum undirskriftir þar sem þess er farið á leit við sveitarstjórnina að bæta tölvukost skólans.

Vikan 17. - 21. september

| 25. september 2012

 

Mánudagurinn byrjaði á stærðfræði þar sem nemendur unnu að markmiðum vikunnar. Í þriðja og fjórða tíma var íslenska. Þar unnu nemendur að markmiðum sínum.  Í ensku voru bls. 59 - 64 lesnar og glósðar, einnig voru verkefni í vinnubók unnin. Í náttúrufræði var horft á mynd um dýr með kalt blóð.   

Á þriðjudag var samfélagsfræði í fyrstu tveimur tímunum, 9. bekkur er að vinna í efnahagskerfinu. 8. bekkur hefur verið að vinna með menningu á Íslandi. Í íslensku eru allir að vinna í Skerpu á sínum hraða og vinna að markmiðum sínum. Í dönsku var unnið í vinnubók með start bókinni. Nemendur voru að vinna blaðsíður 64 -67. Í ensku var unnið að áætlunum vikunnar sem voru gefin á mánudegi, þeir sem voru fljótir að klára lásu í enskri frjálslestrarbók. Dagurinn endaði ííþróttum, þar sem farið var í handbolta.

Á miðvikudag var stærðfræði og upplýsingamennt fyrstu tvo tímana og síðan aftur í síðasta tíma fyrir mat og fyrsta tíma eftir mat. Var bekknum skipt upp í tvo hópa þar sem annar hópurinn vann í upplýsingamennt hjá Arnari og hinn hópurinn vann í stærðfræði hjá afleysingakennara þar sem Ása sat yfir samræmdu prófi.   Í upplýsingamennt var skipulagsbókin ljósrituð og afhent. Dagurinn endaði í náttúrufræði þar sem nemendur gerðu sjálfspróf 2.3.

Á fimmtudag var danska í fyrsta tíma þar sem unnið var í bls. 67-74. Síðan var tjáning þar sem nemendur fluttu ljóð.  Í þriðja og fjórða tíma var samfélagsfræði þar sem haldið var áfram vinnu við sömu viðfangsefni og á þriðjudeginum.  Í síðasta tíma fyrir mat var bekkjarfundur, sem var mjög stuttur að þessu sinni vegna samræmda prófa og fórum við út í góða veðrið.    Eftir hádegið var íslenska þar sem nemendur unnu að markmiðum sínum  og þau enduðu daginn í íþróttum þar sem farið var í handbolta.

Á föstudag var íslenska þar sem unnið var að markmiðum í Skerpu. Í stærðfræði var unnið að markmiðum. Flestir eru vel staðsettir samkvæmt áætlun en þó eru nokkrir sem þurfa að taka sig á til að lenda ekki í tímaþröng. Í dönsku var unnið í vinnubók sem var kláruð.  Í síðasta tíma var stærðfræði þar sem nemendur unnu að markmiðum sínum.

Takk fyrir góða viku og eigið góða helgi.

Kveðja Ása   

umhverfisnefnd

| 14. september 2012
Búið er að kjósa fulltrúa bekkjanna í umhverfisnefnd. Þeir eru eftirtaldir:
8. bekkur:
Jamison Ólafur Johnson
Vara: Trausti Rafn Björnsson

9. bekkur:
Guðfinnur Ragnar Jóhannsson
Vara: Eyrún Björt Halldórsdóttir 

10-14 september

| 14. september 2012

Vikan 10. – 14. september

Mánudagurinn byrjaði á stærðfræði þar sem nemendur unnu að markmiðum vikunnar ásamt því að vinna í hópavinnu. Unnið var með strætókerfið, nemendur áttu að ákveða áfangasta, en þau fóru frá Hólmavík, finna út hvernig þeir kæmust með strætó á áfangastað. Þeir áttu að reikna út ferðatíma og hvað það myndi kosta þau.  Í þriðja og fjórða tíma var íslenska. Þar unnu nemendur að markmiðum sínum. Allir eru komnir vel af stað í lotu 1.  Í ensku voru bls. 48 - 52 lesnar og þýddar. Þetta er sagan um Frankenstein, nemendur skila síðan þýðingunn. Í náttúrufræði var farið yfir kafla 2.1. Nemendur gerðu sjálfspróf 2.1 og lásu síðan kafla 2.2.

Á þriðjudag var samfélagsfræði í fyrstu tveimur tímunum, 9. bekkur er að vinna í efnahagskerfinu. 8. bekkur hefur verið að vinna með menningu á Íslandi. Í íslensku eru allir að vinna í Skerpu á sínum hraða og vinna að markmiðum sínum. Í dönsku var unnið í vinnubók með start bókinni. Nemendur voru að vinna blaðsíður 62 og 63.  Í ensku var unnið að þýðingu á Franlenstein sem á að skila til kennara á föstudag.  Í íþróttum var verið í íþróttasal og farið í þrautabraut sem fjórir nemendur gerðu.

 Á miðvikudag var stærðfræði og upplýsingamennt fyrstu tvo tímana og síðan aftur í síðasta tíma fyrir mat og fyrsta tíma eftir mat. Var bekknum skipt upp í tvo hópa þar sem annar hópurinn vann í upplýsingamennt hjá Arnari og hinn hópurinn vann í stærðfræði hjá Ásu. Síðan var skipt í seinni tveimur. Í upplýsingamennt var haldið áfram vinnunni við skipulagsbókina og er þeirri vinnu lokið. Ættu nemendur að fá skipulagsbók afhenta einhvern næstu daga. Dagurinn endaði í náttúrufræði þar sem unnið var í kafla 2.2 og 2.3. Nemendur gerðu sjálfspróf 2.2.

Á fimmtudag var danska í fyrsta tíma þar sem var verið að vinna í hlustunaræfingum.. Síðan var tjáning þar sem nemendur í 8. bekk kynntu smásöguna sem þeir hafa verið að lesa í íslensku. Í þriðja og fjórða tíma var samfélagsfræði þar sem haldið var áfram vinnu við sömu viðfangsefni og á þriðjudeginum.  Í síðasta tíma fyrir mat var bekkjarfundur, var talað um framkomu og hvernig ákveðin hegðun verður þreytandi og jafnvel leiðinleg til lengdar.   Eftir hádegið var íslenska þar sem nemendur unnu að markmiðum sínum  og þau enduðu daginn í íþróttum þar sem farið var í hafnabolta.

Á föstudag var íslenska þar sem unnið var að markmiðum í Skerpu og nemendur í 9. bekk völdu sér kjörbók. Í stærðfræði var unnið að markmiðum. Í dönsku var unnið í vinnubók og hlustunaræfingum.  Í síðasta tíma var stærðfræði þar sem nemendur unnu að markmiðum sínum.

Takk fyrir góða viku og eigið góða helgi.

Kveðja Ása   

Fréttir af skólastarfinu

| 11. september 2012

Vikan 3. – 7. september

Mánudagurinn byrjaði á stærðfræði þar sem nemendur unnu að markmiðum vikunnar. Í þriðja og fjórða tíma var íslenska. Þar unnu nemendur að markmiðum sínum. Allir eru búnir að velja sér kjörbók og smásögu. Þær á að lesa heima. Í ensku voru bls. 54-58 lesnar og glósaðar. Í náttúrufræði var farið yfir kafla 1.2. Nemendur gerðu sjálfspróf 1.2 og 1.3 var unnið í hópum.

Á þriðjudag var samfélagsfræði í fyrstu tveimur tímunum, 9. bekkur er að vinna í efnahagskerfinu. 8. bekkur hefur verið að vinna með menningu á Íslandi. Í íslensku eru allir að vinna í Skerpu á sínum hraða og vinna að markmiðum sínum. Allir eru búnir að velja sér kjörbók/smásögu sem á að lesa heima og vinna síðan verkefni um hana í kennslustundum. Í ensku var unnið að markmiðum vikunnar og að þýðingu á textanum Jailhouse rock. Í íþróttum var farið í Rugby og boltaleiki.

 

Á miðvikudag var stærðfræði og upplýsingamennt fyrstu tvo tímana og síðan aftur í síðasta tíma fyrir mat og fyrsta tíma eftir mat. Var bekknum skipt upp í tvo hópa þar sem annar hópurinn vann í upplýsingamennt hjá Arnari og hinn hópurinn vann í stærðfræði hjá Ásu. Síðan var skipt í seinni tveimur. Í upplýsingamennt var haldið áfram vinnunni við skipulagsbókina og er þeirri vinnu að verða lokið. Ættu nemendur að fá skipulagsbók afhenta í lok næstu viku. Dagurinn endaði í náttúrufræði þar sem unnið var að sjálfsprófum úr kafla eitt, þeir sem áttu eitthvað eftir kláruðu og síðan var farið yfir svörin. Tíminn endaði síðan á því að nemendur undirbjuggu sig fyrir næsta tíma með því að lesa kafla 2.

 

Á fimmtudag var stærðfræði í fyrsta tíma og unnu nemendur að markmiðum sínum. Síðan var tjáning sem Malla sér um og eru nemendur að vinna að verkefni þar sem þeir munu flytja síðar. Í þriðja og fjórða tíma var samfélagsfræði þar sem haldið var áfram vinnu við sömu viðfangsefni og á þriðjudeginum.  Í síðasta tíma fyrir mat var bekkjarfundur, var talað um vináttu í hennar víðustu mynd.  Eftir hádegið var íslenska þar sem nemendur unnu að markmiðum sínum  og þau enduðu daginn í íþróttum þar sem farið var í boltaleiki.

 

Á föstudag var íslenska þar sem unnið var að markmiðum í Skerpu og nemendur í 9. bekk völdu sér kjörbók. Í stærðfræði var unnið að markmiðum. Síðustu þrír tímarnir voru danska. Fóru nemendur út í góða veðrið og skrifuðu hjá sér nafnorð úr umhverfinu. Þegar inn var komið var unnið með nafnorðin áfram og nemendur æfðu sig í notkun á óákveðnum og ákveðnum greini.

 

Takk fyrir góða viku og eigið góða helgi.

Kveðja Ása   

 

 

 

Vikan 27. – 31. ágúst

Mánudagurinn byrjaði í rólegheitum með 8. bekk. Þau unnu vel að markmiðum sínum í þeim fögum sem kennsla var byrjuð í. En í öðrum tímum dunduðum við okkur því við ákváðum að bíða eftir 9. bekk. Síðan var frí hjá þeim frá hádegi á mánudag.

Á þriðjudag kom 9. bekkur aftur eftir Danmerkurferð. Það var mikil gleði og eftirvænting í hópnum. Þau fengu ekki mikinn tíma til að slóra því vinnan hófst á fullu. Þau unnu vel að markmiðum sínum í íslensku. Í ensku var þeim skipt í sjö hópa og átti hver hópur að skrifa um einn dag í Danmörku og lesa það síðan upp í seinni tímanum. Dagurinn endaði síðan í íþróttum þar sem farið var í skotleiki.

Á miðvikudag var stærðfræði og upplýsingamennt fyrstu tvo tímana og síðan aftur í síðasta tíma fyrir mat og fyrsta tíma eftir mat. Var bekknum skipt upp í tvo hópa þar sem annar hópurinn vann í upplýsingamennt hjá Arnari og hinn hópurinn vann í stærðfræði hjá Ásu. Síðan var skipt í seinni tveimur. Í upplýsingamennt var byrjað að setja upp skipulagsbók sem þau ætla að búa sér til sjálf þar sem að ekki var hægt að kaupa meira af Skjatta þar sem framleiðandi lætur ekki prenta meira. Í stærðfræði unnu nemendur að markmiðum. Í náttúrufræði sem var síðasti tími dagsins var byrjað á bókinni Maður og náttúra þar sem fjallað var um efni kafla 1.1 og nemendur unnu sjálfspróf sem átti við þann kafla.

Á fimmtudag var stærðfræði í fyrsta tíma og unnu nemendur að markmiðum sínum. Síðan var tjáning sem Malla sér um og eru nemendur að vinna að verkefni þar sem þeir munu flytja síðar. Í þriðja og fjórða tíma var samfélagsfræði. Í síðasta tíma fyrir mat var bekkjarfundur, en það er nýtt í stundaskrá og er ætlað sem tími þar sem allskonar mál eru rædd og tilkynningum komið til nemenda þegar þarf. Eftir hádegið var íslenska og þau enduðu daginn í íþróttum.

Á föstudag var íslenska þar sem unnið var að markmiðum í Skerpu og nemendur í 9. bekk völdu sér kjörbók. Í stærðfræði var unnið að markmiðum. Síðustu þrír tímarnir voru danska. Þar sem nemendur unnu í vinnubókinni og lesin var upp stutt saga sem nemendur áttu að þýða yfir á íslensku. Í lok dagsins var kosið til nemendaráðs.

Takk fyrir góða viku og eigið góða helgi.

Kveðja Ása   

 

 

21.-24. ágúst

 

Það var mjög gaman að hitta nemendur aftur eftir sumarfrí og allir voru kátir og hressir. Vikan var erfið og við vorum frekar fá þar sem að 9. bekkur var í Danmörku. Nemendur voru að kynnast kennurum sínum og fá bækur afhentar. Allir voru mjög áhugasamir og voru tilbúnir fyrir vinnuna þannig að þau unnu helling í bókunum. Þessi fyrsta vika gekk vel og skemmtum við okkur mjög vel saman.

Innkaupalisti

| 13. ágúst 2012
Fyrri síđa1
2
Nćsta síđa
Síđa 2 af 2
Eldri fćrslur

Bekkjavefir

Atburđadagatal

« Nóvember 2021 »
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nćstu atburđir