A A A

Valmynd

Sjálfbćrni

Að skila umhverfinu og samfélaginu frá okkur í jafn góðu eða betra ástandi og við tókum við því. Sjálfbærni er samspil viðvarandi stöðugleika efnahags, náttúru og heilbrigðs samfélags þar sem samfélagsþegnar taka samfélagsleg ábyrgð, taka virkan þátt í samfélaginu og virða samferðarfólk sitt.

 

"Sjálfbærni snýst um umhverfi, ábyrgð, virðingu og lýðræðisleg vinnubrögð og réttlæti í nútíð og framtíð. Í sjálfbærnimenntun er lögð áhersla á skilning á þeim takmörkunum sem vistkerfi jarðar setur manninum, jöfnuð innan og milli kynslóða, skynsamlega nýtingu auðlinda og sanngjarnri skiptingu þeirra. Forsenda fyrir sjálfbæru samfélagi eru virkir borgarar sem eru meðvitaðir um gildi, viðhorf og tilfinningar sínar gagnvart þessum þáttum.

Efnahagskerfi samfélaga skipa stórt hlutverk þegar kemur að skynsamlegri nýtingu auðlinda og sanngjarnri skiptingu þeirra. Þannig er mikilvægt að efnahagsvöxtur byggi hvorki á, né leiði til, óhóflegs ágangs á náttúruna. Framleiðsla og neysla eru órjúfanlegir þættir samfélags og um leið efnahags hvers einstaklings. Skilningur á eigin vistspori, vistspori samfélaga og þjóða stuðlar að sjálfbærri þróun og hófsemi.

Í sjálfbærnimenntun felst einnig að börn og ungmenni takist í námi sínu á við margvísleg álitamál og ágreiningsefni. Kennsla og starfshættir innan skólans skulu fléttast saman við það viðhorf að markmið menntunar sé geta til aðgerða. Í því felst þjálfun í lýðræðislegum vinnubrögðum og því að stuðlað sé að áhuga og vilja til þess að börnin og ungmennin taki þátt í samfélaginu".

(Mennta- og menningamálaráðuneytið, sótt 25. apríl 2018, http://www.namtilframtidar.is/#!/sjalfbaerni).

Sjálfbærni birtist í skólastarfinu með eftirfarandi hætti:

 

 • Umhverfisnefnd með þátttöku nemenda, starfsfólks og foreldra

  • Í fundarherbergi starfsmanna

  • Umhverfisnefnd heldur utan um grænfánaverkefni skólans.

  • 2 fulltrúar frá hverri bekkjardeild og einn til vara kosinn á haustin til eins árs í senn. Einn fulltrúi kennara, annarra starfsmanna, foreldra kosnir á hausti ásamt skólastjórnanda sitja fundi. Umsjónarmaður verkefnisins ráðinn af skólastjóra að hausti.

  • Umsjónarmaður verkefnisins boðar til funda, einu sinni í mánuði.

  • Öll aldursstig.

 • Útivistardagur

  • Einu sinni á ári í apríl, daginn eftir sumardaginn fyrsta.

  • Skipulagður af kennurum, þar er staðsetning ákveðin. Stílað inn á hreyfingu og útivist í heimahéraði.

  • Öll aldursstig og allir starfsmenn.

 • Útikennsla

  • Úti og í heimabyggð.

  • Markmið að allt nám fari fram utandyra þessa daga sem merkt er í skóladagatal.

  • Fimm dagar að vori

  • Öll aldursstig

   • Væri gaman að geta gert betur, reglulega í töflu allt árið.

 • Grænfánaverkefni

  • Á ábyrgð umhverfisnefndar

  • Öll aldursstig

  • Markmið að verkefnin litist inn í öllu skólastarfi

  • Allt sem tengist sjálfbærni fellur undir grænfánaverkefni

 • Umhverfisdagur  

  • Einu sinni á ári að vori.

  • Skipulagður af umhverfisnefnd, þar er staðsetning ákveðin. Markmið að vekja athygli á umhverfinu.

  • Öll aldursstig og allir starfsmenn.

 • Hreyfivika

  • Í heimabyggð, í og utan skóla

  • Ákveðið af starfsfólki hverju sinni í samráði við tómstundafulltrúa. Uppbrot í kennslu með ýmisskonar hreyfingu. Þátttaka í evrópskri hreyfiviku.

  • Einu sinni á skólaárinu á sama tíma og öll evrópa.

  • Öll aldursstig og starfsfólk

 • Göngum í skólann

  • Áleiðis í skólann.

  • Hvatning á vegum ÍSÍ til að ganga eða hjóla í skólann, a.m.k. hluta úr leiðinni.

  • Að hausti í eina viku.

  • Öll aldursstig og starfsfólk

 • Lífshlaupið

  • Í heimabyggð, í og utan skóla

  • Hvatning á vegum ÍSÍ til að hreyfa sig meira, haldið utan um skráningu á skólatíma.

  • Tvær vikur á hverju skólaári í upphafi árs

  • Öll aldursstig og starfsfólk

 • Íþróttahátíð

  • Í Íþróttamiðstöð

  • Íþróttakennari skipuleggur klukkutíma dagskrá í samráði við nemendur þar sem nemendur sýna og skora á foreldra sína í íþróttir og leiki. Elstu nemendurnir skoruðu á starfsfólk. Veitingar seldar sem fjáröflun fyrir félagsmiðstöðina Ozon. Íþróttamaður og hvatningarverðlaun Strandabyggðar afhent.

  • Einu sinni á skólaári í janúar, eftir skóla.

  • Allur aldur, aðstandendur og starfsfólk

 • Norræna skólahlaupið

  • Í heimabyggð, úti

  • Íþróttakennari skipurleggur leiðina í vegalengdunum 2,5 - 5 og 10 km í nágrenni við skólann

  • Á hverju haustin. Þátttaka á vegum ÍSÍ.

  • Öll aldursstig, starfsfólk og almennum borgurum boðið að taka þátt

 • Hænur

  • Á skólalóðinni

  • Hugsað um hænurnar á ábyrgð 3.-4. Bekkjar (matur og þrif) nýta egg í ýmsa verkefnavinnu. Útungun á ábyrgð 1.-2.bekkjar annað hvert ár.

  • Gefa daglega á skólatíma, þrif eftir þörfum. Hænur fara í fóstur yfir sumartímann á Sauðfjársetrið.

 • Efnistök í umhverfinu

  • Í umhverfi skólans og í fjörunni

  • Farið út að tína efnivið fyrir skapandi verkefnavinnu

  • Á haustin og á vorin

  • Eftir þörfum og veðri.

  • Öll aldursstig.

 • Umhverfismennt

  • Í almennu skólastarfi

  • Umsjónarkennarar gæta þess að nemendur þeirra taki þátt í a.m.k. Einu umhverfistengdu þemaverkefni á hverju ári

  • Yfir skólárið, eftir atvikum

  • Allir nemendur

 • Grisjun

  • Í tjálundinum fyrir ofan skólann

  • Farið með nemendur að saga, klippa og bera greinar

  • Á hverju vori

  • Öll aldursstig

 • Grænmetisrækt

  • Í matjurtargarði við hlið skólans

  • Sett niður á vori og tekið upp á haustin á skólatíma. Nemendur hugsa um garðinn yfir sumartímann eftir getu og þörfum.

  • Á hverju skólaári

  • Miðstig

 • Ruslaflokkun

  • Í skólanum

  • Nemendur og starfsfólk flokka rusl sem fellur til. Skolað eftir þörfum og sett í viðeigandi kassa. Nemendur skiptast á að fara með skólaliðum og setja í poka tilbúna fyrir starfsmenn áhaldahúss.

  • Flokkað eftir þörfum. Rusl sótt einu sinni í viku.

  • Allir aldurshópar og starfsfólk

 • Moltugerð

  • Fyrir utan skólann í moltukössum

  • Lífrænum úrgangi sem fellur til er safnað saman í sérstakar fötur. Skólaliðar safnar því saman og fer með það á tröppurnar við starfsmannainnganginn. Ákveðinn starfsmaður fer með úrganginn í moltukassann og hrærir í eftir þörfum.

  • Eftir þörfum

  • Öll aldursstig flokka í lífrænan úrgang. Starfsmenn halda utan um moltugerð.

 • Gróðursetning

  • Í nágrenni við skólann

  • Gróðursetning græðlinga í samstarfi við skógræktarfélag

  • Árlega, á vorin

  • Öll aldursstig

 • Ævintýraverkefni (ekki enn orðið að veruleika)

  • Í villtri náttúru

  • Lengri ferðir fjarri mannabyggðum þar sem nemendur stunda útivist, læra að bjarga sér, nýta náttúruna, ganga vel um hana og yfirstíga ýmsar hindranir.

  • Unglingastig með starfsfólki

  • Á hverju vori

Uppfært júní 2018

Sjálfbćrni

Bekkjavefir

Atburđadagatal

« Maí 2024 »
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nćstu atburđir