A A A

Valmynd

Merki Grunnskólans á Hólmavík

Merki Grunnskólans - teiknađ af Vígţóri Jörundssyni
Merki Grunnskólans - teiknađ af Vígţóri Jörundssyni
Merki Grunnskólans á Hólmavík var teiknað af hagleiksmanninum, hagyrðingnum og kennaranum Vígþóri Jörundssyni frá Hellu á Selströnd, en hann var skólastjóri í Grunnskólanum frá 1959 til 1975. Vígþór afhenti skólanum merkið árið 1998. Með því fylgdi eftirfarandi útskýring í bundnu máli:

Hugleiðing, merki skólans G.H.

Námið gerir himininn hærri
og heiðið svo blátt,
og verklendur hugans verða æ stærri
og víðsýnið hátt,

og gráð, er lék við æskunnar ögur
svo ómaði lágt,
hafalda er orðin ægifögur
mað aflþrunginn mátt. 

Eins fyrir stúlkur, eins fyrir drengi
er opinn á gátt
skóli, er ljáir vinda og vængi
í vonglaða átt.

31. okt. 1998
Vígþór

Bekkjavefir

Atburđadagatal

« Maí 2025 »
S M Ţ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Nćstu atburđir