A A A

Valmynd

Vinningshafar í stóru upplestrarkeppninni

| 28. mars 2014
Árlega er haldin Stóra upplestrarkeppnin fyrir nemendur í 7. bekk á vegum Radda, samtaka um vandaðan upplestur og framsögn. Eins og segir á heimasíðu samtakanna er markmið upplestrarkeppni í 7. bekk grunnskóla er að vekja athygli og áhuga í skólum á vönduðum upplestri og framburði. Keppnin sjálf er í rauninni aukaatriði og forðast skyldi að einblína á sigur. Mestu skiptir að kennarar nýti þetta tækifæri til að leggja markvissa rækt við einn þátt móðurmálsins með nemendum sínum, vandaðan upplestur og framburð, og fái alla nemendur til að lesa upp, sjálfum sér og öðrum til ánægju. Stefnt skyldi að því að allur upplestur í tengslum við keppnina sé fremur í ætt við hátíð en keppni. Þetta á ekki síst við um lokahátíð keppninnar.

Keppnin fór að þessu sinni fram í sal Reykhólaskóla. Þar kepptu nemendur úr 7. bekk Grunnskólans á Hólmavík, Grunnskólans á Drangsnesi, Reykhólaskóla og Finnbogastaðaskóla. Keppendur lásu fyrst upp valinn texta úr sögunni Ertu Guð, afi? eftir Þorgrím Þráinsson, valin ljóð eftir Erlu (Guðfinnu Þorsteinsdóttur) og að lokum ljóð að eigin vali.
Á milli atriða var boðið upp á atriði frá árshátíðarviku Reykhólaskóla og tónlistaratriði frá Grunnskólanum á Hólmavík þar sem Sólrún Ósk Pálsdóttir nemandi í 8. bekk lék lag Emili Sandé, You can read all about it, í eigin útsetningu.
Í hléi var boðið upp á kjötsúpu og heimabakað brauð.

Dómarar keppninnar, sr. Elína Hrund Kristjánsdóttir, Guðjón Dalkvist Gunnarsson ásamt formanni dómnefndar Baldri Sigurðssyni, voru ekki öfundsverð að því að velja vinningshafa en öll sóðu þau sig með stakri prýði. Fyrstu verðlaun hlaut Kári Ingvarsson nemandi í Finnbogastaðarskóla, önnur verðlaun hlaut Aron Viðar Kristjánsson nemandi í Reykhólaskóla og þriðju verðlaun hlaut Daníel Freyr Newton nemandi í Grunnskólanum á Hólmavík. Verðlaunin voru peningakort að verðmæti 10, 15, og 20 þúsund kr. Sérstök verðlaun fékk Brianna Jewel Johnson.
Að auki fengu allir þátttakendur viðurkenningarskjöl og ljóðabók eftir Erlu (Guðfinnu Þorsteinsdóttur).

Við óskum öllum keppendum til hamingju með árangurinn

Bekkjavefir

Atburđadagatal

« Júní 2024 »
S M Ţ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30            

Nćstu atburđir