A A A

Valmynd

Umhverfisdagurinn

| 17. apríl 2012
Á föstudaginn 20. apríl nk. höldum við okkar árlega umhverfisdag. Markmiðið með þessum degi er að efla umhverfisvitund nemenda og hvetja þá til að huga betur að umhverfi sínu, bættri umgengni almennt og er liður í grænfánastarfi skólans. Grænfáninn er umhverfismerki sem nýtur virðingar víða í Evrópu sem tákn um árangursríka fræðslu og umhverfisstefnu í skólum og höfum við nú flaggað honum í þrjú ár.

Umhverfisnefnd skólans, sem samanstendur af fulltrúum nemenda úr öllum bekkjardeildum og starfsfólki skólans úr öllum starfsstéttum, fundaði fyrir skömmu og setti saman dagskrá umhverfisdagsins sem við höldum nú í fjórða sinn. Byrjað verður á fyrirlestri um umhverfismál í setustofunni ásamt því að syngja saman hin ýmsu sönglög sem tengjast umhverfismennt og náttúrunni á einhvern hátt. Þá tekur við markviss og skipulögð ruslatínsla um alla Hólmavík þar sem nemendur og starfsmenn skipta sér og fara í hópum um öll hverfi bæjarins og tína rusl. Þá verður ruslinu safnað saman á hafnarvoginni þar sem við vigtum ruslið og metum árangurinn ásamt því að syngja saman fram að matarhléi. Eftir mat hittumst við upp í skógi fyrir ofan skólann og drekkum saman heitt kakó og eigum saman góða stund í vikulokin.

Bekkjavefir

Atburđadagatal

« Júlí 2024 »
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31      

Nćstu atburđir