Um borđ í skólaskipiđ Dröfn
 |  23. mars 2011
		
		
		Í gær fóru nemendur 8., 9. og 10. bekkjar ásamt Láru Guðrúnu umsjónarkennaranum sínum um borð í skólaskipið Dröfn þar sem Gunnar Jóhannsson skipstjóri frá Hólmavík tók á móti þeim. Nemendur lærðu um öryggismál, sjómennsku, trollveiðar og fengu að spreyta sig á að slægja aflann. Einhverjir tóku aflann stoltir með sér heim í soðið og fjölskyldur þeirra nutu góðs af. Fréttaritari strandir.is, Jón Jónsson, náði mynd af mannskapnum þegar haldið var á vit ævintýranna frá Hólmavíkurhöfn, þær myndir má sjá á www.strandir.is einnig tók Lára Guðrún frábærar myndir um borð sem sjá má hér.
		
	
	 
 
 
 
 
 
 
