Tónleikar í kvöld!
| 13. mars 2013
Í kvöld, miðvikudagskvöldið 13. mars kl. 19:00, fara fram í Bragganum á Hólmavík fjáröflunartónleikar nemendafélags Grunnskólans á Hólmavík og félagsmiðstöðvarinnar Ozon. Tónskólinn á Hólmavík hefur veg og vanda af tónlistarflutningnum á tónleikunum, en alls munu fimm hljómsveitir skipaðar nemendum úr 5.-10. bekk stíga á stokk og spila vel þekkta slagara ásamt hinum og þessum söngvurum sem jafnan setja mikinn svip á viðburðinn.
Allir eru hjartanlega velkomnir - aðgangseyrir er kr. 1000 fyrir fullorðna, 500 fyrir grunnskólanema og frítt fyrir yngri.