A A A

Valmynd

Styrkir til verkefna í höfn

| 30. mars 2011
Það gleður okkur að segja frá því að fyrir áramót settust Hildur, Hrafnhildur Þorsteins og Jóhanna niður og settu saman umsóknir um þrjá styrki til velferðarráðuneytis, mennta- og menningarmálaráðuneytisins og Sambands íslenskra sveitarfélaga í þágu langveikra barna og barna með ADHD-greiningu. Nú er ljóst að við höfum fengið úthlutun að upphæð 680.000 kr. fyrir verkefni sem lúta að því að auka fræðslu og skilning allra í samfélaginu okkar um ADHD og verkefni sem auka félags- og samskiptahæfni nemenda. Í ljósi þess að aðeins eru tæplega fimm kennsluvikur eftir af skólaárinu verða verkefnin framkvæmd næsta haust og verða kynnt sérstaklega þegar nær dregur. Við vorum í hópi 36 aðila sem fengu styrk en alls voru 125 umsóknir til umfjöllunar. Þetta eru því sannkallaðar gleðifréttir fyrir okkur öll. Lögð verður áhersla á að verkefnin nýtist nemendum okkar sem fjölskyldum þeirra sem best og stuðlað verður að því að ná samvinnu milli þeirra aðila sem að málaflokknum koma.

Bekkjavefir

Atburđadagatal

« Mars 2024 »
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nćstu atburđir