A A A

Valmynd

Stundin okkar viđ upptökur í Grunnskólanum á Hólmavík

| 04. febrúar 2012
Nemendur 3. bekkjar viđ tökur á Galdrasýningunni. Ljósm: Margrét Sverrisdóttir.
Nemendur 3. bekkjar viđ tökur á Galdrasýningunni. Ljósm: Margrét Sverrisdóttir.
Sunna Karítas Oktavía Torfhildur Tildurrófa Aðaldal ræður ríkjum í Stundinni okkar sem sýnd er á RÚV alla sunnudaga. En hún er nú bara oftast kölluð Skotta. Skotta býr í Álfheimunum ásamt Rósenberg sem er virðulegt heldra skoffín. Í síðustu viku kom Stundin okkar til að taka upp hér á Hólmavík. Umsjónarmaður er Margrét Sverrisdóttir og handritshöfundur ásamt henni Oddur Bjarni Þorkelsson. Þau fylgdu nemendum í 3. bekk eftir, heimsóttu Galdrasýninguna, fóru í vettvangsferð um Hólmavík, heimsóttu skólann og leikskólann Lækjarbrekku, ræddu við nemendur í Tónskólanum og tóku upp nokkur lög með þeim. Það var mikil spenna og tilhlökkun í nemendahópnum sem skemmti sér afar vel við að taka þátt í þessu líflega verkefni. Efnið frá Hólmavík verður unnið og klippt niður og sýnt sem stutt innslög í Stundinni okkar í vetur. Við þökkum Stundinni okkar kærlega fyrir komuna og hlökkum til að fylgjast með sjónvarpsstjörnunum okkar á skjánum. Myndir frá vikunni má sjá með því að smella hér.

Bekkjavefir

Atburđadagatal

« Júlí 2024 »
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31      

Nćstu atburđir